Áróður

Það er ekki gott þegar áróður slæðist inn í fréttir, eins og til dæmis hér: „Þar efndu stuðningsmenn Rússa til mótmæla og í framhaldi af því sendu Rússar hermenn til Krím til að tryggja öryggi rússneskra íbúa skagans." Þetta með að „tryggja öryggi rússneskra íbúa skagans" er pravdíska.

Rússland fór með her inn í sjálfstætt ríki og réttlætti það með því að halda fram að verið væri að „tryggja öryggi rússneskra íbúa". Í frétt af þessu tagi er lágmark að bæta við „að eigin sögn" eða álíka orðalagi.

Ég stenst ekki mátið að láta hér mynd fylgja með af Pútin að kissa Kim Jong-Il. 

Kim Jong il-Putin

 


mbl.is Joe Biden til Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Láttu ekki svona, hefurðu séð hvaða lið stjórnar Úkraínu nú?

Hér getur þú lesið þér aðeins til í stað þess að éta allt heilaþvegið sem rétt er að þér:  http://defendinghistory.com/category/ukraine

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.4.2014 kl. 00:21

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Vilhjálmur, þér er að sjálfsögðu frjálst að trúa því sem þú vilt. En að saka fólk um að hafa ekki kynnt sér málið, af því að það er ekki tilbúið að gleypa við öllu sem Pútin segir, er dæmi um billegan áróður. Svo ég vitni í sjálfan þig, "Láttu ekki svona."

Það vita allir að það eru öfgahægriöfl í Úkraínu, eins og víða annars staðar. Það eru engar fréttir.

Hér eru tvær spurningar, sem þú mátt svara ef þú kærir þig um:

1. Hvaða "lið" stjórnar Úkraínu, að þínu mati?

2. Ertu að réttlæta það sem Rússar eru að gera í Úkraínu?

Wilhelm Emilsson, 13.4.2014 kl. 04:00

3 identicon

"öfgahægriöfl" er mjög illa skilgreint hugtak og hálfgerður pottréttur
innihaldandi allt það sem viðkomandi notandi orðsins ekki líkar.

Grímur (IP-tala skráð) 13.4.2014 kl. 08:59

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Grímur, það er alveg rétt að orðið "öfgahægriöfl" er stundum illa skilgreint. En ef flokksmaður vitnar í Göbbels án kaldhæðni þá geturðu verið nokkur viss um að flokkurinn er öfgahægriflokkur. Þetta gerði einn meðlimur Úkraínska Svoboda flokksins, eins og BBC greinir frá:

Other Svoboda members have also courted controversy. Yuriy Mykhalchyshyn, a parliamentary deputy considered one of the party's ideologues, liberally quotes from former Nazi propaganda minister Joseph Goebbels, along with other National-Socialist leaders.

Heimild: http://www.bbc.com/news/magazine-20824693

Wilhelm Emilsson, 13.4.2014 kl. 17:40

5 identicon

Ég vill nú minna menn á eitt hérna. Árið 1938 sendu þjóðverjar her sinn inn í Sútetahéruðin í Tékóslóvakíu.. Til "tryggja öryggi þýskumælandi íbúa svæðisins" Man þetta kannski e h í dag? það er nú ekki eins og þetta hafi gerst fyrir 200 árum..

Burt séð frá því hvað allt er spilt í Úkraníu þá gefur það ekki rússum rétt til að koma þanagað til að "tryggja öryggi rúsneskumælandi íbúa svæðisins" er það? ja nema menn séu bara að óska hér eftir góðu stríði með alvöru látum eins og 1939 til 1945...

óli (IP-tala skráð) 13.4.2014 kl. 18:23

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

Viljum við ekki almennt frelsi og lýðræði í heiminum? Ef íbúar á einhverju svæði vilja til tilheyra einhverju ríki, þá ættum við ekki að vera að leggja steina í götu þeirra svo að svo geti orðið.

Annars eru þessi þjóðríki að verða úrelt fyrirbær. Að skipta heiminum upp í svoleiðis smákongadæmi hefur leitt af sér ótrúlegar þjáningar fyrir ótrúlega marga. Vonandi verður þessari vitleysu fljótlega hætt og allir hermenn sendir heim í frí.

Hörður Þórðarson, 13.4.2014 kl. 19:48

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, Óli og Hörður.

Wilhelm Emilsson, 14.4.2014 kl. 18:14

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

En kæri Wilhelm - Goebbels tilheyrði þýska þjóðernissósíalistaflokknum sem var í daglegu tali nefndur Nazistaflokkur ! Síðan hvenær eru hægrimenn sósíalistar ? Hvað þá öfga hægrimenn!

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.4.2014 kl. 03:00

9 identicon

Sæll Wilhelm

Þetta er nú ekki rétt hjá þér, því að Rússar höfðu ekki fyrir því að senda hermenn til Krím, þar sem að yfir 17 þúsund manna herlið er og hefur verið á Krímskaga allt frá 1991 að telja. Rússar hafa haft leyfi til að hafa þarna yfir 25 þúsund manna herlið. Rússar fóru ekki inn með herlið, en þetta er þessi áróður vestræna fjölmiðla gegn Rússum og/eða stuðningur fyrir þessari líka umboðslausri- og ólýðræðiskjörnu Neo- Nazista stjórnvöldum þarna núna í Kænugarði

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.4.2014 kl. 16:27

10 identicon

"The European and American public are being systematically lied to about the Ukraine crisis. " http://scgnews.com/the-ukraine-crisis-what-youre-not-being-told

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.4.2014 kl. 16:48

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þorsteinn Sc.

Rússar hafa leyfi fyrir hermönnum innan marka herstöðvarinnar þar sem þeir eru með herskipaflotann sinn. Þeir hafa auðvitað ekki leyfi til að senda þá um víðann völl um skagann sem hermenn eins og þeir virðast vera að gera, án einkennismerkja þó. Ef andlit þeirra yrðu greind þá kæmi í ljós að þeir eru annað hvort frá flotastöðinni eða smyglað yfir landamærin frá Rússlandi, eins og stríðstólin sem þeir segja að venjulegir borgarar í Krím og Úkraínu af rússnesku bergi brotið - þvílíkur brandari ! Eins og einhverjum venjulegum manni í heiminum detti í hug að trúa því !

Come on - get a grip Þorsteinn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.4.2014 kl. 20:27

12 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Kæri predikari.

Þú ert að grínast, ekki satt?

Þorsteinn, 100 ríki sem tilheyra Sameinuðu þjóðunum töldu að virða ætti landsvæði Úkraínu og að þjóðaratkvæðagreiðslan á Krímskaga hafi verið ólögleg. Tíu ríki voru á móti því, t.d. Norður Kórea og Sýrland. Fimmtíu og átta ríki sátu hjá. Þetta er nú ekki beinlínis mikill stuðningur við aðgerðir Rússa.

En ef þú trúir því að meirihluti þjóða heims sé blekktur af vestrænum fjölmiðlum, þá trúðu því endilega.

Wilhelm Emilsson, 15.4.2014 kl. 20:29

13 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Predikari, ég átti við athugasemd #9.

Wilhelm Emilsson, 15.4.2014 kl. 20:30

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Nei kæri Wilhelm. Í færslu #9 þá er það sannleikur að flokkur Hitlers hét þjóðernissósíalistaflokkur, enda var þjóðskipulag og grunnbók hans öll í sósíalískum anda. Hitt er annað að sumt spilaði Hitler eftir eyranu til að ná fram markmiðum sínum og kann að vera að sumt af því hafi kastað ryki í augu margra. En sósíalískur var hann sannarlega í allri þjóðfélagsuppbyggingu og aðferðum sem og stjórnskipulagi öllu.

Sumt af heimspressunni hefur haft af því dálæti að kalla Nazistana hægri öfgamenn. Ekkert er fjarri sanni.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.4.2014 kl. 21:17

15 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Kæri predikari.

Stefna nasistanna var þjóðernissósíalismi (Nationalsozialismus). Það vitum við. Orðið „nazi" er dregið af þessu. Ég veit að þú varst ekki að grínast með það.

En ef þú fellst ekki á það að nasistarnir hafi verið öfga hægrimenn þá veit ég eiginlega ekki hvað ég get sagt til að sannfæra þig um það.

Wilhelm Emilsson, 15.4.2014 kl. 22:23

16 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Wilhelm.

Það sést á þjóðfélagsbyggingunni hjá þeim, stefnumálum og fleiru. Einstaka hlutur í hentistefnu Hitlers eða manna hans á leið sinni að takmarkinu sem þeim fannst helga meðalinu, eins og atlagan að kommunum um tíma hefur villt mönnum sýn.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.4.2014 kl. 22:32

17 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Kæri predikari.

Það var nú engin smá atlaga að kommunum að ráðast á Sovétríkin. Þar lagði Hitler allt undir og tapaði, blessunarlega.

Mér hafði bara aldrei dottið í hug að hægt væri að halda því fram að nasistar væru ekki öfgahægrimenn, en ég sé núna að sumir gera þetta á netinu.

Ef Hitler var ekki hægri öfgamaður, hver er þá hægri öfgamaður?

Wilhelm Emilsson, 15.4.2014 kl. 23:15

18 identicon

Sæll aftur Wilhelm

Þessi 100 ríki þarna er tilheyra reyndar Sameinuðu þjóðunum eins og þú talar réttilega um voru alls ekkert að ræða um að virða ætti einhverja umboðslausa- og ólýðræðiskjörna ríkisstjórn Úkraínu er hefði staðið fyrir því að traðka stjórnaskrána í spað eða hvað þá að virða ætti landsvæði Úkraínu.

Þessi 100 ríki keyptu allar lygar frá fulltrúum Úkraínu, Bndr. og fleiri um að hérna 16 -17.000 manna herlið hafi gert árás á Krímskaga, en Rússar og íbúar Krímskaga óskuðu hins vegar eftir því að þetta umboðslausa herlið færi í burtu og/eða ráku þetta herlið í burtu.

...“Ukraine says Russia sent 16,000 troops to Crimea”, “Ukraine crisis deepens as Russia sends more troops into Crimea,” as well as “What can Obama do about Russia's invasion of Crimea?”.

Facts, and ardent statements by top Russian diplomats were totally ignored by the western ‘war press’.

Russian UN Ambassador Vitaly Churkin pointed to the longstanding 25,000 troop allowance while FM Sergey Lavrov stressed the Russian military “strictly executes the agreements which stipulate the Russian fleet’s presence in Ukraine, and follows the stance and claims coming from the legitimate authority in Ukraine and in this case the legitimate authority of the Autonomous Republic Crimea as well.”.. http://rt.com/news/russian-troops-crimea-ukraine-816/

Rússar höfðu leyfi stjórnvalda á Krímskaga fram yfir Úkraínska herinn þarna til þess að fara um "víðann völl" á Krímskaga og reka þennan umboðslausa Úkraínska her í burtu.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.4.2014 kl. 01:09

19 identicon

"Especially unwelcome is the fact that the so-called ‘invasion force’ has been there for 15 years already.

The media many trust described in hysterical tones how the Autonomous Republic of Crimea was under a full-scale Russian invasion with headlines like: “Ukraine says Russia sent 16,000 troops to Crimea”, “Ukraine crisis deepens as Russia sends more troops into Crimea,” as well as “What can Obama do about Russia's invasion of Crimea?”. http://rt.com/news/russian-troops-crimea-ukraine-816/

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.4.2014 kl. 10:31

20 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þorsteinn, að vitna í RT er svolítið eins og að vitna í Pravda.

Wilhelm Emilsson, 16.4.2014 kl. 16:58

21 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sælir . Má til vegna innleggs Þorsteins Sch. leggja hérna inn frá Gústafi Adolf :

„Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl öll og þakkir fyrir innlegg. Ég snaraði þessu yfir á íslensku til að sýna dæmi um bein viðtöl sænskra blaða við fólk á staðnum. Það hefur mikið verið rætt í blöðum um hverjir "grænu mennirnir" eru og það eru fullkomlegar sannanir -eing og á Krím- að hér eru úrvalssveitir rússneskra hermanna á ferð. Sumir einstaklingar hafa þekkst frá aðgerðum Rússa á Krím og svo varð einum á að kynna sig sem yfirmanni í rússneska hernum þegar þeir tóku eina lögreglustöðina. Síðan fá þeir aðstoð hluta íbúa, sem þeir annað hvort kaupa beint eða eru hliðhollir Rússum. Í austur Úkraínu eru samt ekki fleiri en ca 16-18% sem vilja aðskilnað frá Úkraínu og sameiningu við Rússa. Rússarnir gera allt sem þeir geta til að þvinga fram upplausnarástand til að fá opinbera átyllu til að taka yfir svæðið líkt og Krím.

Gústaf Adolf Skúlason, 16.4.2014 kl. 03:09

10 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Rússar hafa her - sumir segja um 40 - 50 þús manns, aðrir allt að 150 þús manns, sem bíður skipana norðan og austan megin landamæra Úkraínu. Þeir eru ekki í neinni skemmtiferð þarna og geta á skömmum tíma tekið stór landssvæði ef ekki alla Úkraínu. Starbuck, úkraínsku hermennirnir eru ekki að ráðast á venjulegt fólk, þeir ætla að endurheimta lögreglustöðvar og opinberar byggingar úr höndum Rússa og aðskilnaðarsinna.

Gústaf Adolf Skúlason, 16.4.2014 kl. 03:15“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.4.2014 kl. 17:54

22 identicon

Nú og hvað "Predikarinn - Cacoethes scribendi" kemur hérna með Rússophob-íuna hans Gústafs Adolf Skúlasonar er hefur verið í því að loka á fólk með athugasemdir á blogginu sínu. Því að við eigum að trúa því að Rússar hafa gert einhverja innrás á Krímskaga, nú og svo eigum við að trúa því fólkið þarna á Krímskaga hafi síðan verðlaunað Rússum með því að vilja innlimast inn í Rússland og hvað eina. Ekki nóg með það heldur eigum við að trúa því að nágranahéruðin þarna önnur hafi dásamað þetta allt svo mikið að héruðin hafi núna einnig óskað eftir innlimun efir þessa svonefndu innrás á Krímskaga. Hjá Gústaf Adólf má örugglega ekki minnast á þetta fólk sé með rússneskt ætterni og/eða uppruna, hvað þá að þetta land hafi tilheyrt Rússlandi í yfir 200 ár fyrir tíma Nikita Khrushchevs karlsins, því að allt slíkt þjónar ekki tilgangi og fyrirlitningu Gústafs á öllum Rússum og Rússlandi, þar sem að Rússophob-íuna er komin til að vera.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.4.2014 kl. 23:23

23 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

En yfirmaður rússnesku sérsveitarinnar sem sagði óvart tign sína æi rússnesku sérsveitinn i þegar hann ásamt liði sínu hertók lögreglustöðina ? Og síðan annar yfirmaður sérsveita Pútíns sem borin voru kennsl á ?

Hvað með hleranir leyniþjónustu CIA, og annarra leyniþjónusta í heiminunm ásamt þeim í Úkraínu ?

Þetta viltu auðvitað ekki hlusta á Þorsteinn !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.4.2014 kl. 23:29

24 identicon

"Hvað með hleranir leyniþjónustu CIA, og annarra leyniþjónusta í heiminunm ásamt þeim í Úkraínu ?"

Já hvað með linka og/eða info þú???

Annað hérna er eitthvað handa þér um hleranir "Ukraine Crisis - What You're Not Being Told" https://www.youtube.com/watch?v=fWkfpGCAAuw

Hér er eitthvað handa þér um CIA í Úkraínu

Rachel Maddow Blasts the CIA Over Ukraine Blunder

US Criminal Government: US-ICBI-CIA-NGOs INCITE UKRAINE; Nuclear UPDATE

CIA Agent Captured In Ukraine Helping Ukranian Protesters

KIEV RIOTS - The Truth About The Ukraine Crisis. PAID to PROTEST & U.S. Funded REGI…

UKRAINE WAR: CIA Launches Pre-emptive Attack to Destabilize Russia

Who is Behind the Ukrainian Riots? - New World Next Week

BANKERS LOOTING UKRAINE; BLACKWATER, FBI, CIA, IN UKRAINE; UKRAINE CRISIS BE THE…

Europe will now think twice before following Washington's orders - Ex-CIA Officer

1of2 "REVOLUTIONS" (Ukraine, Occupy, Arab, Anonymous, etc.) MADE BY CIA for NWO!!!

EXPOSED: CIA Started Ukraine Riots for NWO WW III False Flag Op

Former CIA operations officer Clare Lopez on Ukraine, Russia, and Benghazi.

World News: MH370, Feinstein & CIA, Ukraine, Crimea, Obamacare and more

Who Is Provoking the Unrest in Ukraine? A Debate on Role of Russia, United States in Regi…

USA CIA Hands Off Venezuela and Ukraine

CIA - Orchestrated Protests Are Destabilizing Ukraine and Marring the Olympics

2014 WW3 Update: Ukraine gold stolen IPA CIA FBI on the ground !

Kiev: CIA Agent Captured Helping Ukrainian Rebels?

Nazi Coup 1.0, 2.0, 3.0-USA CIA/NSA vs Russia to the Ukraine

CIA caught red handed in Ukraine http://www.presstv.com/detail/2014/04/15/358650/cia-caught-red-handed-in-ukraine/

Washington drives the world to war http://www.presstv.com/detail/2014/04/15/358683/washington-drives-the-world-to-war/  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.4.2014 kl. 00:17

25 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þorsteinn, ég horfði á rúmlega helminginn af þættinum hennar Rachel Maddow. Hún er skynsemdarkona. Það sem hún segir styrkir ekki stöðu Rússa. Hún er bara að benda á að CIA hafi ekki staðið sig vel í starfi, þ.e.a.s. aðgerðir Rússa í Úkraínu komu þeim á óvart.

Wilhelm Emilsson, 17.4.2014 kl. 17:37

26 identicon

Þú ættir að athuga hvað þeir hjá prsstv segja:

CIA caught red handed in Ukraine http://www.presstv.com/detail/2014/04/15/358650/cia-caught-red-handed-in-ukraine/

Washington drives the world to war http://www.presstv.com/detail/2014/04/15/358683/washington-drives-the-world-to-war/

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 09:01

27 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sæll, Þorsteinn.

Ég las þessar tvær greinar. Mér fannst best þegar Jim W. Dean ruglaði saman sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Samönthu Power, with Samönthu Fox :) Krúttlegt að menn skuli enn muna eftir henni.

Í athugasemdakerfinu bendir lesandi honum á villuna og herra Dean útskýrir þetta sem elliglöp hjá sér. Svo talað hann um það að afkomendur Suðurríkjamanna vita hvernig það er að lifa með kúgun. Hann er semsagt enn ekki búinn að komast yfir það að Norðurríkin unnu Þrælastríðið. Suðurríkjamenn voru þessir með þrælana, þú manst.

PRESSTV er rekið af klerkastjórninni í Íran. Þú verður að afsaka að ég tek því sem kemur þaðan með smá varúð. En þetta var heillandi lesning. Ég neita því ekki og takk fyrir að benda mér á þessar greinar.

Wilhelm Emilsson, 20.4.2014 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband