Menn og ábyrgð

Það fylgir því ábyrgð að vera kristin manneskju," segir biskupinn. Það fylgir því fyrst og fremst ábyrgð að vera manneskja. Maður er maður fyrst, svo velur hann, eða lætur aðra velja fyrir sig, hverju hann trúir. Mannkynið hefur trúað mörgum goðsögum í gegnum tíðina og mun ekki hætta því í bráð. Þeir sem ekki trúa á yfirnáttúrulegar verur, trúa oft á menn eða kenningar sem lofa öllu fögru--og það kemur þeim oft í koll. Það er ástæða fyrir því að orðið „trúgirni" er ekki jákvætt orð.

En hvað um það, Bíblían er samgróin vestrænni menningu, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, og í henni er margt gagnlegt, eins og til dæmis þetta:

Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn,

hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn,

En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn.

Fyrra bréf Páls til Korintumanna (13:11)

 


mbl.is „Lífið er sterkara en dauðinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband