Að koma af fjöllum

Forsætisráðherra kallar umfjöllun sína „Hugrenningar á fjöllum”. Í fjallræðu sinni kennir hann eins og sá sem valdið hefur, enda hefur hann það, eins og er. Hann kemur af fjöllum um að fordómar finnist í Framsóknarflokknum, því starf flokksins byggir á „frjálslyndri hugmyndafræði” að hans sögn. Hann segir einnig:

Við viljum líka rökræða hluti og leyfa umræðu. Eðlileg niðurstaða er þá alltaf sú að allir séu fæddir jafnréttháir enda endurspeglast það í stefnu flokksins. Frá upphafi hefur Framsóknarflokkurinn verið í fararbroddi í eflingu almannahags og mannréttinda. Það er sama til hvaða hóps er litið, einkum ef litið er til þeirra sem hafa átt undir högg að sækja eða hafa þurft að berjast fyrir jöfnum réttindum, hvað eftir annað hefur Framsókn staðið fyrir úrbótum sem markað hafa tímamót.

Þessi orð virðast í samræmi við Gullnu regluna sem finna má í Fjallræðunni: „Alt, sem þér því viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þið og þeim gjöra".

Þýða orð forsætisráðherra að hann sé meðfylgjandi moskubyggingu, þrátt fyrir að hann gagnrýni þá sem gagnrýna Sveinbjörgu Birnu Sveinbjarnardóttur? Ég sé ekki betur en að svo sé. En kannski kemur hann af fjöllum um þennan skilning á orðum hans. 



mbl.is Með ólíkindum hvað menn leggjast lágt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband