Hin vígfreku sverð

Krossferð

Páfinn segir: „Það getur enginn talið sig hermann Guðs þegar hann skipuleggur og framkvæmir ofbeldisverk og kúgun!“ Hann er sennilega að vísa í Ríki íslams, en hann er nú varla búinn að gleyma því að krossferðirnar, sem voru í boði fyrirrennara hans, voru heilög stríð.

Og Bíblían er morandi af hermönnum Guðs, eins og flestir vita. Hér er, til dæmis, brot úr Jeremía:

 

 

 1Orðið sem Drottinn talaði um Babýlon, um land Kaldea, fyrir munn Jeremía spámanns.

 

 

 2Kunngjörið það meðal þjóðanna, boðið það og setjið upp merki! Boðið það, dyljið það ekki! Segið: "Babýlon er unnin! Bel er orðin til skammar! Mardúk niður brotinn! Líkneskin eru orðin til skammar, skurðgoðin niður brotin!"

 

 

 3Þjóð kemur á móti henni úr norðurátt, hún gjörir land hennar að auðn, svo að enginn maður býr þar framar, bæði menn og skepnur flýja, fara burt.

 

 

 4Á þeim dögum og á þeim tíma--segir Drottinn--munu Ísraelsmenn koma, ásamt Júdamönnum. Grátandi munu þeir ganga og leita Drottins, Guðs síns.

 

 

 5Þeir spyrja eftir Síon, þangað stefna þeir. Þeir koma og ganga Drottni á hönd með eilífum sáttmála, sem ekki mun gleymast.

 

 

 6Þjóð mín var sem týndir sauðir, hirðar þeirra leiddu þá afvega, tældu þá upp í fjöll, þeir reikuðu af hálsi á hæð, gleymdu bóli sínu. 7Allir, sem hittu þá, átu þá, og mótstöðumenn þeirra sögðu: "Vér bökum oss enga sekt, vegna þess að þeir syndguðu gegn Drottni, haglendi réttlætisins og von feðra þeirra, Drottni."

 

 

 8Flýið burt úr Babýlon og farið burt úr landi Kaldea og verið sem hafrar á undan hjörðinni.

 

 

 9Sjá, ég læt upp rísa safn mikilla þjóða frá norðlægum löndum, er fer á móti Babýlon. Þær munu skipa sér móti henni. Þaðan mun hún unnin verða. Örvar þeirra eru eins og giftusöm hetja, er ekki hverfur aftur við svo búið.

 

 

 10Kaldea skal verða að herfangi, allir, sem hana ræna, fá nægju sína--segir Drottinn.

 

 

 11Gleðjist, já fagnið, þér ránsmenn eignar minnar, já stökkvið eins og þreskjandi kvíga og hvíið eins og stóðhestar.

 

 

12Móðir yðar verður mjög til skammar, hún, sem ól yður, má fyrirverða sig. Sjá, hún er hin síðasta meðal þjóðanna, eyðimörk, þurrt land, heiði!

 

 

13Vegna reiði Drottins mun hún verða óbyggð og verða algjörlega að auðn. Hvern, sem fer fram hjá Babýlon, mun hrylla við, og hann mun hæðast að öllum áföllunum, sem hún hefir orðið fyrir.

 

 

14Skipið yður niður kringum Babýlon, allir þér bogmenn! Skjótið á hana, sparið ekki örvarnar, því að gegn Drottni hefir hún syndgað. 15Ljóstið upp ópi hringinn í kringum hana: Hún hefir gefist upp, stoðir hennar eru fallnar, múrar hennar niður rifnir, það er hefnd Drottins.

 

 

Hefnið yðar á henni. Gjörið við hana eins og hún hefir til gjört. 16Afmáið í Babýlon sáðmanninn og þann, er sigðina ber um uppskerutímann. Fyrir hinu vígfreka sverði munu þeir hver og einn hverfa til sinnar þjóðar og flýja hver og einn til síns lands.

 

 

(Jeremía 50: 1-16)

 

 

Babýlon var í Írak og þetta hljómar nú pínkulítið eins og það sem er að gerast í Írak og Sýrlandi núna, nema hvað núna er hið „vígfreka sverð” íslamskt. Morðin er eftir sem áður „Drottni til dýrðar".

En auðvitað er enginn drottinn. Guð, eða Allah, sem margir vilja meina að sé sama fyrirbærið, skapaði ekki manninn. Maðurinn skapaði guð og ber ábyrgð á því sem hann gerir, hvort sem maðurinn gerir það í nafni Guðs, Allah, Óðins, Seifs, kommúnisma, nasisma, lýðræðis, eða einhvers annars.

Sverð

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Páfinn segir öfgamenn misnota trú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Trúarbrögð og hræsni eru systkin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.9.2014 kl. 06:01

2 identicon

Sæll Vilhjálmur.

Kannski páfi hafi haft kveðjuræðu Douglas Mac Arthur í huga
og tilvísun hans í vinsælan slagara í herbúðunum:
"Old soldiers never die; they just fade away."

Húsari. (IP-tala skráð) 22.9.2014 kl. 06:08

3 identicon

Sæll aftur!

Afsakaðu fljótfærnina , Wilhelm Emilsson.

Jafnvel páfi, og þá ekki ég, hefur ekki nokkurt leyfi til
að hrófla við þínu rétta nafni sem skráð er að bestu manna yfirsýn
logagylltu letri í lífsins bók(!)

Afsakaðu enn og aftur, 

Húsari. (IP-tala skráð) 22.9.2014 kl. 06:17

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, Axel og Húsari.

Wilhelm Emilsson, 22.9.2014 kl. 06:21

5 Smámynd: Mofi

Þú hefðir gott af því að kynna þér aðeins krossferðirnar: https://www.youtube.com/watch?v=C2ee4WzxV4c

Nema þú gerir engan greinarmun á milli þess að verja sig og þess að ráðast á, eitthvað sem mig grunar að þú gerir ekki. 

Mofi, 22.9.2014 kl. 08:33

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ekkert mál, Húsari!

Wilhelm Emilsson, 22.9.2014 kl. 08:33

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ah, Mofi. Long time no see :) Takk fyrir að líta við.

Wilhelm Emilsson, 22.9.2014 kl. 08:34

8 Smámynd: Mofi

Alltaf gaman :)

Mofi, 22.9.2014 kl. 08:44

9 identicon

Mofi er alveg jafn blindur á ógeðið innan hans trúar og aðrir.. hann er blindur á ógeðisverkum galdrakarlsins síns.. Guddi má drepa, guddi má þetta.
Ef við förum í gegnum söguna þá má segja að kristni hafi verið blóðugustu trúarbrögðin, eða hér um bil

DoctorE (IP-tala skráð) 22.9.2014 kl. 12:59

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

... synd að segja annað enn að DoctorE er enn í bana stuði að tala um Guð. Þekki engan sem talar svo mikið um Guð eins og hann. Stundum er trúarþörfin svo sterk í fólki að það fær "antipat" á öllum trúarbrögðum ... eins og DoctorE ... ;)

Óskar Arnórsson, 22.9.2014 kl. 13:41

11 identicon

Sé að DoctorE og Wilhelm hafa ekkert lært um kristni í öll þessi ár. Á sama tíma stunda múslimar fjöldamorð og ofbeldi á grand scale eins og þeir hafa alltaf gert, enda í fullkomnu samræmi við boðskap og líf Múhameðs. Hvers vegna blöskrar þessum kauðum ekki það? Willi, krossferðirnar voru farnar til að binda enda á ofbeldi múslima gagnvart öðru fólki í Landinu helga á þeim tíma, nákvæmlega eins og krossferðir nútímans eru farnar til að binda enda á ofbeldi og kúgun múslima á öðru fólki og sjálfum sér. Hvers vegna er svona erfitt að sjá þetta?

Brynjar (IP-tala skráð) 22.9.2014 kl. 14:02

12 identicon

Uss, er eiginlega hættur þessu; Það er bara þegar menn eins og Mofi ganga fram af manni með trúarsteypunni og hræsninni.

Mar er náttlega með "antipat" á trúarbrögðum, þau eru jú sprottin upp úr heimsku,fáfræði og keyrast áfram af græðgi; þetta er svona yfirnáttúruleg útrás með Nígeríusvindls-ívafi; eitthvað sem mofi og co kolfalla fyrir og ákalla hin fölsku eftir-dauða-auðæfi með glópabulli.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.9.2014 kl. 14:04

13 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdirnar, DoctorE, Óskar, og Brynjar.

Ég vil ekki tala fyrir munn DoctorsE, en ég skil ekki alveg hvernig Brynjar fær það út að mér blöskri ekki ofbeldisverk sem múslimar fremja.

Wilhelm Emilsson, 22.9.2014 kl. 18:22

14 identicon

The "eternal jew" youtube

Benni (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 23:44

15 identicon

Zioncrimefactory.com

Benni (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 23:46

16 identicon

Henry ford "the international jew"

Benni (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 23:51

17 identicon

Hér er ruglukollurinn Mofi.. úps, ég meina Pat Robertson að tala um ofbeldið í kóran vs biblíu
https://www.youtube.com/watch?v=msgyTuQSzvY

 Auðvitað styð ég ekki ofbeldi að neinu tagi, þar með talið trúarbrögð, þau eru jú ekkert annað en ofbeldi

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2014 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband