Dauðinn í Kreml

Í frétt í Guardian kemur fram að fyrr í mánuðinum hafði Boris Nemtsov sagt að hann óttaðist að Pútin myndi reyna að láta drepa sig. Eftir morðið sagði aðstoðarmaður Pútins að Pútin myndi persónulega hafa umsjón með því að rannsaka málið. Gamli KGB-liðinn er maður með reynslu.

Ég var að enda við að vitna í Stalín: „Dauðinn er lausn á öllum vandamálum. Enginn maður, ekkert vandamál." Þess má geta að langafi Pútins var matreiðslumaður Stalíns. Pútin hefur sagt: „Langafi var fremur þögull um fortíð sína." Langafi Pútin hefur þó sagt að hann mundi eftir því að færa Raspútin mat. Hann matreiddi einnig fyrir Lenin. Í bók sinni Stalin: In the Court of the Red Tsar skrifar Simon Sebeg Montefiore að langafi Pútins sé „heimsögulegasti kokkur Rússlands, því hann þjónaði Lenin, Stalín og Brjálaða munknum."

Pútin

 


mbl.is Boris Nemtsov skotinn til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ingólfsson

Jæja litli Hitler er kominn og þessi á eftir að koma öllu í bál og brand þar sem að afneitun hans og kúgun á sínum þegnum sérstaklega í norðanverðu gamla (USSR) nýja spillingarbælinu þar sem að fólk hefur varla í sig eða á og biður um aðstoð þá er það ekki hægt því gróðapúngarnir og leyniherinn halda niðri fólkinu og það óttast afleiðingar þess að landið hrynji niður eins og hefur gerst í heiminum en forsetinn hefur lofað gulli og grænum skógum sem eru löngu farnir að visna því sumsstaðar í Rússlandi er ekki byggilegt út af einhverjum tilraunum og því miður er litli Hitler búinn að skíta upp á bak með einræðistilburðum sínum og afneitum samanber kollegi hans frá seinni heimstyrjöldinni Hitler. Og blessað fólkið í Rússlandi þarf að líða fyrir samskonar gerræði og Hitler kom á sem kollvarpaði Þýskalandi. Vonandi verður einhver til þess að koma þessum manni frá áður en að næsta styrjöld verður því sú styrjöld verður hroðaleg!

Örn Ingólfsson, 28.2.2015 kl. 05:13

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þessi Pútan Kremlarbóndi kann ljóslega til verka þá stöðva skal fjör.

Hrólfur Þ Hraundal, 28.2.2015 kl. 13:35

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, Örn og Hrólfur.

Wilhelm Emilsson, 1.3.2015 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband