Regluverk

Ingibjörg Sólrún segir:

Það er ekk­ert at­huga­vert við það að bjóða sig fram gegn sitj­andi for­manni en Sam­fylk­ing­in hef­ur mótað sér ákveðnar regl­ur um hvernig for­manns­kjör eigi að fara fram og það er mjög mik­il­vægt að þær regl­ur séu virt­ar en ekki reynt að nýta glufu í reglu­verk­inu til að steypa sitj­andi for­manni.

Er „glufa" í regluverkinu, eða er Ingibjörg Sólrún bara ósátt við að einhver bauð sig fram geng sitjandi formanni? Hún getur ekki sýnt fram á að framboðið hafa verið á skjön við núverandi reglur flokksins. Kosningin er annað hvort lögleg eða ólögleg. Enginn hefur sýnt fram að að hún sé ólöglegt.

Til að fá á hreint hvort flokksmenn eru sáttir við núverandi fyrirkomulega væri best að kjósa um það í almennri kosningu. Eru flokksmenn sáttir við að hægt sé að bjóða sig fram gegn formanni á aðalfundi eða ekki? Ef flokkurinn getur ekki haft svona grunnatriði á hreinu er hann ólíklegur til að njóta trausts kjósenda.


mbl.is Framboðið var misráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smmála

Þó þetta virðist sem "glufa" þá er mikil óvirðing við fulltrúa á flokksfundinum að tala um þá einsog einhverja sem hægt er að smala til atkvæðis.Hvernig er þá litið á sauðsvartan almúgan?

Þetta eru fulltrúar Samfylkingarfélaga og það á að bera virðingu fyrir þeirra skoðunum.

Pólitík er fyrst og fremst valdbarátta og maður getur bara vonaða að þeir bestu fljóti ofaná en það er einsog það sem sturtað er niður í klósettinum sumt flýtur upp þó það ætti að hverfa

Grímur (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 12:55

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, Grímur.

Wilhelm Emilsson, 25.3.2015 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband