Endurkoma Gula skuggans

Rosalega hafði maður gaman af Bob Moran bókunum í gamla daga. Guli skugginn lifir á Wikipedíu. Einhver hefur verið svo vinsamlegur að slá inn upplýsingar um Bob Moran bækurnar þar. Lýsingarnar aftan á bókarkápunum voru alltaf æsispennandi og bjuggu yfir symbólískri dulúð:

Guli skugginn var dauður. Já, svo sannarlega. En hvað þá? Hinn geigvænlegi herra Ming (Guli skugginn) og illþýði hans er enn á ný kominn á kreik. Guli skugginn á í fórum sínum margt, sem kemur okkur á óvart. Eftir að honum hefur heppnast að endurfæða sjálfan sig vegna hinnar miklu vísindaþekkingar sinnar, þá stendur hann andspænis þeirri óþægilegu staðreynd að sjá sjálfan sig í mörgum útgáfum. Og Bob Moran á fullt í fangi að gera sér grein fyrir þessum ósköpum, ótal margföldunum af herra Ming og öllum jafngeigvænlegum.

Heimurinn er fullur af Gulum skuggum.

Guli skugginn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband