Vesen

Trump strax búinn að koma sér í vandræði. Ef fundurinn hefði verið árangurslaus hvernig ætlar hann að láta Mexikó borga fyrir múrinn sinn? En svona hasar er náttúrulega hans líf og yndi, en kannski ekki beint það sem Bandaríkin þurfa einmitt núna. En veran er vesen 


mbl.is Fundurinn hefði verið „árangurslaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vörugjöld á innflutning frá Mexikó og svo dettur mér helst í hug að sleppa að láta Mexíkana fá svokallaðan Foreign Aid þangað til að kostnaði við múregginn hefur verið náð.

Það eru allskonar leiðir að kremja peningana frá mexikönum, ef viljinn er fyrir hendi.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 26.1.2017 kl. 23:00

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það yrði annað en Trump lofaði, ekki satt?

Wilhelm Emilsson, 26.1.2017 kl. 23:38

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nei endalokin eru þau sömu og Trump er búinn að tala um í 1 1/2 ár. Ég held að þú hafir skilið þetta ekki alveg á réttan hatt, Trump bjóst aldrei við því Mexikó mundi skrifa ávísun. "Mexico will pay for the wall one way ör the other."

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 27.1.2017 kl. 03:38

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Eins og málin standa núna þurfa bandarískir skattgreiðendur að greiða fyrir múrinn. Trump talaði aldrei um það. Hann sagði að Mexikó myndi borga--það er ekkert að misskilja þar, en Mexikó svaraði, "Við borgum ekki."

Ef vörugjöld verða settir á mexíkóskar vörur, þýðir það ekki að vörurnar hækka, þannig að bandaríkjamenn borga fyrir múrinn? En þú getur kannski skýrt þetta út fyrir mér. Mig langar bara að skilja hvernig þetta virkar.

Trump hefur talað um að setja skatt á peninga sem mexíkóar í Bandaríkjunum senda til Mexíkó. Er það sanngjarnt að fólk sem sendir peninga til Mexikó borgi auka skatt en ekki fólk sem sendir peninga til annarra landa? Og hvað ef þetta fólk er með bandarískan ríkisborgararétt? Þýðir það að Mexikó borgar?

Wilhelm Emilsson, 27.1.2017 kl. 21:48

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góð hugmynd að setja skatt á allar peningasendingar til og frá Mexikó ef að sá sem semdir peningana er Mexíkani, braðsnjallt. Mér finst það ekki bara sanngjarnt heldur ætti það að vera sjálfsagt. Sérstaklega peningar sem eru sendir frá USA til Mexikó af því að þetta eru peningar sem mexikanarnir hafa ekki greitt neina tekjuskatta af.

En einfaldast er auðvitað að stöðva alla efnahagsaðstoð til Mexikó og láta peninginn í múrverkið hans Trump. Í það minsta þá fer peningurinn ekki í dóp sem er flutt frá Mexikó til USA.

En það verður gaman að sjá hvernig þetta gengur upp, það má nú ekki mikið út af vera í volæðinu í Mexikó og allt fer fjandans til. 

En svona þér að segja Villi minn, þá væri ég ekkert á móti því að skattpeningarnir mínir færu í múrverkið hans Trump.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 27.1.2017 kl. 23:48

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hvernig veistu að enginn tekjuskattur hefur verið greiddur af peningasendingum Mexikana? Segjum sem svo að hluti af þeim peningum sem þeir vinna sér inn séu fyrir svarta vinnu, sem ég held að það sem það sem þú átt við, þá á það varla við um alla peninga sem sendir eru til Mexíkó frá Bandaríkjunum. Bandarískt skattayfirvöld þurfa að taka á svartri vinnu, ef það er vandamál sem þú hefur áhyggjur af.

Og þú getur ekki gefið þér það að efnahagsaðstoð til Mexíkó fari öll í dóp.

En það er gott að fá þína sýn á þessi mál. Fyrst þú ert sáttur við að borga fyrir múrinn, ef Mexíkanar borga ekki, þá er þetta win-win fyrir þig.

En þú verður að vona að hinn hörundsári Trump reiðist ekki Íslendingum og refsi Íslendingum sem búa í Bandaríkjunum. 

Wilhelm Emilsson, 30.1.2017 kl. 03:19

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þú þarft að hafa svokallað Social Security númer til að geta greitt skatta í USA.

Til að fá Social Security þá þarf manneskjan að vera lögleg í USA og vera með atvinnuleyfi.

Það kom stór snjöll hugmynd um hvar er hægt að fá peninga fyrir múrverkið hans Trump's, nota peninga þeirra sem eru að flytja inn dóp til USA frá Mexikó.

Það eru allskonar aðferðir að koma því til leiðar að láta Mexíkana borga múrverkið hans Trump.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 31.1.2017 kl. 03:32

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég kannast við þetta varðandi Social Security númerið. Er það ekki rétt að vinnuveitandi í Banadríkjunum þarf að fá social security number starfsmanns til að greiða honum laun? Eftir því sem ég hef lesið mér til um sýna ólöglegir innflytjendur vinnuveitanda oft fölsuð eða stolin social security kort, til þess að geta fengið finnu. En það þýðir að þeir greiða skatta.

En margir ólöglegir innflytjendur fá greitt í peningum og fylla ekki út nein gögn. En það er glæpur og það er nokkuð sem yfirvöld þurfa kannski að takast á við. Trump gæti tekið á þessum málum, ef hann kærir sig um.

Wilhelm Emilsson, 31.1.2017 kl. 05:36

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nei það er ekki alveg rétt hjá þér, en næstum því.

Það er málið Wilhelm að það eru ólöglegir innflytjendur sem að eru notaðir og fá lélegt kaup sem að dregur niður kaup hins almenna launþega.

Af hverju eru atvinnurekendur að ráða ólöglega innflytjendur, jú af því að launin eru mikið lægri og önnur gjöld sem að atvinnurekandi þarf að greiða fyrir launþega sem er með atvinnuleyfi í USA, eru ekki greidd.

Það hefur verið vandamál mjög lengi að atvinnurekendur eru að brjóta lögin, en þegar það hefur verið gert eitthvað í þeim vanda, þá fara atvinnumótmælendur af stað.

Einfallt mál, ef að atvinnurekandi er gripin með ólöglega launþega, þá á atvinnurekandinn að fá $10,000 sekt fyrir hvern ólöglegan launþega.

Ef að sami atvinnurekandi er gripin aftur við sama athæfi, þá á að sekta atvinnurekandan $20,000 fyrir hvern ólöglegan launþega.

Ef atvinnurekandinn er gripin aftur þá á sektin að verða $40,000 fyrir hvern ólöglegan launþega.

Það er auðséð að atvinnurekandi færi að sjá að sér og komast að þeirri niðurstöðu að það væri mikið ódýrara að hafa launþega með atvinnuréttindi, nema að atvinnurekandinn sé naut heimskur.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 31.1.2017 kl. 06:15

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, Jóhann. Hvað er ekki alveg rétt hjá mér? Að vinnuveitandi þurfi ekki social security númer til að greiða laun?

Já, ég held að margir séu sammála því að innflytjendur eru notaðir. 

Í Bandaríkjunum eru nú þegar sektir fyrir að ráða fólk sem er ekki með pappírana í lagi. Hvort eftirlitið er nægilega gott, er svo annað mál. 

Wilhelm Emilsson, 5.2.2017 kl. 09:24

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef að sá sem er að vinna fyrir atvinnurekanda er verktaki, þá er það ekki nauðsynlegt fyrir atvinnurekandan að fá skatta númer fyrir fyrirtæki og fyrir einstakling social Security númer.

Ef að atvinnurekandi greiðir ekki meira en $600 fyrir verkið, þá þarf atvinnurekandi ekki að fá skatta númer fyrir fyrirtæki eða social Security númer fyrir einstakling.

það er rétt að fara eftir lögum um ólöglegan starfsmann og þar hefur sitjandi forseti algjört ákvörðunarvald, hvort að það verði farið í að sekta atvinnurekendur fyrir að brjota lög. Það má segja að þessu sé næstum því ekki framfylgt og þess vegna eru innflytjendamál USA eins og þau eru total mess.

Bara ef að lögum um að ráða ólöglegan vinnukraft væri fylgt eftir, þá færu ólöglegir  innflytjendur til síns heima, ef þeir fá ekki vinnu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.2.2017 kl. 15:23

12 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég skil, það eru semsagt undantekningar fyrir smá verk: 600 dollarar er ekki mikill peningur. Miðast þetta við eitt ár?

Það er greinilega hvati í hagkerfinu að ráða ólöglegan vinnukraft. Ef reglum er ekki framfylgt og eftirlit lélegt, eins og fréttir sína, þá er það auðvitað ekki í lagi.

Wilhelm Emilsson, 5.2.2017 kl. 20:57

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er $600 á ári, en ef að maðurinn er með $2 á tíman, þá getur hann gert töluvert stórt verk.

Það er málið, ef það væri farið eftir lögum sem eru í gildi, þá væri ekkert innflytjendavandamál eða ólöglegir innflytjendur hér í USA. En raunin er nú önnur og þar af,leiðandi er þetta eins og það er BIG MESS.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.2.2017 kl. 22:06

14 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég skil. Líkt og þú finnst mér að ef ríki er með reglur þurfi að framfylgja þeim. Ef í ljós kemur að reglurnar eru ekki ekki góðar þá má endurbæta þær, en að hafa reglur en framfylgja þeim ekki er uppskrift að vandræðum.

Ég sé ekki betur en að þú hafir komið með lausnina á innflytjendavandanum frá Mexikó. Framfylgja reglunum og þá þarf ekki að byggja neinn múr. 

Wilhelm Emilsson, 6.2.2017 kl. 05:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband