Tími til kominn

Það er tími til kominn að kona eigi raunhæfan möguleika á því að verða forseti Bandaríkjanna. En mestu máli skiptir þó að Hillary Clinton hefur mikla reynslu og er skynsemdarmanneskja. Demókrata sárvantar góðan leiðtoga. Barack Obama lýsti því yfir nýlega að hann myndi sendi hermenn inn í Pakistan og Afganistan jafnvel þótt að stjórnir viðkomandi landa samþykktu það ekki. Þarna er hann greinilega að sýna löndum sínum að hann láti ekki hryðjuverkamenn valta yfir sig, en fellur í sömu gryfju og Repúblikanar. Þeir fordæma yfirgang og ofbeldi, en telja sig hafa fullan rétt til að beita því ef það hentar þeim. Þetta er vandræðaleg og háskaleg rökleysa sem Ameríkumenn virðast eiga ótrúlega erfitt með að skilja að setur þá á sama bás og öfgaöflin sem þeir eru að berjast við. 
mbl.is Hillary Clinton styrkir stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Víst væri gaman að sjá frú Hillary Rodham Clinton í hlutverki forseta ganga um garða Hvíta Hússins. William Jefferson Clinton yrði þá sem maki forsetans að haga sér vel. Verði hann í vandræðum með lúkurnar, væri ráð að láta hann teyma gæludýr embættisins. Ég tel, að Bandaríkjamenn þurfi ekki á frekari þjónustu Rudys Guialinis að halda, en hann er talinn bera mesta ábyrgð á dauða margra slökkviliðsmanna 11.sept. 2001 vegna alvarlegs sambandseysis milli lögreglu og slökkviliðs New York borgar. Ég vona bara, að vinir okkar. Bandaríkjamenn, gefi Repúblikönum sem lengst frí í kosningunum að ári.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 7.8.2007 kl. 19:23

2 identicon

Svakalega væri það gott ef kynsystir mín yrði forseti og henti þessum valdhrokaðasta kallpung úr embætti (Bush), það yrði mikill fögnuður hja´minni.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 10:23

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innlitið, Kristján, Björgvin og Magga!

Wilhelm Emilsson, 8.8.2007 kl. 19:27

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Wilhelm, ég er búin að stofna Facebook síðu fyrir Íslendinga í Vancouver: http://www.facebook.com/group.php?gid=4158744330&ref=mf  Ég er reyndar ein þarna eins og er því ég bjó þetta til bara fyrir tíu mínútum. En vonandi koma fleiri inn þegar þeir finna síðuna. Ég er að auglýsa.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.8.2007 kl. 23:03

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk!

Wilhelm Emilsson, 15.8.2007 kl. 23:12

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

hmmmm

Einar Bragi Bragason., 16.8.2007 kl. 13:57

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hæ, Einar Bragi! Hmmm? Þú mátt alveg mótmæla því sem ég skrifaði  Vertu ekkert feiminn við það. Hér ríkir fullkomið málfrelsi.

Wilhelm Emilsson, 17.8.2007 kl. 19:05

8 identicon

Skarplega athugað, Wilhelm.  Þetta er beinlínis háskalegt!  Þetta endar örugglega með því að þeir drepa einhvern!

rvg (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 17:23

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Haha, Róbert! 

Þetta minnir mig á viðvörun á DVD diski sem ég horfði á um daginn.

PARENTS´GUIDE

Violence/Scariness: people are shot and killed, often with bloody results

Wilhelm Emilsson, 20.8.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband