Framhaldssagan: Fimmti kapítuli

   

5

Hökki kom til dyra. Hann var í svörtum kínverskum silkislopp, vönduðum leðurinniskóm og reykti sígarettu með gylltum fílter. Hann leit beint framan í Sveinka og sagði: "Hvað get ég gert fyrir yður?"

            "Sæll, Hökki. Þekkirðu mig ekki? Þetta er Sveinki."

            "Ah, Sveinki. Þú hefur bætt aðeins á þig. Við höfum ekki sést síðan . . ."

            ". . . síðan við vorum nítján."

            "Og meðlimir í Prestaklíkunni. Og núna ert þú rannsóknarlögreglumaður. Kaldhæðnislegt, ekki satt? Þú varst efni í stórglæpamann. Hvað fór úrskeiðis?"

            "Æi, blessaður vertu ekki með þessa stæla. Hver heldurðu að þú sért? Oscar Wilde? Mér þykir leitt að tilkynna þér að svo er ekki. Þú ert bara venjulegt íslenskt skítseiði, alveg eins og öll hin skítseiðin í þessari borg."

            Bros færðist yfir andlitið á Hökka. Hann sagði: "Já, þetta er kannski rétt hjá þér. Ég er auðvitað eins og hvert annað skítseiði í hópnum, enginn stjórnmálagúrú með markmið eða völd. Ég á enga lausn. Kannski kirkjan á staðnum. Ég er aðeins bölsýnismaður á kjarnorkuöld."

            "Þú vilt vera í friði. Þú vilt ekki vakna," sönglaði Sveinki og glotti við tönn.

            "Við strákarnir tókum pillur til að stytta daginn. Slátruðum viskíflösku þegar fyrstu neonljósin voru tendruð . . . Ðós ver ðe deis, mæ frend. Ví þod ðeid never end. En tímarnir breytast, Sveinki. Erum við útrunnir skiptimiðar?"

            "Ég veit það ekki? Hvað heldur þú?"

            "Ég veit það ekki heldur. Komdu inn fyrir. Við þurfum að fá okkur í glas. Segðu keðjuhundunum í garðinum að þeir geti tekið sér pásu. Ég fer ekki að flýja frá þér, Sveinki. Ég renn ekki af hólmi. Hvert ætti ég svosem að fara? Á Íslandi getur enginn flúið. Við erum öll fangar. Fangar í borg óttans."

            "Þú hugsar of mikið, Hökki. Það var alltaf þitt vandamál."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Sveinki og Hökki eru einhvern vegin mikið háfleygari en ég og mínir gömlu bekkjarfélagar þegar við hittumst. En það er kannski þess vegna sem það hefur enginn skrifað sögu um mig og mína fortíð.  Blikka

Bíð spennt eftir framhaldinu hjá þeim félögum!

Björg Árnadóttir, 18.9.2007 kl. 13:37

2 Smámynd: Garðar Baldvinsson

Sæll Wilhelm. Ég er sammála Björgu um að þeir eru háfleygari en við hin. En sagan er bráðskemmtileg og lofar góðu. Og til hamingju með ðe væld ammæli. Garðar

Garðar Baldvinsson, 19.9.2007 kl. 10:44

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hæ, Björg og Garðar.

Hehe. Góða skemmtun!

Kveðja,

Wilhelm

Wilhelm Emilsson, 19.9.2007 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband