Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Kardashian og almættið

Skiljanlegt, en samt alltaf svolítið skrýtið, þegar fólk þakkar Guði fyrir að bjarga sér. Hvað með þá sem deyja í hörmulegum slysum? Vakir Guð ekki yfir þeim?


mbl.is Kim Kardashian slapp ómeidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jihad fyrir byrjendur

Sumu fólki er einfaldlega ekki viðbjargandi, því miður.

ISIS


mbl.is Grátbiðja stúlkurnar að snúa heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjustu fréttir

Þetta fór fram í Tórontó, Kanada. Þetta er framlag mitt til rannsóknarblaðamennsku laughing

all-the-presidents-men

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimild: http://metronews.ca/news/toronto/1286869/canadian-creator-of-muslim-hug-video-calls-positive-reaction-enlightening/

 

 


mbl.is Boðið að knúsa "hryðjuverkamann"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tínkí-vínkí

Það er við hæfi að Tínkí-vínkí vinki. En Verslónemandann, sem brá sér í gervi hans, vantar rauðu handtöskuna. Samkvæmt sjónvarpspredikaranum Jerry Falwell heitnum eru Stubbarnir reyndar stórhættulegir og sérstaklega Tínkí-vínkí. Falwell skrifaði fræga grein, þar sem hann sagði meðal annars um Tínkí-vínkí: „Hann er fjólublár--sem er gay pride liturinn. Loftnetið á hausnum á honum er þríhyrningur--sem er gay pride táknið." Að mati Falwells voru Stubbarnir hluti af samsæri til að rústa siðferði barna.

Jerry Falwell var einn af stofnendum samtaka sem kölluðu sig Siðferðislega meirhlutann (Moral Majority) og þessi samtök höfðu gríðarleg áhrif á stjórnmál í Bandaríkjunum. Sumir bentu á að Siðferislegi meirihlutinn væri hvorugt.

Tínkí-vínkí

 

 


mbl.is Stubbur gekk til góðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfnuðu Íslendingar aðhaldi?

Hér er tilkynning af vef Forsætisráðuneytisins frá 19. júní 2009. Fyrirsögnin er „Ríkisstjórn boðar aðhald og sparnaði í ríkisfjármálum":

Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir í ríkisfjármálum fyrir þetta ár og það næsta. Draga á úr fyrirsjáanlegum hallarekstri um 86 milljarða, að stærstum hluta með niðurskurði útgjalda. Jafnvægi í ríkisfjármálum á að nást á næstu fjórum árum og því er stefnt er að afgangi á fjárlögum árið 2013 til samræmis við efnahagsátætlun íslenskra stjórnvalda og AGS. Sparnaður og aðhald eru lykilorð þessara aðgerða sem boðaðar eru en um leið verður staðinn vörður um störf og ekki verður hróflað við launum sem eru lægri en 400.000 krónur á mánuði.

Þetta rímar ekki alveg við það sem Forsetinn á að hafa sagt.

Ólafur Ragnar


mbl.is „Íslendingar höfnuðu aðhaldi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjallgöngur

Ég hef gengið á Esjuna og það var alveg nóg fyrir mig. Það næsta sem ég kemst Everest er að endurlesa Tinna í Tíbet.

Tinni

 


mbl.is Breytt leið á Everest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að leita Guðs

Jóna Hrönn Bolladóttir vitnar í 12 spora kerfið:

Við leituðumst við með bæn og hugleiðslu að styrkja vitundarsamband okkar við Guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum um það eitt að vita vilja hans og hafa mátt til að framkvæma hann.

Jón Gnarr leitaði Guðs en fann hann ekki. Er málið nokkuð flóknara en það? 

Þeir sem hætta alveg að drekka eða dópa, þurfa annað deyfilyf til að díla við veruleikann. Það er erfitt að vera alltaf edrú. Sumir telja sig finna Guð og ef það hjálpar þeim, þá er það hið besta mál. En sumir finna einfaldlega ekki Guð, sama hvernig þeir leita eða skilgreina hann. Þetta er auðvitað veikleiki í 12 spora kerfinu.

Lemmy

 

 


mbl.is Prestar fara á límingum yfir Jóni Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samningur eða katastrófa

Grikkir hafa til 28. febrúar að semja. Ég leyfi mér að spá því að þeir muni gera það. Þeir hafa engu að tapa að reyna að ná sem bestum díl þangað til. Í versta falli taka þeir þeim díl sem þeim verður boðinn. Hinn möguleikinn er alger katastrófa fyrir þá.

varoufakis & schaeuble  


mbl.is Brýnast að greiða félagslegu skuldina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppfært

Samkvæmt nýjustu fréttum hefur danska lögreglan skotið til bana mann sem grunaður er um hryðjuverk.

http://www.msn.com/en-ca/news/other/copenhagen-police-kill-terror-suspect/ar-AA9qzk7?ocid=mailsignoutmd


mbl.is Skothríð við bænahús í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brimkló, "Ég las það í Samúel"

Brimkló, hinir íslensku Eagles wink
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband