Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015

Uppskrift

Óstaðfestar fregnir herma að skipuleggjendur ráðstefnunnar leiti nú logandi ljósi að uppskrift að perutertu. Hana má finna hér http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/mynd-dagsins-allt-um-kokuna-sem-freistadi-forsaetisradherra-i-dag---uppskrift?pressandate=20131222

Ég segi bara fyrir mig að ég skil Sigmund Davíð mjög vel að hafa gengið úr þingsal til að fá sér sneið af perutertu. Í alvöru, ef valið stæði á milli þess að hlusta á röflið í stjórnarandstöðunni og perutertu myndi ég velja pertutertuna. Svo er hún líka hluti af íslenska kúrnum.

SGD og peruterta

 


mbl.is Sigmundur heldur til Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fastir liðir eins og venjulega

Hreinsanir í nasista- og kommúnistaflokkum eru bara fastir liðir eins og venjulega. Þessar fjölskyldudeilur Le Pen pakksins væru hlægilegar, ef flokkurinn væri ekki svona vinsæll. 


mbl.is Kallaði Helförina smáatriði í sögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1. maí

Borg óttans

Safnast saman við Alþingishúsið kl. 12.30.

Kröfuganga leggur af stað út í óvissuna kl. 13.00. Lúðrasveit sófakomma leikur á göngunni.

Útifundur á Bessastöðum. ÓRG blessar lýðinn, breytir vatni í vín og gengur á vatninu.

Marx og Engels ganga aftur.

Lenín töframaður.

Stalín og Lilli api ásamt gítarleikara.

Kaffi og kleinur á Café Paris.

 


mbl.is Allar upplýsingar um 1. maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engir fordómar

Það eru að sjálfsögðu enginn „stofnanavæddur aðskilnaður" eða fordómar í trúarbrögðum. Spyrjið bara Snorra í Betel eða Salmann Tamimi, sem einhverra hluta vegna treystir ekki trúbræðrum sínum í Menningarsetri múslima á Íslandi.

 


mbl.is Moska í íslenska skálanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk er alltaf eitt

Það skiptir ekki máli hvar við erum. Við erum alltaf ein. Það er það eina sem sameinar okkur.


mbl.is Kom aldrei heim úr stríðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband