Rokk ljóðskáld--"The toppermost of the poppermost"

Lou Reed

Megnið af dægurlagatextum er hnoð, en góðir rokktextar eru list. Lou Reed, sem lést í dag, var eitt fremsta rokkljóðskáld Bandaríkjanna. Að öðrum ólöstuðum er hann að mínu mati fjórða merkilegasta rokkskáld Norður-amerískrar tónlistarsögu. Flestir tónlistargagnrýnendur myndu að öllum líkindum setja Bob Dylan í fyrsta sætið. Ég myndi setja Jim Morrison í annað sæti og Leonard Cohen í það þriðja. 

Auðvitað er þetta allt spurning um smekk, en það er stundum gaman að setja saman vinsældarlista til að „örva heilbrigða samkeppni." John Lennon segir frá því að Bítlarnir grínuðust með það að þeir væru á leiðinni "to the toppermost of the poppermost."

Ef lesendur hafa áhuga á þessu viðfangsefni væri gaman að heyra hvaða fleiri Norður-amerískir söngvarar og textahöfundar eiga heima á lista yfir merk rokkljóðskáld. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Sannkallaður snillingur.

Gott dæmi hér: http://www.youtube.com/watch?v=-y3k7a8ZXFY

hilmar jónsson, 28.10.2013 kl. 00:44

2 identicon

Leonard Cohen naut mikillar virðingar sem ljóðskáld áður en hann ákvað að fara út í dægurtónlistarbransann.

Anna (IP-tala skráð) 28.10.2013 kl. 00:50

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, gott fólk.

„Caroline Says II" er eitt af hans allra bestu lögum og þetta er áhrifamikill performans.

Wilhelm Emilsson, 28.10.2013 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband