Spara eigi aga við sveininn

Í greininni stendur: "Fram kemur í fréttinni að Pearl-hjónin haldi því fram að Biblían leggi áherslu á að börn séu beitt líkamlegum refsingum." Lítum í Bíblíuna. Þar stendur:

Spara eigi aga við sveininn,

því ekki deyr hann, þótt þú sláir hann með vendinum.

Þú slær hann að sönnu með vendinum,

en þú frelsar líf hans frá Helju.

Orðskviðirnir 23:13-14

Þannig er nú það. Ef sumir kristnir söfnuðir vilja banna bók hjónanna á Amazon, vilja þessir hópar þá banna Bíblíuna líka?

Það getur verið varasamt að byggja líf sitt á því sem stendur í fornum ritum.


mbl.is Mælt með kerfisbundnum hýðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

en þarna stendur að ekki deyr hann þó þú sláir hann með vendi, fréttin er um börn sem hafa dáið ég var flengdur ekket slæmmt þar á ferð.

jon (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 10:32

2 identicon

Ég vorkenni þeim börnum sem eiga hér í hlut en það er fáránlegt að bera aðferðir sadista saman við það sem Biblían talar um varðandi aga á börnum. Biblían segir mjög skýrt að við eigum að elska börnin okkar. Það er rangt sem stendur í fréttinni að "Biblían leggi áherslu á að börn séu beitt líkamlegum refsingum". Það er hvergi minnst á það í Nýja testamentinu, þvert á móti er sagt að foreldrar eigi ekki að reita börn sín til reiði (Efesus 6:4).

Þótt talað sé um það í Orðskviðunum (í Gamla testamentinu) að það sé í laga að aga með líkamlegum refsingum þá þýðir það ekki að maður elski ekki barnið. Ef tilgangurinn er að valda börnum skaða þá segir sig sjálft að við elskum þau ekki.

Heilbrigður agi sýnir að við elskum börnin okkar og viljum þeim vel. Auðvitað ættu foreldrar aldrei að refsa barni á meðan þeir eru reiðir, stjórnlausir eða hefnigjarnir. Tilgangurinn með refsingu er ekki hefnigirni heldur að kenna góða hegðun vegna þess að maður elskar barnið sitt. Það er einkenni á mannkyninu að fara í öfgar. Annað hvort er enginn agi eða allt of mikill "agi" eða réttara sagt sadismi. Það eru öfgar að bera svona ofbeldi saman við boðskap Biblíunnar. Fólk ætti að lesa Biblíuna í samhengi í stað þess að lesa hana með fordómagleraugum.

Jóhannes (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 18:39

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sæll, Jón. Gott að heyra að flengingar höfðu ekki slæm áhrif á þig.

Jóhannes, þú talar um sadista. Eru Pearl-hjónin sadistar, að þínu mati? Eða eru þau að kenna foreldrum að halda uppi "heilbrigðum aga"? Er það "heilbrigður agi," að þínu mati, að slá barn með vendi, eins og Bíblían mælir með? Mig langar bara að skilja afstöðu þína til málsins. 

Að lokum, ég var einfaldlega að benda á það að Pearl-hjónin hafa nokkuð til síns máls þegar þau nota Bíblíuna til að réttlæta líkamlegar refsingar.

Wilhelm Emilsson, 31.10.2013 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband