Málfrelsi

Viðtalið veitir góða innsýn inn í hugarheim fyrrverandi fanga. 

Það er nokkuð merkilegt að þó að viðmælandi sé á móti hörðum refsingum, og færir fyrir því ágætis rök, og sé greinilega frelsisunnandi vill hann minnka netfrelsi með því að loka á kommentakerfi fjölmiðla. 


mbl.is Sat í sama fangelsi og önnur stúlkan í Tékklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kynntu þér hvað píratar hafa að segja um þetta mál og þá ferðu að skilja endalok netfrelsis leiða til endalok lýðræðis. Það er hárfín lína milli lýðræðis og einræðis. Þau eru ekki andstæður, það fyrrnefnda leiðir auðveldlega til hins síðarnefnda, mun fyrr og auðveldlegar en til að mynda konungsdæmi og lénsveldi fyrri alda. Þetta hafa nær allir helstu þjóðfélagsgagnrýnendur og félagsfræðingar mannkynssögunnar verið sammála um. Og nú kemur að vendipunkti í sögu mannkyns og þróunin verður annað hvort frá lýðræði, með öðru móti til að koma til móts við nýja tíma, eða frá alræði umfram það sem þekkst hefur nokkru sinni fyrr. Við verðum að velja. Eins og frægur Bandaríkjaforseti sagði "Þeir sem fórna frelsinu fyrir tímabundið öryggi, eiga hvorugt skilið og munu réttilega missa bæði tvennt". Hann viss hvað væri framundan. Veljum vel. Það verður aldrei aftur snúið. Við stöndum á krossgötum.

lesandi (IP-tala skráð) 25.11.2013 kl. 04:06

2 identicon

Fjölmiðlar í dag eru mest miðstírt afl stjórnað af elítunni og litlu local gaurarnir copy/pastea bara frá stóru fréttaveitunum. Eins og við sjáum svo oft hér á Íslandi nenna þeir ekki einu sinni lengur að þýða almennilega. Alvöru fréttirnar eru á örfáum boðlegum alternative fréttamiðlum, teljandi á fingrum annarrar handar eins og gullmolar innan um samsæriskenningaruslið, og síðan á Facebook, á bloggunum, og jafnvel á mainstream fjölmiðlum í kommentunum, upp að því marki sem vitiborið fólk tekur þátt í slíku, sem er því miður minnihluti þátttakenda enn.

lesandi (IP-tala skráð) 25.11.2013 kl. 04:09

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við.

Wilhelm Emilsson, 27.11.2013 kl. 04:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband