Guð og jógabuxur

Kristni bloggarinn skrifar: 

„Guð breytti [skoðunum mín­um] í hjarta mér í miðju sam­tal­inu og í stað þess að hunsa sann­fær­ingu mína ákvað ég að það væri tíma­bært að byrja að hlusta á hana og grípa til aðgerða."

Dásamlegt hvað fólk er sjálfhverft. Ef Guð er til, ætli hann sé virkilega að pæla í því hvort þessi kona sé í jógabuxum eða ekki? En ef hún hefur svona miklar áhyggjur af þessu væri ekki öruggast að klæðast búrku?

P.S. „Gaf upp jógabuxurnar". Er þetta ekki hráþýðing úr ensku, „gave up"? Menn gefa upp nafn og símanúmer en ekki buxur. „Hætti að klæðast í jógabuxum" væri réttara, ekki satt?

Hér er stutt atriði um „óviðeigandi hegðun" í jógatíma laughing

UPPFÆRT: Það er búið að breyta fyrirsögninni, sem er hið besta mál.


mbl.is Lagði jógabuxunum vegna losta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1.Skv fréttinni ákvað hún þetta sjálf.  Held það sé eitt af grunngildum hins vestræna heims að menn (karlar og konur) ákveði sjálf/ir hvaða föt þeir/þær klæðast.  Ég verði því að játa að ég ekki fréttagildið, en ég ræð svosem engu á mbl.

2. Það er ekki ólíklegt að sumir eigi eftir að segja að maðurinn hennar sé á bakvið þetta en ég held að fæstir viti eitthvað meira um það en aðrir, frekar en hvort Hanna Birna hafði áhrif á að Gísli Valdór lak (bæði segj nei, en það á örugglea eftir að vera rifist um það lengi).  Persónulega finnst mér allt í lagi að trúa henni (já og þess vegna Hönnu Birnu líka þó ég geri mér ekki mikla rellu út af því) a.m.k. komi ekkrt annað í ljós.  Ég var allavega ekki á staðnum.

3. Konur eiga úr býsna margvísleum fatastílum að velja og sé þeim ekki þeim mun betur stýrt af tísku/afþreyingarheiminum velja þær þá oftast held é eitthvað sem er gott og þægilegt ásamt að gefa þá mynd af sér sem þær vilja.  Búrkur eru að því er mér skilst ekki valdar oft að þeim sem hafa val.

4. Sé ástæðan sem hún gefur upp rétt, er hún að fylgja nokkrum góðum gildum í Kristni s.s. að styrkja eigið hjónaband, hyggja ekki að eigin hag heldur annarra (gera karlmönnum öðrum en manninum sínum auðveldara að vera ekki að spá í hana) og takist henni vel um í að gera þetta smekklega er hún ágætis fyrir mynd fyrir þær konum sem vilja gera svipað.  Og sjálfsagt líður henni betur að verða sjaldnar vör við augnagotur karlmanna sem hún kærir sig væntanlega ekki um.

5. Ég veit ekkert um þetta tiltekna blogg sem fréttin var unnin úr og reikna ekki með að vita meira, því ekki stendur til að fara að skoða það.  Mér fannst bara dálítið sérstakt að gera þetta að frétt (ekki viss um að þetta heðfi orðið frétt nema af því að konan er trúuð, en það er bara minn grunur, hef ekkert staðfest um það), og líka að stundum er eins og menn telji (ok, ég er að ýkja rækilega hér en ég held að punkturinn komist til skila) að konur geti annaðhvort bara klæst búrkum eða gleðikonugöllum.

ls (IP-tala skráð) 27.1.2015 kl. 01:16

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, Is.

Wilhelm Emilsson, 28.1.2015 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband