Skrýtilegt atvik

Það tekur innan við mínútu að leita að þessu orði á netinu og komast að því að það er til. Reyndar vissi ég ekki að orðið væri til, en ég get þakkað Vigdísi Hauksdóttur, Hildi Sverrisdóttur og Morgunblaðinu það að ég veit meira í dag en í gær.

Orðið er einnig í Orðastað: Orðabók um íslenska málnotkun eftir Jón Hilmar Jónsson:

Skrýtilegur lo það er skrýtilegt að sjá hana í þjóðbúningi; skrýtileg sjón, skrýtilegt atvik 

Gefum Vigdísi síðasta orðið. Tilefnið var að einhverjir voru að fettu fingur út í málnotkun hennar:

Íslensk tunga á alltaf að vera í framþróun og ekkert af því sem ég hef sagt er í sjálfu sér rangt; bara öðruvísi og fyrir bragðið ef til vill áhrifameira. En ég er engin Forrest Gump . . .

Heimild: ww.pressan.is/ATH_efni/Lesa_ATH_efni/eg-er-engin-forrest-gump---vigdis-hauksdottir-throar-tungumalid-i-raedustol-althingis-og-er-stolt-af?pressandate=20111019

 


mbl.is Vigdís vandar um við Hildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög valkyrjan mælir í lausnum,
miðlar af brunni djúpt ausnum,
samt háði hún hildi,
hvert naut það skildi:
„Skrýtilegt kremst margt í kýr-hausnum!“

http://www.visir.is/vigdis-hauksdottir-er-afrekskona-i-candy-crush/article/2014140919309

Þjóðólfur kúabóndi (IP-tala skráð) 23.2.2015 kl. 12:12

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innlitið, Þjóðólfur kúabóndi.

Wilhelm Emilsson, 25.2.2015 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband