Páskahugleiðing

Ég hélt nú fyrst að þessi nálgun á krossfestingu Krists, þ.e.a.s. að hún væri „hefndarklám", kæmi frá Vantrú og að þeir félagar væru að gera at í kristnu fólki á sjálfum páskunum. En svo er greinilega ekki.

Ég held að svona predikarnir séu nú ekki kristni beinlínis til framdráttar. Ég skil hvað prestarnir eru að reyna að segja, en þetta er ansi langsótt, svo ekki sé meira sagt. Og svo má spyrja, Hver var á bakvið krossfestinguna? Guð almáttugur, pabbi Jesú, auðvitað. Hugmyndin um að Guð hafi fórnað einkasyninum fyrir mannkynið er nógu undarleg fyrir, þótt hún sé ekki líka bendluð við hefndarklám. Þó að mín barnatrú hafi gufað upp þegar ég var í gaggó, þá finnst mér þessi nálgun prestanna, sem eru greinilega að reyna að vera í takt við nýjustu strauma og stefnur í femínisma, jaðra við guðlast.

En kannski er ég bara kaþólskari en Páfinn. Yfir til þín, Jón Valur.

Upprisa


mbl.is Krossfesting Jesú hefndarklám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband