Páfinn og bókstafurinn

Ah, ég skil. Gott og vel. Jesús er þá ekki sonur Guðs og gerði engin kraftaverk. Eða er það bókstafur sem fólk á að trúa?


mbl.is Páfinn fordæmdi bókstafstúlkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öldungis rétt hjá þér. Leiðtogi bókstafstrúarmanna, Francesco páfi er að kasta grjóti úr glerhúsi. Það átti aldrei að taka guðspjöllin eða önnur rit Nýja testamentisins bókstaflega, en það er einmitt það sem kaþólska kirkjan hefur gert frá byrjun og aldrei hnikað frá kreddunum.

Pétur D. (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 21:04

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

 Kæri Wilhelm - þarna seilist þið Pétur Aztec verulega langt til að rangtúlka orð páfans og snúa síðan út úr í framhaldinu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.9.2015 kl. 01:24

3 identicon

Ef Francesco var einungis að vara við islamskri bókstafstrú, þá hefði hann átt að taka það fram. Þessir páfar geta oft á tíðum verið dálítið þvoglumæltir þegar þeir meina eitt og segja annað.

Annars hef ég heyrt íslenzkan prest vara við bókstafstrú, og það var ekki um að villast að hann var að tala um evangelísk-lúthersku kirkjuna, sem iðulega er kölluð þjóðkirkja. Því að bókstafstrúin þrífst þar líka mjög vel.

Pétur D. (IP-tala skráð) 26.9.2015 kl. 02:23

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

 Það er lítið um það sem kallað er bókstafstrú í þjóðkirkjunni - hvað hefur þú fyrir fullyrðingu þinni þar um ?

Margir prestar þjóðkirkjunnar mættu þó vera trúrri vígsluheiti sínu og játningum kirkjunnar.Þá virðist í sumum tilfellum ekki vera trúaður prestur í starfi - það er óskiljanlegt þar sem þjóðkirkjan er evangelísk og því með ólíkindum að slíkir leynist þar á meðal. Hvernig getur sá boðað sem ekki trúir ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.9.2015 kl. 02:52

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innlitið, Pétur og Predikari. Ég vil ekki tala fyrir Pétur, en ég er bara að taka Páfann á orðinu. Ég er sammála þér þegar þú skrifar, Predikari: "það er óskiljanlegt þar sem þjóðkirkjan er evangelísk og því með ólíkindum að slíkir leynist þar á meðal. Hvernig getur sá boðað sem ekki trúir ?"  

Wilhelm Emilsson, 26.9.2015 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband