Límúsína Pútíns

Svo maður vitni í hinn splunkunýja forsætisráðherra Íslands, „Einhvers staðar verða peningarnir að vera." Það er náttúrulega ekki hægt að jafn merkilegur og valdamikill maður og Pútín aki um á Hondu Civic. Gamli KGB-maðurinn viðheldur þeirri hefð sem tíðkaðist í Sovétríkjunum. Leiðtogar þeirra áttu alltaf fína bíla.

Bíll


mbl.is Pútín fær nýja límúsínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það var bara eðlilegt að leiðtogar Sovétríkjanna, sem voru mun jafnari en allur almenningur, lifðu flottar og betur.

Enn hefur enginn lærdómur verið af þessu dreginn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2016 kl. 10:48

2 identicon

" Rankism " mætti kannski útleggjast á íslensku sem goggunarismi samanborið goggunarröð?

Samheiti fyrir alla þá fordóma sem fyrirfinnast eða eiga eftir að koma á yfirborðið.

Mannskepnan náði fyrir langa löngu síðan að kljúfa skilning mansandans á fordómum og flokka hann í hverskonar allskyns og þrátt fyrir það er ekki en búið að finna öfundargenið og heldur ekki smákóngagenið ...

L. (IP-tala skráð) 9.4.2016 kl. 21:57

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Nákvæmælega, Axel Jóhann. George Orwell vissi þetta :)

Takk fyrir að líta við, L.

Wilhelm Emilsson, 13.4.2016 kl. 05:39

4 identicon

Nákvæmlega, Axel Jóhann. Goggunarisminn verður alltaf til staðar. Jafnrétti alls mannkyns fellur í skugga "einstakra" eftir tískubylgjum sem er framleidd af einsleitri umræðu samtímans.

Jú, vissulega hataði George Orwell " totalitarianism " (alræðisisma) 

Mannkynið hefur oft staðið andspænis alræðisisma í gegnum mannkynssöguna en virðist alltaf vera enduruppgvöta ómeðvitaðann djöfullinn í sjálfum sér á milli kynslóða ...

Kannski þessvegna að martröðin endurtaki sig í sífellu?

L. (IP-tala skráð) 14.4.2016 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband