Trump á krossgötum

Trump stendur á krossgötum. Ætlar hann að standa með Pútin eða eigin þjóð? Sú staðreynd að hann segist núna ætla að ráðfæra sig við leyniþjónustuna, sem hann hefur áður gert lítið úr, gefur til kynna að hann átti sig loksins á alvarleika málsins fyrir hann sjálfan. 

 


mbl.is Trump ræðir við leyniþjónustuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Norður Kórea, Kína og nú Rússar - þeir hafa bara ekki hugmynd um hverjir þetta eru

Sama fólkið í leyniþjónustunni nú og hafði öruggar sannanir fyrir því að Saddam væri með gjöreyðingarvopn með þeim afleiðingum að ráðist var inn í Írak

Grímur Kjartansson (IP-tala skráð) 30.12.2016 kl. 09:21

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Grímur Sannanir? Talandi um "öruggar sannanir".

https://www.us-cert.gov/sites/default/files/publications/JAR_16-20296.pdf

Þetta skjal er 13 blaðsíður.

    • Síða 13: upplýsingar um hvernig hægt er að hafa samband við heimavarnaráðuneytið eða alríkislögregluna, ef þú skyldir fyllast löngun til þess

    • Síður 6 - 12: almennar upplýsingar um hvernig hægt sé að herða á öryggi netþjóna til að verjast (hugsanlegum) tölvuárásum, án þess að tengist neinu raunverulegu atviki sérstaklega

    • Síða 5: inniheldur 19 línur af PHP skriftukóða sem hægt er keyra á netjþón til að kanna hvort hann sé sýktur af tiltekinni hugbúnaðaróværu

    • Síða 4: listi yfir hópa tölvuhakkara sem haldið er fram að eigi rætur að rekja til Rússlands, eins og "PinchedDuke", "Tsar Team", og "Energetic Bear" svo dæmi séu tekin, en hópar með slík nöfn hljóta að vera Rússar eða hvað?

    • Síður 2-3: merkingarlaus myndaröð þar sem fullyrt er að hakkar með dulnefnin "Advanced Persistent Threat 28 og 29" séu Rússar, af því bara

    • Síða 1 - staðlaður inngangur að skýrslu sem þessari

    Þetta eru "sannanirnar" sem Bandaríkjastjórn birti í gær til að réttlæta brottvikningu 35 rússneskra sendifulltrúa og lokun tveggja starfsstöðva þeirra á bandarískri grundu.

    Nú hafa Rússar svarað fyrir sig, með brottvikningu 35 bandarískra sendifulltrúa og lokun tveggja starfsstöðva þeirra á rússneksri grundu. Hvað sem manni finnst um Rússa mega þeir þó eiga það að þau viðbrögð eru í fullu samræmi við tilefnið.

    Verið velkomin aftur í kalda stríðið!

    Guðmundur Ásgeirsson, 30.12.2016 kl. 11:55

    3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

    Leiðrétting.

    Það var einungis tillaga utanríkisráðuneytis Rússlands að vísa 35 bandarískum sendifulltrúum úr landi, en þeirri tillögu hefur Putin Rússlandsforseti nú hafnað. Í yfirlýsingu frá Kreml segir m.a. að Rússar muni ekki "leggjast svo" lágt að grípa til jafn óábyrgrar hegðunar og Bandaríkjamenn hvað þetta varðar.

    Athyglisvert.

    Guðmundur Ásgeirsson, 30.12.2016 kl. 14:12

    4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

    Takk fyrir að líta við, Grímur og Guðmundur. Það getur verið að allar leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafi rangt fyrir sér og að þið vitið betur, en ég efast um það :)

    Wilhelm Emilsson, 30.12.2016 kl. 19:49

    5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

    Hún er ekkert sérstaklega málefnaleg þessi síðasta athugasemd nr. 4.

    Ég hélt því ekki fram að neinn hefði rangt fyrir sér og enn síður að ég vissi neitt betur en neinn. Það eina sem ég gerði var að benda á að þau meintu "sönnunargögn" sem viðkomandi aðilar þykjast hafa lagt fram, innihalda í raun engar sannanir fyrir neinu.

    Það eru þeir sem hafa haldið ýmsu fram, en ekki ég.

    Ég þarf ekki að afsanna neitt sem aðrir halda fram.

    Þeir þurfa sjálfir að sanna sínar eigin fullyrðingar.

    Sem þeir hafa ekki gert í þessu tilviki.

    Góðar stundir.

    Guðmundur Ásgeirsson, 30.12.2016 kl. 21:26

    6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

    Takk fyrir athugasemdina, Guðmundur. Þú hefur nú sennilega lengt í öðru eins á Moggablogginu wink En í alvöru, ég var bara að segja mína skoðun--en játa að það var smá góðlátleg glettni látin fylgja með. Það var ekki illa meint.

    Þú segir að leyniþjónustustofnanirnar hafi ekki sannað mál sitt. Það er sú staðhæfing sem ég efast um. En ég virði auðvitað þína skoðun og reyndi að koma því til skila þegar ég sagði að það geti verið að leyniþjónustustofnanirnar hafi rangt fyrir sér.

    Hafðu það gott á nýju ári.

    Wilhelm Emilsson, 31.12.2016 kl. 04:28

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband