Nútíðin

Nær þriðjungur 15 ára drengja á Íslandi getur ekki lesið sér til gagns, samkvæmt niðurstöðum PISA-rannsóknar OECD. Fyrsta skrefið er að huga að veruleikanum í skólastofum. Svo má leika sér með sýndarveruleika í tölvum.


mbl.is Ræddu framtíðina í skólastofum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Innilega sammála, en því miður á skemmtanagildi og skyndilausnir hugi manna þessa dagana. 

Ragnhildur Kolka, 12.11.2017 kl. 10:33

2 Smámynd: Tryggvi Thayer

Hver segir að sýndarveruleiki er ekki veruleikinn í skólastofunni? Það er verið að nota sýndarveruleika á margan áhugaverðan hátt bæði hér á landi og erlendis til að bæta nám. T.d. hafa kennara í Árskóla á Sauðárkróki (þar sem þessi ráðstefna var haldin) verið að nota sýndarveruleika á mjög áhugaverðan hátt til að kenna læsi. Þetta snýst hvorki um skemmtanagildi né skyndilausnir heldur að búa okkar unga fólk undir þeirra framtíð.

Tryggvi Thayer, 12.11.2017 kl. 12:20

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, Ragnhildur og Tryggvi.

Að mínu mati er þetta spurning um að forgangsraða. Ef stór hluti nemenda getur ekki lesið sér til gagns, þarf að takast á við það strax. Í tæknivæddu samfélagi er tilhneiging til þess að trúa því að nýjasta tækni leysi allan vanda. Að mínu mati væri betra að eyða peningunum og orku sem settir eru í sýndarveruleikatækni í átak til að styrkja hefðbundna lestrarkennslu. 

Wilhelm Emilsson, 12.11.2017 kl. 22:16

4 Smámynd: Tryggvi Thayer

Og hvað? Á skólaþróun þá bara að bíða á meðan? Það er ansi margt sem má laga og bæta í skólastarfi (og umdeilt hvort lestrarkennsla sé brýnasta verkefnið).

Það er ekki ráðlegt að almennt þróunarstarf sé sett í biðstöðu meðan önnur verkefni er tækluð. Nemandi sem kann að lesa í annars úreltum skóla er ekki endilega betur í stakk búinn til að takast á við framtíð sína.

Ráðstefnur eins og þessar snúast ekki um að "leysa allan vanda" með nýjustu tækni, heldur að nýta þann tæknilega veruleika sem við búum í til að gera skólastarf betra.

Tryggvi Thayer, 12.11.2017 kl. 22:48

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Tryggvi, ef þú telur að lestrarkennsla sé ekki brýnasta verkefnið, þá erum við mjög ósammála um hvað skólastarf snýst um. Ef nemendur geta ekki lesið sér til gagns hvaða gagn hafa þeir af þróunarstarfi? Til að njóta gagns af tölvum og geta tekist á við þann tæknilega veruleika sem við búum við þurfa nemendur að geta lesið, ekki satt?

Getum við ekki verið sammála um að það sér forgangsatriði að nemendur geti lesið sér til gagns?

Wilhelm Emilsson, 14.11.2017 kl. 04:59

6 Smámynd: Tryggvi Thayer

Nemendur þurfa að geta nýtt sér upplýsingar til gagns. Lestur er ein leið til að nýta sér upplýsingar. Rétt er að skv. PISA er tiltölulega stór hópur okkar nemenda á vafasömum stað varðandi lestur. En PISA könnunin er líka mjög umdeild enda ýmislegt athugavert við hana. Einnig er þetta orðalag, að "geta lesið sér til gagns" mjög loðið, sérstaklega í PISA samhenginu því þar erum við að tala um könnun sem gagnast nemendum lítið (ef nokkuð) og skiptir þá í raun litlu máli. Er ekki eitthvað bogið við það að kanna getu til að "lesa sér til gagns" með hálf gagnslausu mælitæki?

Svo er hitt að sumir eiga erfitt með lestur og jafnvel svo erfitt að þeir ráða bara ekki við það. Hér áður fyrr var þetta mjög heftandi fyrir þessa einstaklinga, jafnvel svo að þeir höfðu ekki aðgang að okkar helstu menningar- og þekkingarverðmætum. Í dag getum við miðlað upplýsingum eftir ótal leiðum þannig að lestrarörðugleikar eru engin hindrun hvort sem er í skóla, starfi eða daglegu lífi. Allir geta nýtt sér þær upplýsingar sem þeir þurfa burtséð frá því hvort þeir geta lesið eða ekki.

Við lesum til að nýta upplýsingar. Lestur er ein leið af mörgum til að nýta upplýsingar. Þannig að forgangsatriðið er að nemendur geti nýtt sér upplýsingar til gagns. Stundum er það gert með lestri, stundum ekki. Þau mælitæki sem við erum að nota í dag til að kanna hversu vel nemendum gengur að nýta sér upplýsingar gera ef til vill of mikið úr lestri miðað við veruleika nemenda okkar í dag.

Tryggvi Thayer, 14.11.2017 kl. 07:57

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina. Umræður eru til góða, því þá kemur fram hverju menn trúa. Það kemur mér mjög á óvart að þú trúir þessu: 

"Í dag getum við miðlað upplýsingum eftir ótal leiðum þannig að lestrarörðugleikar eru engin hindrun hvort sem er í skóla, starfi eða daglegu lífi."

"Engin hindrun?" Ef þú hugsar málið telurða að þessi staðhæfing standist gagnrýna hugsun? 

Wilhelm Emilsson, 14.11.2017 kl. 21:08

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"telurðu" átti þetta að vera :)

Wilhelm Emilsson, 14.11.2017 kl. 21:08

9 Smámynd: Tryggvi Thayer

Það er ekki að trúa eða ekki. Ég held að þetta sé einfaldlega staðreynd. Svona er tæknilegi veruleikinn okkar í dag. Ég þekki fólk sem er svo lesblint að það les varla staf en hefur samt náð að ljúka doktorsprófi. Við höfum tækni í dag sem getur lesið fyrir okkur texta á skjá, á blaði og jafnvel handskrifaðan texta. Þessi veruleiki er þegar farinn að lita faglega umræðu um lestrarkennslu. Það er ekki lengur að við þurfum að geta lesið til að geta nýtt upplýsingar heldur að það að lesa er gott fyrir vitsmunalegan þroska.

Ég held að við séum ekki eins ósammála og kann að virðast í þessari umræðu sem við erum komin í núna. Mér finnst þú vera að hugsa þetta út frá því sem við eigum að gera, en ég er að tala um það sem við getum gert. Það er sjaldnast að við nýtum til fulls tæknina sem við höfum aðgang að hverju sinni, og ýmsar ástæður fyrir því, misgóðar kannski. Mér finndist fráleitt að fara að draga úr lestrarkennslu í dag. En, staðreyndin er að við höfum tækni sem gæti breytt gildismatinu okkar varðandi lestrarkennslu meira en þegar er orðið.

Ég (eins og þú - ég gúglaði þig auðvitað), starfa við það að undirbúa fólk fyrir framtíð þess. Ég má ekki gefa mér að framtíð minna nemenda verði eins og nútíminn eða jafnvel eins og mín framtíð leit út þegar ég var í þeirra stöðu. Mitt starf þarf að miðast við þeirra framtíð. Þá væri ekki sanngjarnt gagnvart þeim að afneita því sem þegar er orðið.

Tryggvi Thayer, 15.11.2017 kl. 12:07

10 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vandamal ungdomsins er ekki æskan heldur þeir sem eiga að hafa  vit fyrir honum.

Ragnhildur Kolka, 16.11.2017 kl. 00:15

11 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdirnar, Tryggvi of Ragnhildur. 

Við erum ansi langt frá því að vera sammála, sýnist mér, Tryggvi og allt í lagi með það.

Wilhelm Emilsson, 16.11.2017 kl. 12:09

12 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég hafði áhuga á því sem þú sagðir um Ray Kurzweil:

So, not surprisingly, Newitz directs her attention toward Kurzweil’s “predictions” claiming that they are unrealistic because certain types of significant change, especially geological and biological change, have tended to occur over long periods of time rather than the mere decades suggested by Kurzweil. A futurist would read Kurzweil very differently – not as claiming that his predictions will occur over a specific period of time, but rather whether they could occur over that period of time.

Á netsíðu Kurzweils sjálfs stendur

A world-class prolific inventor and leading futurist author, “the restless genius” (Wall Street Journal) points to 2045 for the technological singularity when AI will surpass human intelligence in his New York Times best seller The Singularity Is Near, Amazon’s #1 book in science and philosophy.

Hér enginn vafi á ferðinni, eða hvað?

Wilhelm Emilsson, 16.11.2017 kl. 12:20

13 Smámynd: Tryggvi Thayer

Virðist lítill vafi hjá Kurzweil en eins og ég segi rétt á undan þessu sem þú vísar í:

"Kurzweil is probably not the best representative of futurists in general (note: I am far from being a fan of Kurzweil’s approach to futurism because I think he too promotes some of the myth and mysticism I’ve mentioned). He has a tendency toward sensationalism and to express his projections (i.e. what might be) in a form that can easily be taken as a prediction (i.e. what will be)."

Tryggvi Thayer, 19.11.2017 kl. 23:54

14 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Tryggvi. "Can easily be taken as prediction," skrifar þú. Á því er enginn vafi, eins og við erum núna sammála um.

Wilhelm Emilsson, 22.11.2017 kl. 03:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband