Sagnir

Í greininni stendur: "Hann var myrt­ur af lög­reglu á vett­vangi . . ." Morð er glæpur og þess vegna á sögnin "að myrða" ekki við í þessu tilviki. 

UPPFÆRT: Núna er búið að laga þetta. Takk fyrir það.


mbl.is Skildi eftir stefnuyfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Wilhelm.

Ég veit ekki hvernig lestur snjóflóðafrétta fengu mig hingað, líklegast var það forvitnin um hvar Fagradalsheiði væri, og svo var ég alltí einu farinn að skoða færslur þínar, eða kannski á maður að nota orðið örpistlar.

Ég stóðst ekki freistinguna þó ég sé óvirkur þessa dagana, skarplegar athugasemdir þínar eru margar, en mér fannst flott hjá þér að leiðrétta blessuð börnin sem þýða enska orðið kill sem myrða.  Í alvöru þá veltir maður fyrir sér hvort gáfnafarið hafi týnst í öllu kópý og peist náminu í háskólanum, þessi árás á heilbrigða skynsemi sem og íslenskt mál, tröllríður þýðingar í sjónvarpi, bíómyndum, eða í fréttum.

Að ungt fólk, jafnvel fram á miðjan aldur því þessi plagsiður lét að sér kveða allavega fyrir 2010, að þekkja ekki muninn á sögninni að drepa eða myrða, og jafnvel gengið svo langt að ég las einu sinni þýðingu á að þegar einhverjir þúsundir sem létust í loftárás (seinna stríði) voru ekki sagðir hafa látist, heldur verið myrtir, og þá var það þýðing á orðinu kill.

Þakka þér fyrir Wilhelm að leyfa mér að fá útrás, ég er líklegast orðin gamall.

En megi þínar skarplegu athugasemdir fá að fljóta sem lengst hér á vettvanginum okkar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.3.2023 kl. 15:35

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk kærlega fyrir að líta við og falleg orð í minn garð, Ómar. Ef ég man rétt skrifaði Þorsteinn Gylfason grein sem heitir "Að hugsa á íslensku" fyrir langa löngu. Við verðum að gera okkar besta til að þjóðin haldi áfram að gera það. 

Hafðu það sem best!

Wilhelm Emilsson, 29.3.2023 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband