Markaðurinn

Hugtakið markaðsbrestur er svolítið skrítið og mögulega þversögn. Markaðurinn snýst um framboð og eftirspurn og breytist og þróast í sífellu. Svo er greinarmunur á einkarekstri og ríkisrekstri. Er það sjálfsögð krafa að ríkið--skattaborgarar--styrki einkafyrirtæki? Er það ekki auk þess þversagnakennt? Kapítalistar hafa tilhneigingu til að vilja hirða gróðann þegar vel gengur en að krefjast þess að ríkið--skattborgarar--hlaupi undir bagga þegar illa gengur. Er það sanngjarnt? Er það skynsamlegt?


mbl.is Áhyggjur af yfirvofandi gjaldþroti Torgs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Markaðsbrestur kann af vera ofnotað hugtak.  Hið opinbera er stærsti "spilarinn" á fjölmiðlamarkaði, það setur allar reglur og kvaðir á hin ýmsu fyrirtæki.  En ef fyrirtækin þrífast ekki er að "markaðnum" að kenna.

Ekki ósvipað á húsnæðismarkaði.  Opinberir aðilar stjórna lóðaframboði, setja öll lög og reglgerðir, eiga langstærstan hluta bankakerfisins og þar fram eftir götunum .  En ef skortur er á húsnæði, er það "markaðnum" að kenna og talað um markaðsbrest og ekki sé hægt að treysta markaðnum fyrir svo mikilvægu máli.

G. Tómas Gunnarsson, 1.4.2023 kl. 00:58

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdirnar, Tómas. Ef ég skil þig rétt þá telur þú að við þurfum meira frelsi og minni ríkisafskipti. 

Wilhelm Emilsson, 1.4.2023 kl. 03:21

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

 Almennt er ég fylgjandi minni ríkisafskiptum. En það sem ég var fyrst og fremst að meina er að það að gefa einum aðila á markaði milljarða á milljarða ofan og segja svo að markaðurinn virki ekki vel fyrir þá sem eru að keppa við hann, er ekki rökrétt.  Orsökin er önnur en "markaðsbrestur".

Það sama gildir um t.d. byggingariðnað.  Hið opinbera setur allar reglurnar og skilmála, stjórnar lóðaframboðinu, en verður alltaf jafn hissa ef "markaðurinn" virkar ekki eins og það vill að hann gerir.

Eins og staðan er í dag, er lítið um frjálsan markað, en afskiptin eru þó mismikil.

Svo er önnur spurning hversu frjálsan markað almenningur kærir sig um.

G. Tómas Gunnarsson, 1.4.2023 kl. 19:08

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir útskýringuna. Ég skil. Í löndum eins og Íslandi og Kanada er markaðurinn aldrei laus við ríkisafskipti. Allt er skattlagt, til dæmis, og alls konar lög og reglur gilda. Spurningin er, eins og þú gefur til kynna, hve mikil þessi afskipti eiga að vera. Ég held að fæstir gætu sætt sig við óheftan (laissaiz faire) kapítalisma. 

Wilhelm Emilsson, 1.4.2023 kl. 19:52

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hvenær og hvar, ef nokkurn tíma, eða nokkurs staðar hefur "laissez faire" kapítalismi ráðið ríkjum?

"Borgararnir" börðust fyrir frelsi og því að komast undan stjórnsemi konunga, ríkið tók svo við. Konungar og ríkið hafa víðast hvar ráðið gjaldmiðli, skattheimtu, rekið her og lögreglu o.s.frv. Svo komu "öreigarnir" og börðust við bæði "borgarana" og ríkisvaldið/konunginn/aðalinn/auðvaldið, o.s.frv.

Vinsælt er hjá sósíalistum s.s. Samfylkingu og öðrum slíkum að segja að markaðurinn sé góður þjónn en afleitur húsbóndi.

En er það ekki frekar lélegt af húsbóndanum (ríkinu) að kenna þjóninum um það sem aflaga fer, þegar það er hann sem tekur flestar ákvarðanirnar?

Auðvitað má endalaust deila um hvað hlutverk ríkisins á að vera stórt, en það fer að mínu mati best að hver taki ákvarðanir fyrir sig, eins oft og það er mögulegt (sem er vissulega umdeilanlegt hvenær á við).  Það er raunverulegt lýðræði, en ekki fjarlægt eins og fulltrúalýðræði verður oft.

G. Tómas Gunnarsson, 2.4.2023 kl. 01:05

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Í Bretlandi á tímum Iðnbyltingarinnar á síðari hluta 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar var laissez faire kapítalismi ráðandi að því er ég best veit. Hugmynd Adams Smith um hina ósýnilegu hönd markaðarins hafði mikil áhrif, eins og við vitum.

Wilhelm Emilsson, 2.4.2023 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband