Eldsynfóníur og auðvald

FireworksÍ Vancouver ríður nú yfir mikil flugeldasýning, en auðvitað jafnast ekkert á við íslenskt gamlárskvöld. Ég var á Íslandi yfir áramótin. Dásamleg klikkun! Í Vancouver teppist miðbærinn af fólki. Ég leiði þetta hjá mér að þessu sinni. Er reyndar á leiðinni í bæinn að hitta fólk, en við komum ekki nálægt miðbænum. 

Þetta flugeldafyrirbæri hét áður Benson and Hedges Symphony of Fire. Eldglæringar í boði sígarettufyrirtækis. Svolítið kaldhæðnislegt. Nú heitir þetta HSBC Celebration of Light og er í boði banka. Hvenær skyldi íslenska gamlárskvöldið verða í boði öflugs banka eða fyrirtækis? Kannski bara spurning um tíma. Welcome to the Glitnir Gamlárskvöld! Nei, það er ekki fallegt af mér að gera grín að bankanum mínum.

Ég hætti að ergja mig á tengslum fyrirtækja, menningar og lista fyrir allnokkru síðan. Eftir að Rolling Stones voru í boði Budweisers, Led Zeppelin seldu "Rock´n´Roll" til Ford, og Bob Dylan seldi "The Times they Are a-Changin" til The Bank of Montreal var augljóst að baráttan var vonlaus. Þessi þróun er brjóstumkennanleg, en maður verður bara að taka henni eins og hverju öðru hundsbiti. Mér fannst flott að The Sex Pistols neituðu að gangi í hið hallærislega Rock'n'Roll Hall of Fame. Það er ennþá töggur í Johnny Lydon.

Núna er Bank of Montreal bankinn minn hér í Kanada. Haha! Hann bauð bestu kjörin og engin ástæða til að notfæra sér það ekki. Nóg græða þessir bankar á okkur samt. Maður getur varla snúið sér við í bankastofnun án þess að borga þjónustgjald. En nóg um það. Svo maður vitni í Midnight's Children eftir Salman Rushdie, "What cannot be cured must be endured."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Já, það var dapurlegt. Þurfti Dylan í alvöru á meiri peningum að halda? Varla lepur hann dauðan úr skel. Það er nú ekki eins og hann sé aldraður íslenskur tónlistarmaður með VISA reikninga og meðlagsgreiðslur.

Wilhelm Emilsson, 31.7.2007 kl. 05:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband