Ameríkuferð

Hunter S. Thompson sálugi skrifaði bók sem heitir Fear and Loathing in Las Vegas. Ég sá myndina og hef gluggað í bókina. Ég hef nú ekki komið til Las Vegas, en ég og tveir félagar mínir, Roger og Ian, skruppum til Seattle fimmtudaginn 9. ágúst og vorum þar eina nótt.

Á leiðinni til borgarinnar stoppuðum við í smábænum Blaine, því að ég var svangur. Við borðuðum á bar sem heitir Babe's. Amerísku skammtarnir eru stórir eins og allir vita og ég og Roger deildum hamborgara með skinku og eggi. Maður fær ekki oft hamborgara með eggi í Kanada og því síður skinku. En hamborgari með eggi minnir mig á ekta íslenskan vegaborgara. En kokteilsósuna vantaði. Því miður kunna bara Íslendingar að búa hana til. (Kann einhver uppskrift að henni?)

Svo héldum við aftur út á þjóðveginn og ókum til Seattle. Ég hafði komið þar einu sinni áður. Þá var ég blankur stressaður námsmaður. Þetta var mun afslappaðri ferð.

Ég kann vel við miðbæinn í Seattle. Á fyrsta stræti drukkum við ítalskan bjór og fengum þá aumustu pitsu sem ég hef nokkru sinni séð. Við báðum vinsamlega um annað eintak. Síðar um daginn gáfum við okkur á tal við tvo aldraða Vítisengla. Þegar þeir komust að því að við vorum frá Vancouver sögðu þeir okkur frá morðum sem höfðu verið framin á kínversku veitingastaðnum Fortune Happiness í Austur Vancouver. Staðurinn stendur greinilega ekki undir nafni.

Daginn eftir fórum við í stóra gamaldags bókabúð, Elliot Bay Bookstore. Ég keypti mér Palace Walk eftir egypska Nóbelsverðlaunahafann Naguib Mahfouz, sem ég er mjög hrifinn af. Ég er byrjaður að lesa bókina, sem er sú fyrsta í Kaíró trílógíunni, og þetta er það besta sem ég hef lesið eftir hann, enda er hann þekktastur fyrir Kaíró bókaröðina.

Svo snerum við heim. Biðröðin á landamærunum var fáránlega löng, enn lengri en á leiðinni til Washingtonfylkis. Svo má maður bara koma með vörur að verðmæti 50 dollara, u.þ.b. 2900 krónur, inn í Kanada án þess að borga skatt. Hvað varð um fríverslunarsamninginn NAFTA?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Kokteilsósa er bara mayonaise og tómatsósa og kannski svolítið af kryddum (má sleppa). Ég sulla þessu iðulega saman heima.

Seattle er alveg ágæt borg. Mér þykir alltaf gaman að koma niður á Pike Place Market þar sem fisksölumennirnir syngja og garga. Og útsýnið úr Space Needle er flott. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 21.8.2007 kl. 06:08

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Já, Seattle er bara fjandi fín. Mér finnst arkítektúrinn þar skemmtilegri en í Vancouver.

Takk fyrir uppskriftina. Mér var búið að þetta þetta í hug, en var hræddur við að prufa ef ske kynni að útkoman yrði algert ógeð. En núna set ég af stað Tilraunaeldhús Wilhelms!

Wilhelm Emilsson, 21.8.2007 kl. 08:37

3 identicon

Kokteilsósa fyrir einn er 2 msk majones, 2 msk tómatsósa, 1 tsk sinnep og smá aromat eða eitthvað þannig krydd. Ég óttast að leiðbeiningar Kristínar séu ekki nægilega vel útlistaðar fyrir tilraunaeldhús Wilhelms...

Anný Lára (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 16:02

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hæ aftur, kæra systir.

Takk kærlega. Nú hefst mikil leit að aromati eða svipuðu kryddi!

Wilhelm Emilsson, 23.8.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband