Bónus

Bónus

Mér finnst Bónus grísinn óstjórnlega fyndinn. Ég fæ aldrei leið á honum og hann kemur mér alltaf í gott skap. 

Fyrir þá sem hafa áhuga á bókmenntum þá er ég að skrifa sjóðheita ástarsögu um ævintýri Svínku litlu sem vinnur í Bónus.

 Smellið hér http://www.facebook.com/profile.php?id=591806818

Mér finnst samt ekki gaman að versla í Bónus. Afhverfu er alltaf svona kalt í kæliklefanum? Ég skil að þetta sparar einhverja peninga en fyrr má nú aldeilis fyrrvera. Að mínu mati er þetta móðgun við þá sem versla þarna. Það kæmi mér ekki á óvart að einstaka börn og gamalmenni hefðu orðið úti í þessum pyntingarklefa. Eru þetta einhver skilaboð til þeirra sem versla í Bónus? "Þú ert nískupúki/fátæklingur og átt bara skilið að vera kalt, helvítis auminginn þinn."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

kemst ekki inn

Einar Bragi Bragason., 22.8.2007 kl. 01:02

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Datt óvart inn á þetta. Alveg satt. Þú þarft nú ekki að hanga alltaf í kæliklefanum. Það er ágætt að skreppa fram öðru hvoru. Mér finnst ekki slæmt að versla í Bónus og af því að þú minnist á Bónusgrísinn þá vil ég bara minna á vísuna góðu:

Vanhæfur kom hann að verkinu.

Vigdís plantaði lerkinu.

Bónus hann á

eins og  hvert barn  má  sjá.

Það er mynd að honum í merkinu.

Sæmundur Bjarnason, 22.8.2007 kl. 01:23

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hæ, Einar Bragi.

Heyrðu, ég verð þá bara að birta söguna á blogginu. Ég geri það við tækifæri.

Sæmundur.

Takk fyrir innlitið og vísuna.

Það er alveg rétt hjá þér. Það er engin ástæða til að hanga allan tímann í kæliklefanum, enda geri ég það ekki, en stundum þarf maður aðeins að pæla í því hvaða vöru maður ætlar að kaupa. Vandamálið er að þá verður manni rosalega kalt í Bónus. Á eins köldu landi og Íslandi finnst mér það glatað að vera inn í verslun og vera hrollkalt.

Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég versla í Fjarðarkaup þegar ég er á landinu. Þar er ódýrt, vítt til veggja og engin hætta á kalsárum.

Wilhelm Emilsson, 22.8.2007 kl. 04:56

4 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ég var að uppgötva Fjarðarkaup. Ögn meira "upscale" en Bónus en líka aðeins dýrara. Maður borgar fyrir þægindin eins og alltaf.

Björg Árnadóttir, 22.8.2007 kl. 09:08

5 identicon

Hvusslags eymingi ertu orðinn eftir alla þessa útlandadvöl kæri bro? Þolir ekki smá kul í kroppinn. Spurning að þú hættir bara að vaxa á þér bringuhárin, þá gæti þetta orðið bærilegra.

Anný Lára (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 15:55

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Já, þetta er auðvitað óttalegur aumingjaskapur. Svona linast maður í útlöndum.

Ég er búinn að leysa þetta vandamál. Næst þegar ég fer í Bónus verð ég í góríllubúningi.

Wilhelm Emilsson, 23.8.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband