Ekki alveg rétt

Í fréttinni stendur: "Dylan hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir að taka þátt í auglýsingum af neinu tagi . . .". Þetta er nú ekki alveg rétt. Dylan leyfði Bank of Montreal að nota lagið "The Times They Are A-Changin'" í auglýsingu. Hann kom einnig fram í Victoria's Secret undirfataauglýsingu og Cadillac auglýsingu. Þetta olli mörgum aðdáendum hans gremju, en Dylan hefur alltaf farið sínar eigin leiðir. Hann er eins og hann er og það er hluti af hans sjarma. Mér finnst samt rétt að félagi Dylans Neil Young eigi síðasta orðið:

Ain't singing for Pepsi,

Ain't singing for Coke.

I don't sing for nobody

Makes me look like a joke.

"This Note's for You"    


mbl.is Dylan í Pepsi-auglýsingu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er mikill Dylan aðdáandi og ég fékk áfall sem ungur yngri maður þegar ég frétti að Dylan gerði slíka hluti eins og að spila í einkaveislum í Dubai.

Núna hins vegar finnst mér að hann ætti bara að græða eins mikið af peningum og hann mögulega getur, aðrir tímar!

Jón (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 10:33

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innlitið, Jón. Sem sagt, The Times They Are A-Changin'!

Wilhelm Emilsson, 30.1.2009 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband