Orðs Trudeaus

Þýðinging á orðum Trudeaus er ekki alveg rétt. Þýðingin í greininni er eftirfarandi:

þeir sem fremji glóru­laust at­hæfi sem þetta eigi ekk­ert er­indi með að til­heyra kanadísku sam­fé­lagi

Trudeau skrifaði:

and these senseless acts have no place in our communities, cities and country

Með öðrum orðum, Trudeau segir að þetta glórulausa athæfi eigi ekki heima í kanadísku samfélagi. Hann fordæmir verkin, en hann er ekki að útskúfa þeim sem framkvæmdu þau úr samfélaginu, enda getur hann það ekki svo auðveldlega ef þeir eru kanadískir ríkisborgarar. 

 


mbl.is Sex látnir í árás í Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning

Segjum sem svo--sem er að sjálfsögðu ekki sjálfgefið--að aðgerðir eins og þær sem forsetinn hefur fyrirskipað séu nauðsynlegar til að vernda öryggi Bandaríkjanna. En málið er að flestir hryðjuverkmennirnir sem stóðu á bak við árásirnar 11. september 2001, þar sem 2996 þúsund manns voru myrtir og yfir 6000 þúsund særðir, voru frá Sádí-Arabíu. Hvers vegna er Sádí-Arabía ekki á bannlista forsetans? Hvert skildi svar hans vera við því?

 

 


mbl.is Íslendingar gætu verið í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband