Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2023

Glæpur og játning

Í fréttinni stendur: “Skýrslu­tök­ur yfir Mur­daugh tóku nærri tíu klukku­stund­ir og játaði hann að hafa myrt eig­in­konu sína, Maggie, og son sinn, Paul, í júní árið 2021.”

Ég er hræddur um að það þurfi að endurskrifa þetta og fyrirsögnina (“Réttað yfir lögmanninum sem myrti fjölskyldu sína.”) Í BBC fréttinni sem vitnað er í stendur að Alex Murdaugh neiti því að hafa framið morðin:

“The 54-year-old has denied the murders, which prosecutors allege were a desperate diversion from decades of financial wrongdoing. But on the stand, he admitted to a number of other crimes, including embezzlement, fraud and a faked assassination attempt.”

Allt bendir til þess að hann sé sekur en hann hefur ekki játað að hafa framið morðin.

UPPFÆRT: Fréttin hefur nú verið endurskrifuð. Takk fyrir það.


mbl.is Réttað yfir lögmanninum sem er sakaður um morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málaferli

Þegar ég heyri um málaferli dettur mér alltaf í hug lagið "Legal Matter" með The Who. Pete Townshend syngur lagið og hann gerir það mjög skemmtilega. 

Now it is a legal matter, baby

You got me on the run

It is a legal matter, baby

A legal matter from now on

Lagaflækjurnar sem tengjast vinnudeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins gætu endað með því að einhver lögsæki sjálfan sig óvart. 

The Who My Generation


mbl.is Forseti ASÍ: Engin pressa frá Eflingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólafælni

Skólaganga byrjar oft með tárum. Mörgum finnst hundleiðinlegt að þurfa að mæta í skólann en láta sig hafa það. Og nú er ég bara að tala um skólastjóra og kennara wink 


mbl.is „Oftast er skólaforðun vandi foreldra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um snjallsíma

Eru snjallsímar forheimskandi? Þeir eru það oft og þeir eru líka ávanabindandi. En þeir er komnir til að vera auðvitað. Snjallsímanotkun eru svolítið eins og reykingar í gamla daga. Að reykja var normið. Svo kom í ljós að reykingar voru heilsuspillandi en fólk hélt samt áfram að reykja. (Þessi bloggfærsla er að sjálfsögðu skrifuð á iPhone.)


mbl.is 9 milljónir fyrir iPhone af fyrstu gerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgát skal höfð í nærveru dýra

Og við erum náttúrulega öll dýr. Samkvæmt Fréttablaðinu er rostungurinn mögulega Framsóknarmaður. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Hér er brot úr fréttinni: 

Elís Pétur Elís­son, íbúi á Breið­dals­vík, sendi Frétta­blaðinu myndir af dýrinu.

Að hans sögn er rostungurinn afar ró­legur en í­búar hafa verið að fylgjast með honum úr hæfi­legri fjar­lægð.

„Hann vildi ekki frosnu síldina sem við vorum að bjóða honum en hann er lík­­lega bara að bíða eftir að hún þiðni,“ segir Elís í sam­tali við Frétta­blaðið. „Mig grunar að hann sé Fram­­sóknar­­maður. Þess ­vegna er hann svona yfir­­vegaður og já­­kvæður og unir sér vel á Breið­­dals­­­vík,“ bætir Elís við í léttu gríni.


mbl.is Rostungurinn stressaður vegna ágangs fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitík og föt

Flest, og kannski allt, hefur pólitíska vídd. Föt, og fataleysi, geta verið hápólitísk. 


mbl.is Af hverju er Selenskí aldrei í jakkafötum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lenínstræti

Friðarstræti verður Lenínstræti. Það segir kannski allt sem segja þarf. Pútín kallaði hrun Sovétríkjanna stærstu geopólitísku ógæfu tuttugustu aldarinnar. Nú vantar bara Stalínstræti.


mbl.is Maríupól eyðilögð og endurbyggð sem rússnesk borg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver verður tilnefndur næst?

Hver verður tilnefndur næst? Drakúla? Svarthöfði?


mbl.is Erdogan tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttan um söguna

Við lifum á tímum þegar nýpúrítanar endurskrifa söguna, sem er í sjálfu sér ekkert óvenjulegt. Það er alltaf verið að endurskrifa söguna. Samkvæmt fræðum þessa hóps, sem er orðinn ansi valdamikill, er málverkið af Leifi Eiríkssyni enn eitt dæmið um "hvíta yfirburðahyggju" og þeir sem samþykkja það ekki eru, meðal annars, sakaðir um að vera haldnir "hvítri viðkvæmni" ("white fragility"). Það er svolítið merkilegt hvað fræðingar sem telja sig vera að berjast gegn rasisma geta verið rasískir. Þetta heilkenni kallar málfræðingurinn John McWhorter woke rasisma ("woke racism"). 

Og ekki orð um það meir.


mbl.is Umdeildur flutningur Leifs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bókmenntir

Bókmenntir eru stórhættulegar. Það er öruggast að banna þær bara.


mbl.is Ritskoða barnabækur sem allir kannast við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband