Bloggfærslur mánaðarins, mars 2024

Hvað er málið?

Í greininni stendur:

„Ég hef enga rosa­lega trú á því að ís­lenskri tungu verði viðhaldið með lög­um. Ef þetta snýst um það hvort þjóðin vill halda í tungu­málið og ef hún vill það þá á ekki að þurfa lög til þess. Mér finnst al­veg mega skoða það hvort það eigi eitt­hvað að herða á lög­um hvað þetta varðar, sem sagt hvað varðar notk­un fyr­ir­tækja og einkaaðila á ís­lensku á op­in­ber­um vett­vangi,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Ég skil ekki alveg hvað Eiríkur er að fara þarna. Hann segist hafa „enga rosa­lega trú á því að ís­lenskri tungu verði viðhaldið með lög­um“ en segir líka að það megi „skoða það hvort það eigi eitt­hvað að herða á lög­um hvað þetta varðar“. Ef málinu verður ekki viðhaldið með lögum hvers vegna þá að setja eða herða lög um málnotkun? 


mbl.is Íslendingar eftirbátar Eista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptafræði fyrir byrjendur

Ráðleggingar Tinnu eru góðar en það kemur á óvart að eigandi fyrirtækisins sé að átta sig á því fyrst núna að það sé enginn dans á rósum að reka lítið fyrirtæki. Kannski væri bara best fyrir hann að hætta rekstri og fara að vinna hjá einhverjum öðrum. 


mbl.is Er að gefast upp vegna heimtufrekju starfsfólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kántrí

Mér finnst kántrí í góðu lagi en ég nennti nú ekki að hlusta á nema helminginn að þessu lagi með Miley Cyrus og Beyoncé. Mæli frekar með "Jolene" með Dolly Parton og "Cold, Cold Heart" með Hank Williams.


mbl.is Miley þakkar Beyoncé fyrir samstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar tónlistarfólk hættir

Sagan hefur kennt okkur að tónlistarfólk sem segist ætla að hætta hættir yfirleitt ekki. The Who hafa t.d. farið í ansi margar lokatónleikaferðir.


mbl.is Lizzo: „Ég er hætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farsaframbjóðandinn

Án Kennedy-nafnsins væri þessi maður bara venjulegur samsæriskenninga-trúður. Fylgjendur hans virðast aðalega vera öfga-hægri og öfga-vinstrimenn, sem kemur ekkert sérstaklega á óvart. Besservisserar allra landa sameinist! tongue-out


mbl.is Varaforsetaefni Kennedy-erfingja kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump sigurvegari og tapari

Trump: alltaf að græða. Samt finnst honum lífið svo ósanngjarnt. Ekkert nema endalausar nornaveiðar. En samt er hann bestur í öllu að eigin sögn og allir elska hann og vita að hann er frábær. Trump er maður þversagna en hann er ekki einn um það.


mbl.is Trygging Trumps lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of seint

Hugsanlega hefðu fleiri tattú bjargað sambandinu. Hugsanlega ekki. En núna er orðið of seint að gera nokkuð. Svona er lífið. 


mbl.is Hollywood-stjörnur slíta trúlofuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalda stríðið langa

Leiðinlegt hve Rússar eru alltaf óheppnir með valdamenn og pínlegt hve margir á Vesturlöndum, hinir svokölluðu nytsömu sakleysingjar (useful idiots), hafa stutt vonda rússneska valdhafa í gegnum tíðina. En þannig er þetta bara. Kalda stríðið heldur áfram.


mbl.is Rússar segja Ísland styðja úkraínska nasista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpir og föndur

Hvernig væri að taka almennilega á lífshættulegri glæpastarfsemi í landinu í stað þess að standa í svona föndri?


mbl.is Vilja banna veðmál á kappleiki barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krísa á stjórnarheimilinu

Stjórnarheimilið þarf á fjölskylduráðgjöf að halda áður en það breytist endanlega í sirkus.  En kannski er skilnaður bara besta lausnin. Þetta gengur varla mikið lengur. Bjarni Benediktsson er bókstaflega orðin gráhærður.


mbl.is Síðasti séns fyrir sjálfstæðismenn að sanna sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband