Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Hinstu dagar

Ég sagði upp áskrift að kapalsjónvarpi fyrir alllöngu. Ég hef ekkert á móti sjónvarpsglápi en hlutfallið af rusli var bara orðið svo hátt og auglýsingaflóðið svo yfirgengilegt að ég hreinlega nennti ekki að standa í þessu lengur. Þess í stað keypti ég mér gott sjónvarp og horfi á DVD diska. Mér líkar það bara vel.

Ég var að enda við að horfa á Last Days eða, svo maður skrái titilinn í allri sinni dýrð,

Gus Van Sant's

Last Days

Van Sant gerði My Private Idaho sem er frábær. Last Days fjallar um síðustu dagana í lífi Kurt Cobains. En aðalhetjan kallast reyndar Blake, eins og skáldið breska, sem er ekki tilviljun. Tónverk í myndinni kallast "The Doors of Perception," sem er ljóðlína úr verki eftir William Blake. 

Lagalegar ástæður hafa kannski ráðið því að leikstjórinn notaði ekki nafn Cobains. Kannski hefur hann ekki viljað lenda í málaferlum við Courtney Love. Hún getur verið hörð í horn að taka. Þessi mynd er nokkurs konar útfærsla á sögu Edgar Allan Poe "The Fall of the House of Usher," sem er ein af mínum uppáhaldssmásögum. Taugaveikluð, uppdópuð listaspíra vafrar um stórt skuggalegt hús--og deyr. Frábært!

Ég hef voða gaman af svona úrkynjunarpælingum en myndin hefði getað verið miklu betri. Kurt Cobain var merkilegur einstaklingur og kom oft vel fyrir sig orði. Í þessari mynd muldrar hann út í eitt og nær aldrei að koma útúr sér óbrenglaðri setningu. Sennilega á þetta að sýna hve hann var illa á sig kominn, en þetta er nú svolítið ýkt. Svo var eitt besta atriðið í myndinni klippt út. (Guð sé lof fyrir aukaefnið!) Það sýnir söguhetjuna tjá sig í gegnum tónlistina. Alger mistök, Gus!

En myndin er ekki alvond. Myndskeið með lagi Velvet Underground "Venus in Furs" er til dæmis sérlega vel heppnað. 

(Smellið hér ef þið viljið heyra lagið http://www.youtube.com/watch?v=JR_GoyiWPEA)

Hér kemst verkið á flug. Venus in Furs er skáldsaga eftir Leopold von Sacher-Masoch og tilheyrir sömu úrkynjunarstefnu (Decadence) og smásaga Poe. (Þó stefnan hafi blómstrað í lok nítjándu aldar er Poe yfirleitt talinn frumherji stefnunnar.) Lagið er eftir Lou Reed sem er einn af aðaltengiliðum rokkmenningar við úrkynjunarstefnuna. Reed var líka heróin neytandi eins og Cobain og fjallaði oft um undirheima fíknarinnar í lögum sínum. Sem sagt, hér magnar Van Sant upp kraftmikinn seið með því að bræða saman nítjándualdar úrkynjunarpælingar, gamla rokkstjörnu (Reed) og nýjan rokkspámann (Cobain). Hér er vers úr lagi Reeds sem getur til kynna lífsþreytuna sem plagaði þá báða:

I am tired, I am weary
I could sleep for a thousand years
A thousand dreams that would awake me
Different colors made of tears

Þetta er dimm en falleg sorg, sem er eitt af einkennum úrkynjunarstefnunnar. Lagið "Venus in Furs" er ekki ósvipað "The End" með The Doors. Texti Jim Morrisons fjallar auðvitað um hinstu daga eins og mynd Van Sants. Auk þess er nafn The Doors fengið að láni úr ljóðlínu William Blakes sem ég vitnaði í. Þetta eru smekklegar tilvitnanir hjá leikstjóranum. Tilvitnanir í önnur listaverk eru mjög í anda úrkynjunarstefnunnar.
 

Meira af þessu, Gus! Þá hefði myndin orðið betri. En í heild sinni er verkið því miður ekki alveg nógu sannfærandi. Kurt Cobain, og áhorfendur, eiga aðeins betra skilið. Engu að síður hafði ég gaman af því að pæla í myndinni og skrifa um hana hér.

 


Keith Richards: Ávallt viðbúinn

Fyrst ég var að skjóta á Rolling Stones í síðustu bloggfærslu, þá langar mig nú að bæta fyrir það og setja hér inn klippu sem sýnir hve vel Keith stendur vörð um vin sinn Mick.

http://www.youtube.com/watch?v=hv5oR-sv1tY&mode=related&search=

Takið eftir því hvernig karlinn heldur áfram að spila eins og ekkert hafi í skorist þegar allt er um garð gengið.

P.S. Ég læt þetta Saturday Night Live grín fylgja með. Mike Myers leikur Mick og Mick leikur Keith!

http://www.youtube.com/watch?v=b1RjpgKviYA&mode=related&search=

 


Eldsynfóníur og auðvald

FireworksÍ Vancouver ríður nú yfir mikil flugeldasýning, en auðvitað jafnast ekkert á við íslenskt gamlárskvöld. Ég var á Íslandi yfir áramótin. Dásamleg klikkun! Í Vancouver teppist miðbærinn af fólki. Ég leiði þetta hjá mér að þessu sinni. Er reyndar á leiðinni í bæinn að hitta fólk, en við komum ekki nálægt miðbænum. 

Þetta flugeldafyrirbæri hét áður Benson and Hedges Symphony of Fire. Eldglæringar í boði sígarettufyrirtækis. Svolítið kaldhæðnislegt. Nú heitir þetta HSBC Celebration of Light og er í boði banka. Hvenær skyldi íslenska gamlárskvöldið verða í boði öflugs banka eða fyrirtækis? Kannski bara spurning um tíma. Welcome to the Glitnir Gamlárskvöld! Nei, það er ekki fallegt af mér að gera grín að bankanum mínum.

Ég hætti að ergja mig á tengslum fyrirtækja, menningar og lista fyrir allnokkru síðan. Eftir að Rolling Stones voru í boði Budweisers, Led Zeppelin seldu "Rock´n´Roll" til Ford, og Bob Dylan seldi "The Times they Are a-Changin" til The Bank of Montreal var augljóst að baráttan var vonlaus. Þessi þróun er brjóstumkennanleg, en maður verður bara að taka henni eins og hverju öðru hundsbiti. Mér fannst flott að The Sex Pistols neituðu að gangi í hið hallærislega Rock'n'Roll Hall of Fame. Það er ennþá töggur í Johnny Lydon.

Núna er Bank of Montreal bankinn minn hér í Kanada. Haha! Hann bauð bestu kjörin og engin ástæða til að notfæra sér það ekki. Nóg græða þessir bankar á okkur samt. Maður getur varla snúið sér við í bankastofnun án þess að borga þjónustgjald. En nóg um það. Svo maður vitni í Midnight's Children eftir Salman Rushdie, "What cannot be cured must be endured."


Dagur í senn

Sumar dagar eru einhvern veginn alveg út í hött. Þannig var gærdagurinn. Ég held að dagurinn í dag verði skárri.

Um The Fall og fótbolta

Ég er mikið í því þessa dagana að enduruppgötva ýmislegt frá níunda áratugnum eins og fram hefur komið í þessu bloggi. Á sínum tíma gerði ég heiðarlega tilraun til að læra að meta The Fall. Ég keypti smáskífuna "The Man Whose Head Expanded" hjá Ása í Gramminu og spjallaði við hann um lagið eftir að ég hlustað á það. Ási var svona Robert Peel Íslands fannst mér, einstaklega geðþekkur og kúltíveraður maður. Eins og Peel var Ási mjög hrifinn af The Fall. Ég var eitthvað að malda í móinn. Þetta var ekki alveg nógu fágað fyrir minn smekk. Maður var soddan fagurkeri á þessum árum og þess vegna ekki alltaf í réttum andlegum stellingum fyrir pönkið og nýbylgjuna. En ég gaf The Fall ekki upp á bátinn og fór meira að segja á tónleika þeirra í Austurbæjarbíói, en frelsaðist nú ekki. Síðan liðu mörg ár.

Jæja, þótt ég hefði ekki kunnað að meta "The Man Whose Head Expanded" á sínum tíma þá dúkkaði viðlaginu alltaf upp í kollinum á mér annað slagið og svo sló ég til um daginn og endurnýjaði tengsl mín við The Fall--og, viti menn, mér fannst hljómsveitin stórmerkileg. Nú verða þeir með hljómleika í Austurbæ þann 17. nóvember. Ég verð nú ekki á landinu, því miður. Annars hefði maður auðvitað skellt sér.

Þó að textar Mark E. Smith séu mjög torræðir þá eru ákveðin þemu í þeim sem hjálpa manni að skilja hvað hann er að fara. Eins og öll alvöru ljóðskáld hefur hann skapað sér sinn eigin heim sem fólk þarf að kanna til að fá eitthvað útúr efninu. Nokkur lykilþemu hjá honum eru: paranoía, Þjóðverjar og breska þjóðarsálin. Ég hef áhuga á þessu öllu.

Hér eru hugleiðingar Mark E. Smith um fótbolta, sem spilar auðvitað stóra rullu í breskri menningu, sem og í íslenskri auðvitað. Ég læt myndband fylgja. (Svo þarf ég endilega að sjá þessa mynd um Spörtu, 300.)

http://www.youtube.com/watch?v=gaxB5qRSq1I

Textinn er af enskri vefsíðu.

THEME FROM SPARTA F.C.

Come on I will show you how I will change
When you give me something to slaughter
Shepherd boy (Hey!)
Everybody sing (Hey!)
Better act quick (Hey!)

Be my toy
Come on have a bet
We live on blood
We are Sparta F.C.

[background vocal by Elena] [1] 

[Elena er hin gríska, þýskmenntaða eiginkona Smiths. Hún er í bandinu.] 

I don't have a jack knife it went up the hill
I don't know if i'll get it back
But by hook or by crook I will
Hey! Hey!

Be my toy
Come on have a bet
We live on blood
We are Sparta F.C.

Hey! Hey!

We have to pay for everything (Hey!)
But some things are for free (Hey!)
We live on blood (Hey!)
We are Sparta F.C. (Hey!)
English Chelsea fan this is your last game (Hey!)
We're not Galatasary We're Sparta F.C. (Hey!)

[background vocal by Elena] [1]

And take your fleecy jumper you won't need it anymore
It is in the car boot moving away
'Cause where you are going clothes won't help
Stay at home with TV set

Be my toy
Come on have a bet
We live on blood
We are Sparta F.C.

Cheap English man in the paper shop
You mug old women in your bobble hat
Better go spot a place to rest
No more ground boutique at match in Chelsea
We are Sparta F.C.

Come on have a bet
We live on blood
We are Sparta F.C.

Hey! Hey!

Shepherd boy (Hey!)
Everybody sing (Hey!)
Better act quick (Hey!)
Be my toy (Hey!)
Come on have a bet (Hey!)
So I can win (Hey!)
This is not a poem (Hey!)
For the bin (Hey!)
I don't have a jack knife (Hey!)
It went up the hill (Hey!)
I don't know if I'll get it back (Hey!)
By hook or crook I will (Hey!)
English Chelsea fan (Hey!)
This is your last game (Hey!)
We're not Galatasary (Hey!)
We're Sparta F.C. (Hey!)

Sparta!

Note: [1] Elena's backing vocals are in Greek.

Phonetic Translation:
Ella Na Soo Thixo
Poso tha alaxo
Otan tha moo thosis
Kati na sfaxo
Ella valeh stihima
Yia na kerthiso
Afto then ineh pimma
Yia ta skoopithia.

English Translation:
Come and I will show you
How I will change
When you give me
Something to slaughter
Come and have a bet
So i can win
This is not a poem
For the bin.


Tilfinningalíf karlmanna

Ég hef lúmskt gaman af sjálfshjálparbókum og hef reyndar skrifað inngang að einni í smásögu. Sú skáldaða sjálfshjálparbók heitir Face it! You're a Loser. En nóg um það í bili. Hér er upphafið að íslenskum sjálfshjálpartexta sem kallast Tilfinningalíf karlmanna. Höfundurinn er Árni Þór Hilmarsson. Stapaprent, prentsmiðja föður míns og meðeiganda hans prentaði!

Íslendingar hafa lengstum verið stoltir af uppruna sínum og sögu. Löngu horfnar hetjur aftan úr grárri forneskju eru okkur enn ljóslifandi og Íslendingasögurnar eru eilíft rannsóknarefni fræðimanna þjóðarinnar. Þegar við lítum nánar á hetjur Íslendingasagnanna kemur í ljós að það eru ákveðin persónueinkenni sem söguritarar hafa dáð í fari þessara manna. Þetta eru einkenni eins og óttaleysi, áræði, tryggð, vísdómur, miskunnarleysi, stolt og hefnigirni. Heiður manna byggist á því að láta aldrei hlut sinn fyrir neinum. Í huga þjóðarinnar hafa þessir eiginleikar orðið ímynd karlmennsku. Samfara hetjudýrkuninni hefur því karlmennskudýrkunin samofist vitund þjóðarinnar.  

Það er mikið til í þessu. "Aldrei hræddur, aldrei kalt," er slagorð hins hefðbundna íslenska karlmanns. Töffaraskapurinn, sem getur verið hressandi, en oft bara þreytandi og lúðalegur sprettur að miklu leyti úr þessum varðvegi, jarðvegi sem hefur svo blandast Hollywoodkappamenningu.

Af hverju er ég að pæla í þessu? Jú, mér var boðið að halda fyrirlestur fyrir gamla háskólann minn, The University of British Columbia, Vancouver, um Íslendingasögur og íslenskar nútímabókmenntir. Mér finnst Halldór Laxness hafa gert hugmyndinni um hetjuskap snilldarleg skil í Gerplu. Segja má að bókin sé hetjuleg aðför að hetjuskap, en hún er þó fyrst og fremst drepfyndin.


Sultur

Knut Hamsun hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, sem og August Strindberg og Edward Munch. Einhvern veginn hefur mér alltaf fundist að þeir væru sami maðurinn. Þessi norræna firring sem einkennir líf og verk þeirra höfðar rosalega til mín.

Hér er upphafið að Sulti eftir Hamsun í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi. Svakalega er það svalt að vera frá Kaldaðarnesi. Ég er bara frá Garðabæ. Hljómar einhver veginn ekki alveg eins grípandi. Jæja, Sultur hefst svona:

Það var á þeim árum, þegar ég ráfaði um og svalt í Kristíaníu, þessari undarlegu borg, sem enginn yfirgefur fyrr en hann hefur látið á sjá . . .

Einfalt, hnitmiðað, dularfullt.

Þótt ég hafi sagt að ég væri úr Garðabæ, þá er ég fæddur í Reykjavík, sem vissulega er líka undarleg borg sem setur mark sitt á mann. "Reykjavík, ó Reykjavík!" Muna ekki allir eftir "Ó Reykjavík" með Vonbrigðum? Nú langar mig að heyra lagið aftur. Söngvarinn söng þetta eins og hann væri á barmi taugaáfalls. Gargandi snilld.

Þegar ég kem í heimsókn til Íslands fæ ég mér alltaf pylsu með öllu og kók á Bæjarins bestu og geng síðan upp á Bárugötu, þar sem ég bjó þangað til ég var sjö ára. Þar byrjaði heimurinn. Þegar ég fer á Bárugötuna er eins og ég geti gengið inn í eigin bernsku. Ég er mjög þakklátur fyrir að þessi hluti borgarinnar hefur ekki breyst mikið.

Ég hóf mína skólagöngu, sem varð ansi löng, í Gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu. Við byrjuðum hvern dag með því að syngja "Ó Jesús bróðir besti." (Maður bar nú aldrei fram s-ið í Jésús, og ég held að fæstir geri það, en svona er textinn upprunalega. Þetta er jú nefnifall.)

Ó Jésus bróðir besti

og barnavinur mesti,

æ, breið þú blessun þína

á barnæskuna mína.

 

Mér gott barn gef að vera

og góðan ávöxt bera

og forðast allt hið illa

svo ei mér nái að spilla.

Afskaplega fallegt lag og ljóð. Ég syng þetta stundum, þótt ég sé gersamlega guðlaus maður.

 

 


Bókmenntahornið

Ævisaga

Ég er afkomandi hraustra, bláeygðra víkinga. Ég á ætt að telja til hirðskálda og sigursælla konunga. Ég er Íslendingur. Nafn mitt er Tómas Jónsson. Ég er gamall.

     nei  nei

                                                                        Guðbergur Bergson, Tómas Jónsson: Metsölubók.

 

Elskendur í stormi sem aldrei sáu að ástin var aðeins blindsker. Blindsker.

                                                                                Bubbi Mortens, "Blindsker."

 

a change of speed, a change of style

a change of scene, with no regrets

a chance to watch, admire the distance

still occupied, though you forget

          Joy Division, "New Dawn Fades." 

 

 


Níundi áratugurinn

Ég var ungur maður á síðustu öld. Níundi áratugurinn var minn tími. Reyndar er það nú bara bull. Manni fannst flest asnalegt á þessum tíma, en svona eftir á að hyggja var níundi áratugurinn ekki eins mikill hryllingur og sumir vilja vera láta.

Ég fer stundum á YouTube til að kíkja á hin og þessi myndbönd. Þegar maður býr erlendis--á Stór-Vancouver svæðinu, Kanada, nánartiltekið--þá notar maður oft netið til að fylgjast með því sem er að gerast á Íslandi og lætur stundum eftir sér að gæla við fortíðarfíkn. Ég sló inn "Þeyr" og, viti menn, upp spruttu þrjú myndbönd. Það er mjög sérstakur andi yfir þessu. Þessir náungar voru metnaðarfullir og greinilega meðvitaðir um að þeir voru að taka þátt í alþjóðlegri tónlistarbylgju. Samt var þetta með séríslenskum formerkjum. En þeir sungu á ensku. Heimsyfirráð eða dauði kannski? Þeir voru í einhvers konar samstarfi við Killing Joke, en Þeyr urðu aldrei frægir og það er allt í lagi. Samt svolítil synd að allur þessi kraftur skuli ekki hafa fengið meiri athygli heimsins. Hvað varð um þessa menn? Ég sá Þorstein Magnússon spila með Bubba á 06.06.06 konsertnum hans. En ég veit ekkert um hina.

Svo kom gegnumbrotið: Sykurmolarnir/The Sugarcubes. Allt í einu las maður í Melody Maker, eða var það NME, að Sykurmolarnir hefðu verið að spila fótbolta við The Cure. Robert Smith meiddist. Hann sparkaði í málmkross sem einhver Molanna var með á fætinum. En Smith tók þessu vel. Íslenskir tónlistarmenn og breskir orðnir jafningjar. Ísland orðið töff. Ekki lengur púkó.

Svo kom Björk. En þetta gerðist auðvitað ekki einn, tveir og þrír. Þær pælingar sem höfðu verið í gangi var forvinnan, jarðvegurinn. Níundi áratugurinn. Gæti hafa verið verri. 

 


Tilraun

Langar að prófa þetta mbl.is blogg. Svo einfalt er það nú.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband