Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015

Trú innri friðar

Og ég sem hélt að Búddismi væri trú hins innri friðar og að búddístar létu ekki eitthvað unglingagrín á fámennri eyju í Norður Atlandshafi angra sig. En fyrst búddistarnir eru orðnir reiðir er ólíklegt að það rói þá að setja enskan texta á myndbandið. Verða þeir þá ekki bara ennþá reiðari? 

Búdda 


mbl.is Verslingar vekja reiði í Taílandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindi og trú

Vísindakirkjan tvinnar saman vísindi og trú. Er það ekki win-win? En, nei, nei, alltaf þurfa þessir óþolandi efasemdamenn að eyðileggja allt! :)


mbl.is Skuggahliðar kirkjunnar afhjúpaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grátt silfur

Menn elda grátt silfur. Þeir elta það ekki.


mbl.is „Clarkson getur sjálfum sér um kennt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með vottorð í stjórnmálum

Jimmie Åkes­son ætti kannski að íhuga að fara aftur í veikindafrí.


mbl.is Viðtal við Åkesson veldur fjaðrafoki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá spurning

Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar um grein Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur: 

Blað sem kall­ar sig „Kvenna­blaðið“ ætti kannski að hugsa sig tvisvar um áður en það birt­ir pist­il . . .

Uh, er þetta ekki klassískt dæmi um "skömmun" og þöggun? Ég bara spyr.


mbl.is Sakar Kvennablaðið um drusluskömmun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sögukennsla með Eddie Izzard


mbl.is Izzard tók „selfie“ við Sæbrautina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira réttlæti

Það verður að setja kynjakvóta á þetta. Annars hefur feðraveldið unnið.

Teikning


mbl.is Þingkona sýnir á sér geirvörtuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Regluverk

Ingibjörg Sólrún segir:

Það er ekk­ert at­huga­vert við það að bjóða sig fram gegn sitj­andi for­manni en Sam­fylk­ing­in hef­ur mótað sér ákveðnar regl­ur um hvernig for­manns­kjör eigi að fara fram og það er mjög mik­il­vægt að þær regl­ur séu virt­ar en ekki reynt að nýta glufu í reglu­verk­inu til að steypa sitj­andi for­manni.

Er „glufa" í regluverkinu, eða er Ingibjörg Sólrún bara ósátt við að einhver bauð sig fram geng sitjandi formanni? Hún getur ekki sýnt fram á að framboðið hafa verið á skjön við núverandi reglur flokksins. Kosningin er annað hvort lögleg eða ólögleg. Enginn hefur sýnt fram að að hún sé ólöglegt.

Til að fá á hreint hvort flokksmenn eru sáttir við núverandi fyrirkomulega væri best að kjósa um það í almennri kosningu. Eru flokksmenn sáttir við að hægt sé að bjóða sig fram gegn formanni á aðalfundi eða ekki? Ef flokkurinn getur ekki haft svona grunnatriði á hreinu er hann ólíklegur til að njóta trausts kjósenda.


mbl.is Framboðið var misráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingræði? Hvað er nú það?

Í greinnni stendur:

Björn Ingi Hrafns­son, um­sjón­ar­maður Eyj­unn­ar, spurði Gunn­ar Braga út í vinnu­brögðin: hvort ekki hefði verið rétt­ast að fara með aft­ur­köll­un ESB-um­sókn­ar fyr­ir þingið. Gunn­ar sagði það hafa verið reynt fyr­ir ári síðan en að til­laga rík­is­stjórn­ar­inn­ar hefði verið tek­in í gísl­ingu af stjórn­ar­and­stöðunni. Rík­is­stjórn­in taldi því far­sæl­ast að ljúka viðræðum með þeim hætti sem varð þar sem ný til­laga hefði að öll­um lík­ind­um verið tek­in í gísl­ingu af stjórn­ar­and­stöðunni . . .

Já, þingræði getur verið þungt í vöfum. Þess vegna er miklu einfaldara að leiða svoleiðis leiðindi bara hjá sér og gera það sem manni dettur í hug.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist 11% í síðustu skoðanakönnun. Framsókn hefur engu að tapa, þannig að maður getur kannski skilið að flokkurinn hafi gert þetta. En að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að taka þátt í þessum gjörningi sýnir furðu mikinn skort á sjálfstæði og sjálfsbjörg. Þetta getur bara skaðað orðspor flokksins.


mbl.is „Ekkert valdarán átti sér stað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning um að bíða aðeins?

Stjórnarandstæðingar í Rússlandi þurfa kannski bara að bíða í nokkra mánuði þangið til Pútín viðurkennir þátt rússneskra stjórnvalda í því sem er að gerast í Úkraínu--eins og hann gerði með þátttöku rússneskra stjórnvalda í því sem gerðist á Krímskaga, þrátt fyrir að hafa neitað öllu í nokkra mánuði. Allir helstu andstæðingar Pútíns í Rússlandi er horfnir yfir móðuna miklu. Hann getur sagt og gert það sem hann vill.

 

UPPFÆRT: Þetta tók styttri tíma en ég bjóst við. Í nýrri frétt Morgunblaðsins sendur:

Þá sagði hann í heim­ilda­mynd­inni að hann hefði sent rúss­nesk­ar her­sveit­ir yfir til Úkraínu til að af­vopna 20 þúsund úkraínska her­menn.

Pútín 


mbl.is Skýrsla Nemtsov birt í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband