Grænkeri

Ég athugaði hvort það er til íslenskt orð yfir "vegan". Sú var raunin og orðið er grænkeri. Það gæti verið verra.


mbl.is „Þú þarft ekki að gerast vegan til að ná árangri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandamál

Í fréttinni stendur:

Hann [kaþólski presturinn Mezzi] seg­ir að núna sé töngl­ast á því á forsíðum blaðanna að pilt­arn­ir séu skrímsli. „En raun­veru­lega vanda­málið er að skól­ar og fjöl­skyld­ur eru ekki nægj­an­lega und­ir­bú­in und­ir nýj­ar áskor­an­ir unglings­ár­anna,“ seg­ir Mezzi.

Það er nefnilega það. Ætli sé ekki líklegra að raunverulega vandamálið sé að drengirnir eru psykópatar. 


mbl.is Ítalska þjóðin slegin óhug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræði

"Þau lenda í hegðun­ar­vanda í skóla, á heim­il­inu eða með vin­um."

Hvernig "lendir maður í hegðunarvanda". Kemur maður sér ekki í vandræði með hegðun sinni?  Þetta snýst ekki bara um tungumál, heldur skilning á hegðun. Erum við fórnarlömb sem eru alltaf að "lenda í einhverju" eða berum við ábyrgð á hegðun okkar?


mbl.is „Þetta er nýtt form af örorku“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband