Nýjar tennur

Þegar ég var í barnaskóla var rekinn mjög áhrifaríkur áróður fyrir tannhirðu. Hreinar tennur skemmast ei! Og sagan um Karíus og Baktus brenndist inn í barnshugann. Ég man að ég vorkenndi þeim samt svolítið þegar þeir fóru beinlínis í vaskinn. Þeir misstu heimilð sitt og nú deyja þeir! hugsaði ég. Ég var svo góður í mér. (Það er reyndar merkilegt hvað vel samsettur áróður og frasar sitja í manni. Þó ég sé ekki kommúnisti þá stend ég mig stundum að því að söngla, „Lifi kommúnisminn og hinn rauði her!" Ég hef ekki hugmynd um hvar ég lærði þetta. Einhver veginn líður mér alltaf betur á eftir.) 

Fyrir þá sem hafa áhuga á tönnum fólks í fréttum þá er hér umfjöllunum um tennur Davids Bowie.

 

 


mbl.is 17 best tenntu Íslendingarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband