Bloggfærslur mánaðarins, maí 2023

Charlottesville

Í fréttinni stendur:

Biden vitnaði hins veg­ar beint í orð Trumps, sem hann lét falla í kjöl­far mót­mæla í Charlottesville 2018 . . . 

Atburðirnir í Charlottesville áttu sér stað í ágúst 2017, ekki 2018.


mbl.is Kynþáttahyggja stærsta hryðjuverkaógnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÍSUM UPP! (Nema það rigni)

Er ég að skilja þetta rétt? Var byltingunni frestað vegna þess að veðrið var ekki nógu gott?


mbl.is Úrkoma setti strik í reikninginn á allsherjarmótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegar hugmyndir

Margir eru hneykslaðir á CNN að hafa sjónvarpað viðtalsþætti við forsetaframbjóðandann og fyrrverandi forsetann kjaftfora, Donald J. Trump. Þeim finnst þessi ákvörðun ekki bara óviðeigandi heldur einnig beinlínis ógn við lýðræðið. Þessi viðbrögð sýna að málfrelsi--sem er, eins og allt sæmilega upplýst fólk ætti að vita, einn af hornsteinum lýðræðins--á undir högg að sækja um þessar mundir. Krafa fólks um að fjölmiðlar fjalli ekki um menn og málefni sem þeim líkar ekki við er miklu meiri ógn við lýðræðislegt og frjálslynt samfélag en hugmyndir sem okkur líkar ekki við. Allar hugmyndir geta verið hættulegar. Það er eðli hugmynda. Við verðum að læra að fjalla um þær á vitrænan hátt í stað þess að hræðast þær. Við höfum ekkert að óttast nema óttann sjálfan, sagði Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti.


Trump, CNN og Lenín

CNN skipulagði og sjónvarpaði borgarafundi með Donald Trump 10. maí, þar sem hann sat fyrir svörum. Kaitlan Collins, fréttakona hjá CNN, var fundarstjóri. Trump hefur engu gleymt og ekkert lært, sem á náttúrulega við flest okkar. Hann er bæði slægur og veruleikafirrtur, sem er einkenni margra leiðtoga. Slíkir einstaklingar, Vladímír Lenín er gott dæmi, sveigja og beygja veruleikann að vilja sínum og bókstaflega skálda söguna. Á sínum tíma töldu sumir að Lenín væri geðveikur en hann var bara fanatískur frekjuhundur, eins og Trump. Orka og sannfæringarkraftur slíkra foringja er svo yfirþyrmandi að fólk dáleiðist ef það gætir sín ekki. Ansi margir—það skiptir ekki máli hvort þeir eru hægri- eða vinstrisinnaðir—þrá sterka leiðtoga. Við erum svo frumstæð. En við þurfum alltaf að borga reikninginn að lokum. Höfum við efni á fleiri öfgamönnum? Sennilega ekki en það er enn nóg framboð og eftirspurn að sjálfsögðu. Við erum svo lengi að læra.


Hnignun Kennedy fjölskyldunnar

Forsetaframbjóðandinnn og demókratinn Robert Kennedy Jr er hér sleginn rækilega út af laginu, nánast óvart, af FOX NEWS þáttastjórnandanum Sean Hannity. Það kannski ekki hlæjandi að þessu því Robert Kennedy Jr er fáráður en hann mælist samt með 19% fylgi, sem eru auðvitað slæmar fréttir fyrir Joe Biden og góðar fréttir fyrir Trump.

https://cdn.jwplayer.com/previews/aRc7HoGx


Fólk sem lýgur

Það er fullt starf að komast að því hvað, ef eitthvað, er satt af því sem þessi maður sagði um líf sitt, menntun og starfsferil. Svo er alltaf jafn fyndið að sjá hvað fólk sem verður uppljóst að raðlygum er hneykslað á því að vera sakað um að vera óheiðarlegt. Þetta er auðvitað hluti af persónuleika þess og blekkingarvef. Svona manneskjur er líka oft duglegar við að berjast gegn alls kyns óréttlæti, því það er hentugt skálkaskjól og svínvirkar.


mbl.is Saksóknari ákærir þingmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rokk & örlög

Ég verð nú að viðurkenna að ég hélt að þetta band væri löngu hætt. Svo ruglaði ég alltaf saman Sum 41 og Blink-182, kannski vegna þess að þetta er sami grautur í sömu skál. Þetta voru börn síns tíma, tattóveruð, full af orku og nett óþolandi, en líta núna út eins og gamlir útigangsmenn, sem virðast vera örlög flestra rokkara. 


mbl.is Sum 41 leggur upp laupana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sandpólitík

Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Gallups er Flokkur fólksins með 6% fylgi. Fólkið er greinilega ekki að kaupa það sem sem flokkurinn er að selja, jafnvel þótt flokkurinn segist ætla að "útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi". Kannski eykst fylgið um brot úr prósenti ef flokkurinn lofar heimsfriði. Kannski ekki.

Er það möguleiki að Flokkur fólksins sé, eins og margir smáflokkar, byggður á sandi? 


mbl.is Katrín með „augun full af sandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litla stórþjóðin

Ísland í toppsætinu eins og oft áður! Allt tekið með trompi. Svona erum við bara.


mbl.is Íslendingar eiga heimsmetið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til umhugsunar

Hvernig væri að hjálpa fólki að hætta að nota lífshættuleg fíkniefni í stað þess að auðvelda því að viðhalda fíkninni? Hvernig væri að íhuga það að þegar kemur að banvænum fíkniefnum er hin svokallaða skaðaminnkandi nálgun í raun skaðahvetjandi. Ef við viljum fara varlega er ekki best að gera allt sem við getum til að stöðva áhættuhegðun í stað þess að viðhalda henni?


mbl.is Gæti bjargað mannslífum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband