Frelsi til að trúa

Menn mega trúa því sem þeir vilja en þegar bókstafstrúarfólk reynir er að stöðva það að þróunarkenningin sé kennd í skólum berjast skynsemir Bandaríkjamenn gegn því. Þegar reynt er að troða „Intelligent Design" inn í pensúmið berjast þeir gegn því líka, réttilega, því sú kenning stenst einfaldlega ekki þær kröfur sem vísindaleg kenning þarf að uppfylla.Cosmic 

 


mbl.is Ekki sammála um tilurð heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef vísindin væru bara nógu viss ...

Og er ekki allt í lagi að leyfa Intelligent design að heyrast í skólum?

Um leið og ég óska þér farsæls nýs árs, Wilhelm, mæli ég með því að þú lesir þessa grein eftir dr. Þorstein Óskarsson eðlisfræðing: Um þróunarkenningu og kristinfræði í skólum.

Jón Valur Jensson, 1.1.2014 kl. 02:07

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir kveðjuna og greinina, Jón Valur. Gleðilegt nýtt ár, sömuleiðis. „Let's hope it's a good one, without any fear," eins og nafni þinn John og hans kona sungu í denn.

Wilhelm Emilsson, 1.1.2014 kl. 02:19

3 identicon

Vísindin eru nógu viss, Jón Valur. Og "itelligent design" ekki heima í pensúmi skóla, því ekkert, absolut ekkert, réttlætir það. Með því að troða skapara greyinu inn í myndina, eru menn aðeins að forðast erfiðar spurningar um "hvernig", en ekki "hversvegna", eitthvað varð. Merki um "intellectually" leti.

Í dag vitum við að alheimurinn varð til fyrir 13.72 milljörðum ára. Takið eftir, þvílík nákvæmni, tveir aukastafir. Og heimurinn er að þenjasr út með auknum hraða og varð til úr engu, "ENGU". Enda eina hráefnið sem kemur til greina, ekki satt. Við verðum hinsvegar að endurmeta hugtakið "EKKERT", og sætta okkur við heiminn og lögmál hans, eins og þau eru. "Quantum mechanics" er ekkert grín.

Nýarskveðjur frá Sviss.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 12:00

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gleðilegt árið Wilhelm. 

Það er löngu orðið beinlínis rangt að tala um kenningu þegar fjallað er um vísindaframlag Darwins, sem var vissulega kenning í upphafi en er það engan vegin í dag.

Hinsvegar væri nær eða miklu frekar eðlilegt að tala um trúarboðskap hverskonar sem kenningar en ekki sem "staðreyndir", því það er langur vegur frá að nokkuð í þeim kenningum hafi verið sannað.

Ef jafnlitlar kröfur hefðu verið gerðar varðandi sönnunarbyrgði á "þróunarkenningu" Darwins og trúaðir gera varðandi kenningar Biblíunnar, hefði aldrei verðið efast um Darwin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.1.2014 kl. 12:19

5 identicon

Góð ummæli Axel Jóhann, en ekki alveg sammála. Kenningu (theory) má sanna og gott dæmi um slíkt er einmitt þróunarkenning Darwin's. Kenning er ekki það sama og tilgáta eða hýpótesa. Nú má hinsvegar aldrei útiloka að það sem taldist rétt, reynist rangt. Og ef slíkt gerðist varðandi kenningu Darwin's, yrðu það vísindamenn, en ekki kennimenn, sem sýndu fram á slíkt. Guðfræðin hefur ekki átt neitt framlag til vísinda og þekkingar í meira en 500 ár. Þvert á móti, þvælst fyrir, reynt að standa á bremsunni, öllum til ama og leiðinda.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 12:53

6 identicon

Þróunarkenningin er ein best sannaða kenning innan vísindanna, að hafna henni er beinlínis heimskulegt.

Það má alveg hafa intelligent design innan skólakerfisins, hún smellpassar þar með flatri jörð og annarri fáfræði mannkynssögunnar. Fólkið þarna í forneskjunni hafði þó afsökun, það vissi ekki betur, hafði ekki betri upplýsingar.. en fólk í dag sem leggur trú á sköpun, guði og galdra, það hefur enga afsökun.

Þessi grein sem JVJ bendir á er svona týpískt bull frá sköpunarsinnar, gamlar tuggur og hrein þvæla!

DoctorE (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 14:31

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

... segir gervidoktorinn um grein alvörudoktors í eðlisfræði !

Hvor skyldi nú hafa meira vit á hlutunum?!

PS. Við tölum um kristna kenningu, en þar er orðið í sinni upprunalegu merkingu: doctrina, það sem kennt er, það sem Jesús kenndi lærisveinum sínum o.s.frv.

"Kenning" sem þýðing á 'theoria' eða 'hypothesis' var illa valið orð.

Jón Valur Jensson, 1.1.2014 kl. 14:58

8 identicon

Þessi maður sem þú vitnar í JVJ, hann er ekki að fara með vísindi í þessari grein sinni, hann er í hreinni hjátrú og engu öðru!

DoctorE (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 15:07

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll Wilhelm og gleðilegt ár.

Nú hef ég annað slagið verið að lesa um þróunartilgátu Darwins um áratugina og í Uppruna tegundanna er algengast að lesa „ég tel” og „ég held” enda hafði Darwin ekkert nema hugleiðingar fyrir sér en ekki vísindalegar tilraunir.

Það er auðvitað freistandi að reyna að styðja þróunartilgátuna hans með frægum uppröðunum beinagrinda, eins og var um áratugi í líffræðibókum barnaskóla,þar sem átti að sýna þróun hestsins. Allnokkuð er síðan vísindamenn komust að því að tvær epa fleiri af þessum beinagrindum í „þróunarröð” hestsins voru af allt öðrum dýrum algerlega óskyld hestum. En ósköp þægilegt að raða þessu samt upp eins og gert var til að sanna sitt mál. Nógu líklega leit þetta út á myndunum, en raunveruleikinn var síðan annar þegar menn könnuðu þetta nánar. Þetta er álíka eins og að segja að Trabantinn hafi horfið vegna þess að hann þróaðist í það að verða Mercedes Benz.

Steingervingafræði vísindamanna virðist samt frekar styðja við sköpunarsögu Biblíunnar en þróunartilgátu Darwins. Menn hafa fundið ótal tegundir steingerðra dýra í elstu þekktu jarðlögum sem eru sögð milljarða ára eða eitthvað slíkt, og hafa uppgötvað að þau sem ekki eru útdauð, eru alveg eins þetta löngu seinna á vorum dögum. Engin þróun í þeim tilfellum.

Vísindamenn eru í áratugi búnir að reyna að stökkbreyta einhverri einföldustu lífveru sem þekkist, ávaxtaflugunni, á rannsóknarstofum í þeirri viðleitni að reyna að sanna vísindalega þessa þróun. Það hefur þeim ekki tekist enn.

Það væri fróðlegt að fá frá þeim sem hér hafa skrifað um að það sé löngu búið að sanna með vísindalegum tilraunum þróunartilgátu Darwins, upplýsingar um þær vísindalegu sannanir og það hljóta þá að vera til tengingar inn á þær ritgerðir sem lýsa vísindlegu rannsóknunum, en vitaskuld verður að gera kröfu um að þær séu gerðar eftir almennt viðurkenndum aðferðum akademíunnar um allan heim.

Mönnum er tamt að slá því fram að þróunartilgáta Darwins sé vísindaleg og sönnuð. Það hef ég ekki sjálfur séð enn. Á meðan virðist vera að hvorki þróunartilgáta Darwins né sköpunarsaga Biblíunnar vera sannaðar með vísindalegum tilraunum og því ekkert skrítið að trúaðir geri kröfu um að ef kenna eigi þróunartilgátu Darwins í grunnskólum þá sé eðlilegt að sköpunarsaga Biblíunnar sé kennd samhliða.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.1.2014 kl. 17:10

10 identicon

Jón,

Hann er í fyrsta lagi doctor í eðlisfræði og hefur þar að leyðandi álíka mikið vit á líf og lífeindafræði og við hinir sem höfum stundað raunvísindagreinar í háskóla (fyrir utan líffræðingana auðvitað). Í öðru lagi þá er álit hans á þessu efni í ógurlegum minnihluta fyrir jafnvel eðlisfræðinga.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 17:26

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gervidoktor, hann alvöru-dr. Þorsteinn skrifar einmitt vísindalega um málið, og þú hefur ekki komið með minnstu viðleitni til að rökstyðja, að hann sé "í hjátrú". Og hvað sem Elvar skrifaði hér, þá er ljóst, að hann lagði þar ekki í að reyna að hrekja hin vísindalegu rök Þorsteins Óskarssonar í hans Morgunblaðsgrein, ekki fremur en aðrir lesendur greinarinnar hafi lagt í það. Hvað veldur þeirri þögn? Vangetan til að svara með rökum?

Jón Valur Jensson, 1.1.2014 kl. 17:34

12 identicon

Hann er í bullandi hjátrú, það þarf ekki neitt meira en að lesa greinina.. trúði á Jesú eftir að hann hlustaði á iðrunarbæn frá honum... Það eru engin vísindaleg rök í þessu hjá honum, núll, ekkert. Hann er bara blindaður af trú

Um risaeðlu þvæluna hjá Þorsteini
http://www.youtube.com/watch?v=fgpSrUWQplE

Feynman on Scientific Method.
http://www.youtube.com/watch?v=EYPapE-3FRw

DoctorE (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 18:22

13 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir hressilega umræðu og kærar þakkir fyrir nýarskveðjurnar, Haukur, Axel og Predikari.

Notre Dame háskóli er kaþólskur háskóli í Bandaríkjunum eins og margir vita. Á gólfi í aðalsal Jordan visíndasalarins er mósaíktafla. Í henni er eftirfarandi tilvitnun í líffræðinginn Theodosius Dobzhansky: "Nothing in Biology makes sense except in the light of evolution."

Það segir meira en mörg orð að þetta skuli standa í kaþólskri menntastofnun.

Wilhelm Emilsson, 1.1.2014 kl. 21:03

14 identicon

Gaman að þú, DoctorE, skulir vekja athygli á fyrirlestrum Richard Feynman's, sem fékk Nóbelsverðlaun 1965. "The Feynman Lectures on Physics" eru frægir.

Ég starfaði í eitt ár við Caltech, Pasadena, þar sem Feynman var prófessor. 

Ég kynntist honum ekki, en sá hann. Hann var stór snjall og flottur character. Vinur hans og samstarfsmaður, Freeman Dyson, sagði hann "half genius, half buffoon, en breytti því síðar, "all genius, all buffoon".

Foreldar hans komu frá Rússlandi og Póllandi og voru ashkenazi gyðingar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 21:40

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Segðu mér, gervidoktor, hvort eftirfarandi texti dr. Þorsteins feli í sér "engin vísindaleg rök ... núll, ekkert" og einkennist af því, að hann sé "bara blindaður af trú," eins og þú kýst orða það í fordæmingu þinni :

1) Fruman er minnsta eining lífsins og einfaldasta fruma er mjög flókin því hún þarf að geta lifað og fjölgað sér. Aðeins eitt atriði varðandi frumuna sýnir að útilokað er að fruman hafi myndast fyrir hreina tilviljun. Í tilraunastofum hafa kjarnasýrur verið búnar til án þess að líf sé til staðar (Miller-Urey). Þessar kjarnasýrur hafa tvenns konar form (D eða L) en í lifandi frumu er finnst aðeins annað formið. Fjöldi á þessum kjarnasýrum í DNA lifandi frumu er langt yfir 100.000. Sir Fred Hoyle benti fyrstur á að líkindin fyrir því sá atburður, að yfir 100.000 eins kjarnasýrur séu inni í sömu frumu, gerðist fyrir tilviljun útilokaði að fruma væri til. Líkindin eru svipuð og að henda yfir 100.000 krónupeningum upp í loftið og þegar krónurnar lenda þá snúa allar með skjaldarmerkið upp. Út frá þessum rökum gat lífið ekki verið tilviljun heldur hlýtur það að vera utanaðkomandi. Ég veit ekki um aðra leið en að Guð hafi skapað frumurnar. Því miður er ekki sagt frá þessu í líffræðikennslubókum og enginn hefur mótmælt þessum rökum.

2) Nýlega var mjúkvefur (collagen) úr risaeðlubeinum aldursgreindur yngri en 30.000 ára með kolefnis 14-aðferðinni en sú niðurstaða er útilokuð samkvæmt þróunarkenningunni því þær hafa verið útdauðar í rúm 60 milljón ár (Josef Holzschuh o.fl). Fleiri svipaðar niðurstöður hafa verið birtar (Creation Research Institute) og eru vísindamenn alls ekki sammála um þær. Þetta er frekar nýtt og hefur því ekki enn getað haft mikil áhrif á þróunarkenninguna.

Höfundur er PhD í eðlisfræði."

Ég kann þá skýringu helzta á æsingi þínum hér, gervidoktor, að sannleikanum sé hver sárreiðastur. Og þú ert einmitt æstur yfir því, að þarna er raunvísindamaður með vísindalega rökræðu, en þar ertu hvað veikastur á svellinu.

Jón Valur Jensson, 1.1.2014 kl. 22:08

16 identicon

Þegar þú hefur 6000 ár til að spila úr þá er fátt líklegt, þó er ólíklegast af öllu að það sé galdrakarl sem hafi komið og galdrað upp allt stöffið, mjög ung börn átta sig á þessu.
Þú getur slengt fram að einhver sé með phd og trú á galdra og hafi fengið fyrirgefningu frá master of the universe, en það er ekkert nema bjánalegt :)

Æsingurinn er allur þinn, menn sem trúa svona vitleysu eiga fátt eitt nema æsing og móðursýki umvafið hræsni

DoctorE (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 22:29

17 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Flokkur Hildiríðasona mættur til orrahríðar sé ég með doktorstitil, en ekki vitað hvaða háslóli í veröldinni hefur úthlutað honum, því ekki kannast menn við háskólann „E”.

Marga orrustuna hef ég séð þennan doktor frá E há og átt við hann margt einvígið sjálfur eins og nokkrir aðrir.

Hann vinnur alltént ekki eftir alþjóðlegum akademískum aðferðum sem doktorsnemum er áskilið í rannsóknum sínum og framsetningu rita sinna, heldur fer hann frjálslega með og staðreyndir skipta hann alla jafna litlu, ef nokkru máli.

Þess vegna gruna ég um gæsku hans oog áreiðanleik doktorstitilsins.

Fjölmæli virðist mér að sé helsta fag hans því miður.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.1.2014 kl. 22:58

18 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þarna átti að standa háskóli en ekki „háslóli” eins og mér varð í fingrafimi minni.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.1.2014 kl. 23:00

19 identicon

Jón Valur. Ég er með bók fyrir framan mig sem heitir; The Quantum Universe: Everything That Can Happen Does Happen. Höfundar; Brian Cox, Professor of Particle Physics og Jeff Forshaw, Professor of Theoretical Physics, báðir við Háskólann í Manchester, UK.

Everything That Can Happen Does Happen. En til þess þarf tíma Jón Valur, mjög langan tíma (kjarnasýrur). Ekki 6000 ár, ekki 6 hundruð þúsund ár, ekki 6 milljón ár, fremur 600 milljón ár, eða meira. Tíminn Jón Valur, TÍMINN! Hann skiptir öllu máli. Hugmyndir Sir Fred Hoyle's um "panspermia", sem og hugmyndir hans um "steady state model" alheims, í stað miklahvells, voru kolrangar. Hugmyndir hans um myndun kolefnis í kjörnum stjarna voru hinsvegar snjallar og viðurkenndar. Hoyle vildi einnig meina að AIDS kæmi "from outer space".

Mjög snjall vísindamaður, Fred Hoyle, en "planki", alltaf "controversial".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 23:19

20 identicon

"Nýlega var mjúkvefur (collagen) úr risaeðlubeinum aldursgreindur yngri en 30.000 ára með kolefnis 14-aðferðinni en sú niðurstaða er útilokuð samkvæmt þróunarkenningunni því þær hafa verið útdauðar í rúm 60 milljón ár (Josef Holzschuh o.fl). Fleiri svipaðar niðurstöður hafa verið birtar (Creation Research Institute) og eru vísindamenn alls ekki sammála um þær. Þetta er frekar nýtt og hefur því ekki enn getað haft mikil áhrif á þróunarkenninguna."

Eðlisfræðingnum ætti að vera það fullkomlega ljóst að kolefnisgreiningar eru einvörðungu notaðar til að aldursgreina leifar sem eru um 30. þúsund ára gamlar. Kolefnisgreining myndi aldrei sýna milljónir ára nema þeim sem hana framkvæmdi væri þeim mun vanhæfari sem vísindamaður. Hér er rétt að taka það fram að líkamsleifar risaeðlna eru að minnsta kosti 65 milljón ára og geta vel verið um 200 milljón ára gamlar. Nú er ég ekki líffræðingur en fyrir mér hljómar hugmyndin um að mjúkvefur varðveittist svo lengi frekar fáránleg, nema náttúrulega mjúkvefurinn sé ekki risaeðlunnar.

Þar fyrir utan segir þróunarkenningin ekkert um það hvenær tegundir dóu út eða voru uppi. Fræðigreinin sem aldursgreinir líf og dauða lífvera kallast jarðfræði.

Hér er augljóslega verið að vitna í einstakling sem annaðhvort talar gegn betri vitund eða hefur EKKERT vit á því sem hann er að tala um.

Það sést líka af heimildunum þarna að þetta er allt meira eða minna helber þvættingur.

Tjörvi Fannar (IP-tala skráð) 2.1.2014 kl. 00:47

21 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Dr. Þorsteinn Óskarsson vitnar í Creation Research Institute. Ég finn engar heimildir um þá stofnun. Hins vegar er til lítil stofnun í Dallas, Texas, sem heitir The Institute for Creation Research. Þessi stofnun er umdeild, svo ekki sé meira sagt.

Meira að segja aðrir sköpunarkenningasinnar hafa dregið í efa aldursgreiningarannsóknir The Institute for Creation Research.

Þetta kemur fram í Wikipediagrein sem heitir „Creation Research Institute". Maður þarf að sjálfsögðu að hafa smá vara á sér þegar maður les það sem er á Wikipedia, en þessi grein er studd með ítarlegum neðarmálsgreinum. Það sem ég athugaði stóð heima.

Wilhelm Emilsson, 2.1.2014 kl. 01:21

22 identicon

Jón, ég er alveg til í að svara "vísindalegu rökum" Þorsteins.

"Í fyrsta lagi segja vísindin heiminn hafa myndast úr engu og sé að þenjast út"

Nei, kenningin segir heiminn hafa orðið til úr einhverju. Við bara erum ekki í stöðu til að vita hvað það var.

"Í öðru lagi er meginregla í líffræðinni að líf kvikni út frá lífi."

Nei, megin reglan er að líf getur af sér líf. Þróunarkenningin reynir ekki að svara því hvernig líf byrjaði enda þarfnast kenningin þess ekki. Hinsvegar er búið að setja fram nokkrar tilgátur um sjálfvirka kviknun lífs sem byggja á einfaldri lífrænni efnafræði og virka vel með þróunar kenningunni.

"Þróunarkenningin segir að einfaldar lífverur hafi þróast í flóknari lífverur á mjög löngum tíma1) en ég skil Biblíuna þannig að Guð hafi ekki notað þá aðferð. Þróunarkenningin hefur breyst síðan Darwin setti hana fram og ég tel að tíminn2) vinni með Biblíunni og að þróunarkenningin sé enn ekki „fullmótuð“."

Það sem Þorsteini finnst eða finnst ekki notandi biblíuna sem viðmið skiptir engu máli í umræðunni og er frekar mikil rökleysa. Hitt er að allar vísindalegar kenningar taka breytingum með tímanum eftir því sem meiri upplýsingar koma í ljós og þær eru aldrei fullmótaðar. Það er einmitt munurinn á vísindum og bókstafstrú.

"Í þriðja lagi segir erfðafræðin að allir menn eigi sömu formóður (mitochondrial Eve) og allir karlmenn eigi sama forföður út frá karllitningnum og er það er í samræmi við Biblíuna."

Rétt og rangt. Við getum rakið mitochondrial DNA til sameiginlegar formóður fyrir allt mannkynið en það er ekki sönnun á að hún var fyrsta konan. Karlmenn hafa síðan ekki sameiginlegan forfaðir þar sem eftir að upprunalega rannsóknin var gerð þá hafa tveir aðrir Y chromosonal hópar uppgötvast sem eru algjörlega óskyldir þeim fyrsta.

Einnig þá má benda á að þessir sameiginleigu fyrirrennarar okkar eru áætlaðir að hafa lifað fyrir um 120.000 til 580.000 árum (og Eva var ekki uppi á sama tíma og Adam'anir). Þessar tímasetningar eru ekki í neinu samræmi við þá bókstafsskoðun sem flestir "sköpunarsinnar" fara eftir.

"Það er augljóst að framfarir í tækni og vísindum eru mestar hjá þeim þjóðum sem taldar eru kristnar og ég trúi því að það sé blessun Guðs..."

Flottur, gefur skít í öll þau þúsundir mannára sem aðrir vísindamenn hafa eytt í vinnu sína á vesturlöndum (margir þeirra þekktustu ekki einu sinni kristnir) og gefur allan heiðurinn til Guðs.

Og samt finn ég ekki neitt eftir Þorsteinn nema PHd ritgerðina, þýðir það að Guð hafði óþökk á vinnu hans?

"Sir Fred Hoyle benti fyrstur á að líkindin fyrir því sá atburður, að yfir 100.000 eins kjarnasýrur séu inni í sömu frumu, gerðist fyrir tilviljun útilokaði að fruma væri til."

Leyf mér að byrja á að benda á þá staðreynd að Sir Fred Hoyle var með þessu dæmi að benda á að hann taldi það að geimverur bæru ábyrgð á lífi á jörðinni, þið megið dæma þá staðreynd eins og þið viljið.

En hann hafði samt rangt fyrir sér út af því að hann var að miða við að eitt stykki full mótuð fruma hafði orðið til með þessar 100.000 kjarnasýrur og líkurnar á því eru meira en stjarnfræðilegar. En ef miðað er við kenningar á borð við  þróunar kenninguna þá urðu fyrstu "proto" frumurnar til sem mun einfaldari einingar með mun færri kjarnasýrur og eftir það er það nánast öruggt að frumur yrðu eins og þær eru í dag vegna þess að náttúruval veldur því að "bestu" frumurnar lifa af til og fjölga sér og ef það er betra að vera með eins kjarnasýrur þá eru það frumur með eins kjarnasýrur sem munu eignast flest afkvæmi sem komast af.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.1.2014 kl. 01:24

23 identicon

Gleymdi að taka það fram að texti í Ítalskri leturgerð eru tilvitnanir í Þorstein Óskarsson.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.1.2014 kl. 01:31

24 identicon

Sköpunarsögur ólíkra þjóða og þjóðarbrota, sem og slíkar hugmyndir nútímans eins og "Intelligent Design" ætti að kynna í mannfræðilegum inngangi að vísindalegum kenningum um uppruna heimsins, til að ná heildarmynd, sem og skilja mikilvægi og sérstöðu þessara hugmynda. Þannig gætu allir orðið ánægðir. Áður en menn hafa miklar áhyggjur af málum þróunarkenningarinnar í Bandaríkjunum ættu þeir frekar að horfast í augu við að flestir Íslendingar, og margir sem mest þræta um þessi mál og þá gegn skoðun örminnihlutans hér á landi um "Intelligent Design", þekkja ekki þróunarkenninguna á nokkurn hátt. Þeir halda hún snúist um að hinn sterkasti lifi af, hafa óljósar hugmyndir það tengist aðlögun einhvern veginn, og síðan einhverju um sameiginlega forföður manns og apa. Þannig grautast þetta í hausnum á þeim án þess þeir nái aðalatriðinu, og engri heildarmynd. Þeir rífast því um eitthvað sem þeir vita ekkert hvað er og gætu ekki gert fullnægjandi grein fyrir ef þeir væru spurðir nema googla vel fyrst. Að hafa gengið í menntaskóla, nema þú hafir verið á náttúrufræðibraut mögulega, bjargar ekki málinu heldur, og svarið verður jafn slappt og hjá þeim sem gerði það ekki. Þannig er staða vísindaþekkingar á Íslandi og almenn umræða um þessi mál hér á landi því fremur hlægileg, sem er afburðarslæm miðað við það sem gengur og gerist í öðrum löndum, því það er hlægilegt að færna varnir fyrir máli sem maður hefur aldrei nennt að kynna sér.

Charles (IP-tala skráð) 2.1.2014 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband