Frelsi til að versla

Ég las þetta viðtal við Eric Clapton, sem Ögmundur vitnar í. En í nýlegu viðtali við Rolling Stone sagði Clapton eftirfarandi: „But for me, the struggle is the travel. And the only way you can beat that is by throwing so much money at it that you make a loss."

Sem sagt, Clapton er þreyttur á tónleikaferðalögum og lái honum það hver sem vill. Eina leiðin til að gera slík ferðalög bærilega, samkvæmt honum, er að ferðast svo grand að hann tapar á tónleikaferðalaginu. Það er svolítið fyndið að vinstrimaðurinn Ögmundur vitni í rokkstjörnu sem hefur grætt ógrynni fjár á kapítalismanum.

Að segja að stórar verslunarkeðjur hafi ekki stuðlað að fjölbreytni er ansi undarlegt. Samt viðurkennir Ögmundur að stórar keðjur lækka vöruverð, en er svo í mótsögn við sjálfan sig þegar hann segir: „Örfáar samsteypur keppa síðan sín á milli. Sú samkeppnin hefur sína kosti þótt tilhneigining virðist jafnan vera sú að samkeppnisaðilar svokallaðir, lag sig hver að öðrum, sjálfum sér, en síður neytendum til góða." Lægra vöruverð kemur neytendum til góða og þeir sem eru nógu gamlir til að bera vöruúrval saman það sem var til áður en samsteypur komu til sögunnar vita að fjölbreytni hefur aukist verulega. Ef Costco kemur til Íslands bætist við samsteypa, augljóslega, þannig að samkeppnin eykst--nema menn vilji trúa því að allir vondu kapítalistarnir séu saman í samsæri gegn neytendum.

En samt. Það er ágætt að hafa vinstrimenn eins og Ögmund til að viðhalda samkeppni á markaðstorgi hugmyndanna. Maður veit svo sem hvað hann og Clapton eru að fara. Að ferðast um heiminn og sjá bara sömu verslunarkeðjurnar getur verið deprimerandi. Hér er Clapton með „Cocaine" eftir J.J. Cale.

 

 


mbl.is Þróunin ekki stuðlað að fjölbreytni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband