Fegurðarskyn Páfans

Hér er frétt sem ég las á Visi.is:

Frans páfi segir að það sé í lagi fyrir foreldra að flengja börn sín, svo framarlega sem að börnin haldi virðingu sinni.

Páfinn lét þessi orð falla í vikulegu ávarpi sínu þar sem hann fjallaði um hlutverk feðra í fjölskyldum. Hann sagði að góður faðir væri sá sem gæti agað börn sín með festu en þó án þess að draga úr kjarki barnsins.

„Ég heyrði einu sinni af pabba sem sagðist stundum slá börnin sín en þó aldrei í andlitið. Það gerði hann svo hann niðurlægði þau ekki,“ sagði páfi og bætti við:

„Þetta er fallegt. Hann veit hvað virðing er. Hann þarf að refsa börnunum en gerir það á réttlátan hátt.“

Kannski eins gott að það er ólíklegt að Páfinn eigi eftir að ala upp börn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband