Höfnuðu Íslendingar aðhaldi?

Hér er tilkynning af vef Forsætisráðuneytisins frá 19. júní 2009. Fyrirsögnin er „Ríkisstjórn boðar aðhald og sparnaði í ríkisfjármálum":

Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir í ríkisfjármálum fyrir þetta ár og það næsta. Draga á úr fyrirsjáanlegum hallarekstri um 86 milljarða, að stærstum hluta með niðurskurði útgjalda. Jafnvægi í ríkisfjármálum á að nást á næstu fjórum árum og því er stefnt er að afgangi á fjárlögum árið 2013 til samræmis við efnahagsátætlun íslenskra stjórnvalda og AGS. Sparnaður og aðhald eru lykilorð þessara aðgerða sem boðaðar eru en um leið verður staðinn vörður um störf og ekki verður hróflað við launum sem eru lægri en 400.000 krónur á mánuði.

Þetta rímar ekki alveg við það sem Forsetinn á að hafa sagt.

Ólafur Ragnar


mbl.is „Íslendingar höfnuðu aðhaldi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það voru menn á Íslandi sem höfðu bein í nefinu til að segja

"Við greiðum ekki skuldir óreiðumanna"

Meðan öðrum var boðið að gerast landsstjórar í Grikklandi þrátt fyrir að litla hagfræðimenntun en ef menn sýna auðvaldinu auðmýkt og lúta vendinum

þá er þeim umbunað

Grímur (IP-tala skráð) 19.2.2015 kl. 19:57

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei.  Þeir höfnuðu því ekkert.  Að sjálfsögðu var aðhald.   Annað var ekki hægt!

Tal forseta er eins og hvert annað bull og ég held að flestum finnist það innst inni.  Orðið svoldið vandræðalegt þetta tal forseta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.2.2015 kl. 22:37

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, Grímur og Ómar Bjarki.

Wilhelm Emilsson, 20.2.2015 kl. 06:09

4 identicon

Eins og ég man þetta, þá báðu þáverandi stjórnvöld AGS um miskun.

Miskun um " drastískan " niðurskurð.

Hagfræðingar töluðu um kosti að lengja kreppu með mildingu áhrifa eða taka á honum stóra sínum, strax í upphafi.

Sjálfsagt er mér að misminna eða þá haldinn einhverjum sjúkdómi sem gerir það að verkum að minni mitt eða sannfæring mín á sannleikanum sé stórfelldlega ábótavant.

Efnahagsleg uppbygging eftir hrun á Íslandi hefur verið lofuð í erlendum fjölmiðlum.

Það er von að hluti íslenks almennings spyrji sig að því hvaða mælikvarði hafi verið notaður.

Og spyrji sig, hvort sá mælikvarði verði notaður sem ástæða til afléttingu gjaldeyrishafta ...

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 21.2.2015 kl. 22:13

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, Leibbi.

Já, efnahagsleg uppbyggining Íslands hefur yfirleitt verið lofuð í erlendum fjölmiðlum. Nú er að vona að vel takist með að aflétta gjaldeyrishöftum. Þá fyrst kemur í ljós hvort að dæmið gengur upp. Upphaflega planið vað að gjaldeyrishöft yrðu einungis til skamms tíma. Talað er um að 900 billjónir íslenskra króna muni fara útúr hagkerfinu til erlendra skuldunauta.

Heimild: https://euobserver.com/beyond-brussels/127152

Wilhelm Emilsson, 22.2.2015 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband