Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Að ráða yfir eigin líkama

„Hagsmunir þeirra sem vilja eignast börn vega hins vegar minna en yfirráð kvenna yfir eigin líkama og frelsi kvenna frá kröfum um að þær vinni tilfinningaleg og líkamleg þrekvirki til að tryggja hamingju annarra,“ segir í tilkynningunni frá Femínistafélagi Íslands.

Bíðum við. Ef konur ráða yfir eigin líkama mega þær þá ekki vinna „líkamleg þrekvirki til að tryggja hamingju annarra,” ef þær kjósa að gera það? Burtséð frá því hvað fólki finnst um „staðgöngumæðrun," þá sé ég ekki hvernig þessi röksemdafærsla gengur upp.

Femínismi


mbl.is Barneignir ekki sjálfsögð mannréttindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hláturinn lengir lífið

Hláturinn lengir lífið, nema þegar viðkomandi er tekinn af lífi fyrir að gera grín að trúarbrögðum. En er það sem þessi trúður er að segja eitthvað hlægilegra en að hrein mey geti fætt barn, eða að píslarvottur fái 72 hreinar meyjar á himnum?


mbl.is „Þeim er sama þó þeim sé nauðgað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég myndi gera hvað sem er fyrir frægðina . . ."

Kim Kardashian er fræg fyrir að vera fræg og það má segja að það þurfi ákveðna hæfileiki til að halda sér eins lengi í sviðsljósinu og hún hefur gert. En að sjá eftir þessu myndbandi er nú svolítið skrítið, því það gerði hana fræga. Og í hvert sinn og hún heldur að fólk sé farið að gleyma sér birtir hún nektarmyndir af sér, eins og til dæmis í blaðinu sem birtir viðtalið sem hér er vitnað í. Mig grunar að það væru nokkuð margir til í að birta nektarmyndir af sér ef þeir græddu eins mikið á því og Kim Kardashian.

Simpsons


mbl.is Sér eftir kynlífsmyndbandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beck, "Loser"


Nánari umfjöllun

Hér er nánari umfjöllun um þetta frá The Jerusalem Post fyrir þá sem hafa áhuga http://www.jpost.com/Arab-Israeli-Conflict/Swedish-FM-We-hope-Israeli-ambassador-will-return-380456

ikea-israel-logo


mbl.is Svíar veita Palestínu fjárhagsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttamenn

Fréttamenn hafa sagt við Jon Stewart að hann geti sagt það sem þeir geta ekki sagt. Hér talar Jon Stewart um fjöldamorð, kristni og íslam.


mbl.is Jon Stewart að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fegurðarskyn Páfans

Hér er frétt sem ég las á Visi.is:

Frans páfi segir að það sé í lagi fyrir foreldra að flengja börn sín, svo framarlega sem að börnin haldi virðingu sinni.

Páfinn lét þessi orð falla í vikulegu ávarpi sínu þar sem hann fjallaði um hlutverk feðra í fjölskyldum. Hann sagði að góður faðir væri sá sem gæti agað börn sín með festu en þó án þess að draga úr kjarki barnsins.

„Ég heyrði einu sinni af pabba sem sagðist stundum slá börnin sín en þó aldrei í andlitið. Það gerði hann svo hann niðurlægði þau ekki,“ sagði páfi og bætti við:

„Þetta er fallegt. Hann veit hvað virðing er. Hann þarf að refsa börnunum en gerir það á réttlátan hátt.“

Kannski eins gott að það er ólíklegt að Páfinn eigi eftir að ala upp börn.


The Kinks, "Dead End Street"


Varoufakis

Hvað er fjármálaráðherra Grikkja, Yanis Varoufakis, að fara? Haldið áfram að lána okkur peninga og afskrifið stóran hluta af því sem við skuldum ykkur eða við gerumst nasistar? 

Í frétt BBC um fund Varoufakis og Wolfgangs Schäuble kemur fram að Varoufakis kvartar yfir því að lánin, sem Grikkjum voru veitt til að redda þeim á sínum tíma, hafi verið of há. Það er greinilega erfitt að gera Grikkjum til hæfis.

Í frétt BBC kemur einnig fram að Varoufakis er að tala um uppgang nýnasistaflokksins Gullnar dögunar. Þess má geta að Gullin dögun fékk 6.3% fylgi í síðustu þingkosningum. Mest hefur fylgi flokksins verið 7%, en það var í þingkosningunum 2012. 

UPPFÆRT: Ég hef endurskrifað færsluna, því ég ruglaði saman Varoufakis og Diam­antopou­los. Takk fyrir, Leibbi, að hjálpa mér að fatta þetta :) 

Heimild: http://www.bbc.com/news/world-europe-31147112


mbl.is Seðlabankinn snýr baki við Grikkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að lifa og deyja í LA

Suge Knight, sem er einn af stofnendum Death Row Records, hefur verið ákværður og settur inn. Honum var neitað um að vera laus gegn tryggingu þangað til réttað er yfir honum. Það gæti farið svo að hann endi á Death Row.


mbl.is Árásin náðist ekki á myndband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband