Trú

Postullega trúarjátningin, ein af fimm játningum Þjóðkirkjunnar, er eftirfarandi.

Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.

Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.

Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.

Annað hvort trúir maður þessu eða ekki, ekki satt? Um hvað er presturinn að tala þegar hann segir?

Kjarni máls­ins er kannski sá að þjóðkirkj­an túlk­ar Bibl­í­una og játn­ing­arn­ar ekki bók­staf­lega held­ur skoðar þessa texta alltaf í sögu­legu sam­hengi. Ein­hvers kon­ar próf sem bygg­ist á bók­stafstrú á Bibl­í­una eða játn­ing­ar kirkj­unn­ar get­ur þannig aldrei end­ur­speglað þjóðkirkj­una.

Er hann virkilega að segja að hann samþykki Postullalegu trúarjátninguna, en ekki bókstaflega. Hvað þýðir það eiginlega? „Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar" en ekki bókstaflega. Hverju trúir hann þá? Hann samþykkir að trúa á eilíft líf, en ekki bókstaflega. Hvað merkir það? Hverju trúir hann þá ef hann trúir ekki bókstaflega á eilíft líf?

Gaman væri að fræðast um þetta.

P.S. Ég tók próf Vantrúar og stóðst það ;) 


mbl.is Prófið sé í Vantrúarkristni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég held að málið sé að það er of vandræðalegt fyrir prestana að segja einfaldlega "við afneitum játningum kirkjunnar" og ekki geta þeir sagst trúa þessu rugli sem er í þeim, þannig að það eina sem er eftir er að segjast trúa þeim en bara "ekki bókstaflega" og vona að þeir þurfi aldrei að útskýra hvað það þýði eiginlega. 

Gaman að heyra að þér gekk vel á prófina, þau verða vonandi fleiri á næstunni! ;)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.1.2015 kl. 21:58

2 identicon

Það þarf að loka trúfélaginu þar sem enginn trúir á þetta bull lengur, borga meðlimum allar eignir út og gleyma þessu.

pallipilot (IP-tala skráð) 29.1.2015 kl. 01:02

3 identicon

"Kjarni máls­ins er kannski sá að þjóðkirkj­an túlk­ar Bibl­í­una og játn­ing­arn­ar ekki bók­staf­lega held­ur skoðar þessa texta alltaf í sögu­legu sam­hengi. " Það er hægt að trúa einhverju bókstaflega en taka samt mið af sögulegu samhengi. Islamskir bókstafstrúarmenn leita mikið í æfisögu Muhammad og aðrar slíkar heimildir. Þeir sem eru vel innrættir gera það kannski til að leita sér að innblæstri til góðra verka, ef til vill að hjálpa munaðarlausum. Þeir sem eru illa innrættir gera það kannski til að réttlæta fyrir sér það að brjótast inn í matvöruverlsun í París, Kaupmannahöfn eða Tel Aviv og drepa nokkra gyðinga sem eru að kaupa í matinn, eftir að hafa drepið einhvern mann sem móðgaði þá með teikningum sínum. Munurinn á þessum mönnum er ekki hvort þeir þykist gefa sögulegu samhengi gaum. Sögulegt samhengi er nauðsynlegt, en sá sem talar um það eins og eitthvað sem greinir yfirborðslega skoðun og túlkun texta (öðru nafni bókstafstrú) frá alvöru lestri og alvöru skilning kemur upp um að hann skilur ekki hvers alvöru lestur og skilningur krefst. 

Þór (IP-tala skráð) 29.1.2015 kl. 01:18

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdirnar, Hjalti Rúnar, pallipilot og Þór.

Wilhelm Emilsson, 2.2.2015 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband