Sama sagan

„Ríki Íslams er ekki Íslam." Þessi tugga er orðin svolítið þreytandi. íslam er margslungið á sama hátt og kristni er margslungin. Öfgafull íslömsk samtök eru íslömsk á sama hátt og öfgafull kristin samtök eru kristin. 


mbl.is 17 ára Breti framdi sjálfsmorðsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sammála þessu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.6.2015 kl. 20:29

2 identicon

Tek undir.

Sammála þessu.

kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 14.6.2015 kl. 21:02

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk, Jóhann og Sigurður!

Wilhelm Emilsson, 15.6.2015 kl. 05:26

4 identicon

Breyting kemur. Meira hér: http://albafos.wbs.cz 

albafos (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 09:07

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Munurinn á öfgasamtökum innan Íslam annarsvegar og kristni hinsvegar, er að öfgasamtökin innan Íslam eru frekar reglan en undantekningin og miklu nær kenningum Kóransins í raun, en hófsömu múslimarnir (sem ég hef ekki enn fundið, getur einhver bent á hvar þeir eru?) Kristin öfgasamtök eru þvert á móti yfirleitt mikið frávik frá meginstraumskristni og alltaf augljóslega brotleg gegn kenningum Krists.

Það er t.d. lítill sem enginn munur á IS(IS) og Sádí-Arabíu. Báðir aðilar stunda hálshöggvanir opinberlega á þeim sem ganga af trúnni, eða móðga þennan svokallaða spámann, Múhammeð. Sádí-Arabía er fæðingarland og vagga Íslam, þar sem trúarbrögðin urðu til og þróuðust. Eini munurinn á ISIS og S-Arabíu er að Bandaríkin eru í stríð við þá fyrrnefndu, en ekki þá síðarnefndu.

Nú hefur aldrei verið stofnað kristilegt ríki, eins og Sádí-Arabía eða Íran, þar sem mannréttindi eru eitthvað ofan á brauð og hryllileg mannvonska er ástunduð daglega af ríkjandi öflum, klerkastéttinni í Íran og kóngafjölskyldunni í Sádí-Arabíu.

Vatikanið er kannski það sem kemst næst því að vera eitthvað trúarlegt ríki, þó smátt sé. Ég er enginn aðdáandi kaþólsku kirkjunnar, en ég spyr: Hvað voru margir hálshöggnir eða grýttir í hel á Péturstorginu í fyrra?

Theódór Norðkvist, 16.6.2015 kl. 16:41

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innlitið albafos og Theódór.

Theódór, hvernig getur þú fullyrt að kristin öfgasamtök eru „alltaf augljóslega brotleg gegn kenningum Krists". Þetta er nákvæmlega það sama og margir múslimar segja um íslömsk öfgasamtök.

Og hvernig veistu að Múhameð er „svokallaður spámaður" en að Jesús sé ekta? Fyrir fólk sem trúir ekki eru hvorugir ekta. Að mati þeirra sem trúa ekki voru þetta bara menn. 

Ég held að flestir geti verið sammála um að ófgasinnuð íslömsk samtök eru í dag miklu hættulegri en öfgasinnuð kristin samtök. 

Wilhelm Emilsson, 17.6.2015 kl. 19:41

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það fer auðvitað eftir því hvernig þú skilgreinir öfgasamtök, held svei mér þá að engir tveir leggi sömu merkingu í það hugtak. Sumir kalla það öfgasamtök þegar kristinn söfnuður segir að kynferðislegt samneyti tveggja karlmanna sé synd, mér finnst það ekki öfgasamtök, því það byggir á Biblíunni, bæði GT og NT. Eða andstaða við fóstureyðingar, sem byggir á boðorðinu "Þú skalt ekki mann deyða."

Ef skilgreiningin á að ná yfir alla hópa sem ekki samþykkja frjálslynt, fljótandi siðferði nútímans, er jafnvel hægt að flokka Hjálpræðisherinn sem öfgasamtök, en ég held við hljótum að vera sammála um að þau ágætu samtök séu ekki hættuleg umhverfi sínu. Hinsvegar eru hreyfingar sem byggja á hatri og kúgun, eins og Ku Klux Klan, augljóslega öfgasamtök.

Hvað Múhammeð varðar, þá get ég ekki samþykkt mann sem gekk um myrðandi og nauðgandi, sem spámann, a.m.k. ekki spámann Guðs, allt í lagi að líta á hann sem spámann Satans.

Theódór Norðkvist, 18.6.2015 kl. 09:53

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Annars athygliverð grein hér:

http://www.huffingtonpost.com/rabbi-arthur-waskow/is-murder-a-sacred-practi_b_6484364.html

Theódór Norðkvist, 18.6.2015 kl. 10:08

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir, Theódór. Ég kíki á þessa grein.

Wilhelm Emilsson, 18.6.2015 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband