Næsta skref

Næsta skref hlýtur að vera að banna fyrirsætur sem eru of fallegar. Of mikil fegurð ýtir undir neikvæðar staðalímyndir. Svo verður að setja útlitsstaðal á stéttina. Helmingur fyrirsætna verður að vera venjulegar í útliti, svo enginn fái minnimáttakennd og fyllsta félagslega réttlætis sé gætt. 


mbl.is Of mjóar fyrirsætur bannaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir mér eru þetta bara rosalegir fordómar og forsjárhyggja hjá frökkum, ekkert annað.

Halldór (IP-tala skráð) 6.5.2017 kl. 08:37

2 identicon

Svar Frakkanna er afgerandi hvað varðar lystarstolssjúkdóma hjá ungum konum sem vilja vera eins vaxnar og fyrirsæturnar. Kannski er rótarinnar að leita dýpra fyrir þessu banni en flestir sjá. Kannski hefðu einhverjar konurnar sem létust úr lystarsstolssjúkdómi vegna glansmyndar og óraunverulegrar staðalímyndar tískuheimsins verið lifandi í dag hefði tannstönguls lagaðar fyrirsætur sérvaldar af konungum tískuheimsins verið útlítandi eins og eðlileg þrifaleg kona sem borðar venjulegt næringarríkt fæði.

th (IP-tala skráð) 6.5.2017 kl. 12:55

3 Smámynd: Flower

Vildir þú vita dóttur eða einhverja nákomna þér í starfi þar sem skilyrðið er að hún sé alvarlega vanærð? Sjálf er ég að berjast við átröskun svo að ég fagna því að þessar stúlkur fá aðstoð við að berjast við ógeðslegt batterí sem setur ómanneskjulegar kröfur á þær. Að deyja úr vanæringu er ekki ásættanlegt í Afríku, af hverju á vesturlöndunum í nafni tísku?

Flower, 7.5.2017 kl. 08:58

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdirnar, Halldór, th og Flower. 

Halldór, ég er sammála um forstjárhyggjuna. 

th, kannski? Það segir ekki mikið.

Flower, ertu virkilega að bera saman hungursneyð í Afríku og „staðalímyndir". Það neyðir enginn konur á vesturlöndum til að svelta sig. Þær hafa val.

Wilhelm Emilsson, 9.5.2017 kl. 00:43

5 Smámynd: Flower

Ég var nú ekki að því nema að því leiti að líkamstarfsemi anorexíu sjúklings er náskyld hungursneið, sama ferli í gangi, líkaminn þekkir ekki hugtök. Að nota hungursneið sem samlíkingu er vissulega djarft en ef þú hugsar um fjöldann sem er að glíma við átröskunarsjúkdóma? Og það þykir eðlilegt hér á vesturlöndum að viðhalda þessari staðalímynd, þykir eðlilegt og sjálfsagt að konur séu að setja sig í hungusneiðar ástand.

Það þarf að breyta þessu, tískubransinn er sannarlega ekki verður mannslífa, og hann jú neyðir fyrirsætur til að svelta sig sem viðheldur óheilbrigðum líkamsímyndum. Þetta er vítahringur sem þarf að rjúfa.

Flower, 9.5.2017 kl. 11:23

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Flower. 

Það eru mjög margir sem gagnrýna staðalímyndir. Að mínu mati er grundvallarmunur á því að svelta í hel vegna þess að það er ekki til matur og „átröskununarsjúkdómum". 

Wilhelm Emilsson, 11.5.2017 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband