Hatursorðræða

Orðið „hatursorðræða" er innantómt nema það sé skilgreint. Það sem einn kallar hatur kallar annar tjáningu. 


mbl.is Facebook þarf að fjarlægja hatursorðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Orðið "hatursorðræða"fyrirfinnst ekki í lögum Íslands.

 Hefur einhver hugleitt það.

 Góðr stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.5.2017 kl. 05:24

2 identicon

Talsmenn málfrelsis geta nauðgað því í sömu andránni með því að skýla sér á bak við trúarrit eða aðrar skilgreiningar sem þeir hafa á hreinu og eru til á prenti. Talsmenn málfrelsis eru þekktir fyrir að hamast á minnihlutahópum í nafni málfrelsis þar sem trúarritið þeirra segir þeim að athafnir minnihlutahópsins séu rangar samkvæmd skilgreiningu trúarritsins sem þeir hafa í hávegum. Það þarf að skilgreina hatursorðræðu í orðabók og í lögum til að grundvöllur sé fyrir kæru. 

th (IP-tala skráð) 9.5.2017 kl. 11:42

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir, Halldór. Það skiptir máli og þyrfti að ræða á hvaða lagalegar forsendur eru fyrir ásökunum um hatursorðræðu.

Wilhelm Emilsson, 11.5.2017 kl. 00:16

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

th, já, ég held að skilgreiningar séu nauðsynlegar. Þegar þú talar um þá sem nauðga málfrelsi þá veit ég ekki alveg hvað þú meinar, því þú ert að tala á almennum nótum. Trúaðir hafa málfrelsi líkt og trúlausir. Trúað fólk sem gagnrýnir það sem það kallar synd er líka gagnrýnt fyrir að vera vont fólk. Þannig virkar málfrelsið, ekki satt.

Wilhelm Emilsson, 11.5.2017 kl. 00:20

5 identicon

Ég get kallað þig öllum illum nöfnum og sneitt alveg að línunni hvað varðar persónuníð þannig að þú getur aldrei kært mig fyrir. Ég segi það bara af því að mig langar til þess. Einnig get ég líka farið þá leið að drulla yfir þig persónulega með alskonar óþverra og þú kærir mig fyrir persónuníð og ég kannast ekkert við að hafa sagt neitt misjafnt við þig. Það heitir að nauðga málfrelsinu.En jú þannig virkar málfrelsið cool

th (IP-tala skráð) 11.5.2017 kl. 11:05

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

th, þú gætir líka sýnt smá hugrekki og komið fram undir nafni cool

Wilhelm Emilsson, 11.5.2017 kl. 13:59

7 identicon

Emil, nei takk hér er of mikið af allskonar til að forðast slíkt. sealed

th (IP-tala skráð) 11.5.2017 kl. 21:16

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Wilhelm heiti ég reyndar :-) Of mikið af allskonar. Ég veit ekki alveg hvað þú átt við með þessu. 

Málfrelsi hefur í för með sér að fólk talar opinskátt um hugmyndir. En það er lagalegur rammi um umræðuna, sem stundum þarf að láta reyna á fyrir dómstólum. Þeir sem dansa á línunni fá orð á sig fyrir að vera ruddar og hræsnarsr og þurfa að búa við það. Menn uppskera eins og þeir sá.

Wilhelm Emilsson, 11.5.2017 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband