Orðræða um eiturlyf

Á vefsíðu Frú Ragnheiðar stendur:

Frú Ragnheiður vinnur eftir hugmyndafræði skaðaminnkunar þar sem lögð er áhersla á að fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem hljótast af notkun vímuefna fremur en að fyrirbyggja notkunina sjálfa.

Eiturlyf eyðileggja líf og drepa. Er rangt að leggja áherslu á það sé öruggast að fyrirbyggja notkun þeirra? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Setur það að reyna bara að fyrirbyggja notkun eiturlyfja ekki þá sem samt nota í aukna hættu? Er betra að láta þá taka of mikið eða nota óhreinar sprautur og nálar? Láta eins og þeir séu ekki til?

Eiturlyf eyðileggja líf og drepa rétt eins og bílar eða áfengi. Líf eiturlyfjaneitenda, bílstjóra eða drykkjumanna eru ekki öll eyðilögð og ekki allir drepast.

Vagn (IP-tala skráð) 24.4.2023 kl. 20:49

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, Vagn.

Það eru mörg sjónarmið sem vert er að ræða þegar kemur að fíkn. Ég skil hugmyndafræði skaðaminnkunnsr en mér finnst hún stangast á við það viðmið að maður geri illt verra með því að kóa með fíklum. Er betra að hjálpa fíkli að halda áfram að vera fíkill eða er betra hjálpa viðkomandi að hætta að vera fíkill?

Wilhelm Emilsson, 25.4.2023 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband