Framhaldssagan: Sjötti kapítuli

6

            “Hvernig hefurðu það annars?” sagði Sveinki þegar þeir Hökki voru sestir inn í stofu.

            “Alveg þokkalegt. Má ekki bjóða þér í glas? Ah, nei, þó getur náttúrulega ekki drukkið þegar þú ert á vakt.”

            “Vertu ekki með þessa stæla. Gefðu mér í glas.”

            “Hvað má bjóða þér.”

            “Bjór.”

            “Dökkan eða ljósan?”

            “Ljósan.”

            “Innfluttan eða innlendan.”

            “Innfluttan.”

            “Frá hvaða heimsálfu?”

            “Evrópu.”

            “Þýskan, danskan, hollenskan . . .”

            “Hökki.”

            “Já.”

            “Hættu þessu.”

            “Ókei.”

            “En hvað má bjóða þér að drekka?”

            “Romm og kók. Og spilaðu Bubba og EGO fyrir mig, Breytta tíma. Við þurfum að tala svolítið saman.”

            “En fyrst drekkum við, er það ekki?”

            “Jú, fyrst drekkum við.”

            Þeir drukku. Og þegar Bubbi söng

                           þú vilt ekki vakna

                           þú vilt vera í friði                       

                           þú ert eins og útrunninn skiptimiði

sungu þeir með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Jessss.... loksins kom framhaldið!! 

Björg Árnadóttir, 6.2.2008 kl. 13:39

2 identicon

Já, framhaldssagan snýr aftur!

Takk kærlega, Björg

Wilhelm Emilsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 01:21

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

loksins .......hélt að þú værir dauður

Einar Bragi Bragason., 7.2.2008 kl. 12:00

4 identicon

ÞAÐ VAR MIKIÐ!!!!!! hélt ég fengi aldrei framhald á þessu,,, núna verður maður að rifja upp.

p.s. gleðilegt árið vinur

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 18:17

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk :)

Wilhelm Emilsson, 11.2.2008 kl. 02:27

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ah, kæri Björgvin. Þetta er auðvitað hárrétt athugað hjá þér. Kannski ég reyni að bæta úr þessu í næstu köflum. Við sjáum hvað setur.

Wilhelm Emilsson, 13.2.2008 kl. 23:33

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

En, herra Auglýsing, þar sem söguhetjurnar eru dýr þá lendi ég á svolítið varhugaverðu svæði siðferðislega séð ef ég fer út í erótískar lýsingar. Ég vil nefnilega helst ekki gerast sekur um skepnuflekkun (beastiality).

Wilhelm Emilsson, 13.2.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband