Framhaldssagan

 

4

Sveinki ók niður Laugaveginn á líkkistusvörtum Hummerjeppa með öryggisgleri og rimlum. Í aftursætinu sátu tveir þýskir fjárhundar, Max og Moritz. Þeir voru í gráum síðum frökkum, leðurstígvélum og með hjálma. Um hálsinn voru þeir með keðjur og málmskyldi sem á var grafið Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða.

"Heyrðu, Sveinki," sagði Max. "Ef við eigum að berja einhvern fyrir þig þá viljum við fá að borða fyrst."

"Bæjarins bestu, Bæjarins bestu," galaði Mortitz.

"OK, strákar. Við stoppum á Bæjarins bestu og fáum okkur pylsu og kók."

"Tvær pylsur hver og tvær kók hver," hrópaði Moritz.

"Vertu ekki með þessa frekju," sagði Max.

"Ef þið hagið ykkur vel þá fáið þið ís með dýfu í eftirmat," sagði Sveinki.

"Ís í boxi, ís í boxi" æpti Mortitz. "Ég vil Badda box. Hann er bestur."

"Ég sagði ef þið hagið ykkur vel," áréttaði Sveinki. "Og ekki tala svona hátt, Moritz. Ég heyri alveg ágætlega."

"Sorrí, Sveinki. Við erum bara alltaf svo svangir og upptjúnaðir," sagði Moritz.

"Þeir gefa okkur ekki nóg að borða svo að við séum alltaf pirraðir og til í slagsmál," bætti Max við. "Ég verð að segja eins og er að mér finnst þetta brot á okkar rétti."

"Já, þetta er ósanngjarnt," sagði Sveinki. "Þú ættir að hafa samband við Dýraréttindadómstólinn." Hann lagði bílnum á litla planið á horni Pósthússtrætis og Skúlagötu. "Jæja, strákar. Fáum okkar að borða. Ég splæsi."

Næst komu þeir við í sjoppu á Vesturgötunni. Moritz fékk Badda box og Max fékk Alla ísálf.

"Vilt þú ekki ís, Sveinki?" spurði Moritz.

"Nei, ég er í megrun. Konan segir að ég sé svínfeitur."

Sveinki ók af stað. Þeir komu að tvílyftu ómáluðu steinhúsi við Nýlendugötuna. Sveinki lagði jeppanum.

"OK, strákar. Þetta er grenið hans Hökka. Felið ykkur í garðinum. Ég ber að dyrum. Ef Hökki reynir að flýja út um bakdyrnar, þá grípið þið hann, en ekkert óþarfa ofbeldi. Er það á hreinu?"

"Við erum fagmenn," svaraði Max.

"Að sjálfsögðu. Kílum á þetta."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Wow, spennó. Bíð í keng eftir næsta hluta.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.9.2007 kl. 22:58

2 identicon

Meira, meira, meira, meira,,,,,

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 16:38

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

og spennan magnast.......

Björg Árnadóttir, 17.9.2007 kl. 20:00

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk, takk.

Wilhelm Emilsson, 18.9.2007 kl. 02:25

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Danke.

Wilhelm Emilsson, 18.9.2007 kl. 05:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband