Glæpir og Trumpismi
30.7.2025 | 21:45
Það er mótsögn í umfjöllun afbrotafræðingsins. Fyrst segir hún:
Það er klárlega stemning fyrir þessari umræðu [sem hún kallar Trumpisma] á samfélagsmiðlum en hvort hún rími við raunveruleikann eða vinnubrögð lögreglunnar, ég bara þekki það ekki.
En svo segir í greininni:
Margrét segist ekki vita til þess að lögreglan hafi breytt sínum vinnubrögðum eða bregðist síður við ákveðnum brotum sem eru ekki talin alvarleg.
Ég hef ekki séð neitt sem bendir til þess, segir Margrét um það.
Fyrst segist hún ekki vita hvort að áhyggjur um að ekki sé tekið nógu hart á glæpum eigi við rök að styðjast. En svo segir hún að ekkert bendi til þess að svo sé.
Svo má bæta við að Trump hefur engan einkarétt á því að hafa áhyggjur af glæpum. Að kalla slíkar áhyggjur Trumpisma er villandi og ýtir undir óþarfa pólitíska skautun.
![]() |
Traust til lögreglu rýrnar: Þetta er Trumpismi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glæpir og staðreyndir
27.7.2025 | 02:03
Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir í útvarpsviðtali sem fylgir með frétt á Vísi þann 22. júlí: Það er nú alltaf verið að halda því fram í fjölmiðlum að glæpir hafi aukist á Íslandi. En það er auðvitað ekki rétt. Þeir hafa ekkert aukist. Hvers vegna segir hann þetta ef það er borðleggjandi að þeir hafa aukist?
![]() |
Fjöldi stórfelldra líkamsárása tvöfaldast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samstuðið
1.7.2025 | 08:09
Svona er hann, rauði raunveruleikinn.
![]() |
Sósíalistum bolað úr Bolholti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fólk í fréttum
21.6.2025 | 03:01
Fræga fólkið--og fólkið sem vill verða frægt--er endalaust að "opna sig" um hluti sem venjulegt fólk hefur takmarkaðan áhuga á. Samkvæmt ráðandi hugmyndafræði er hinn moldríki Drake fórnarlamb og spilafíkn hans er "sjúkdómur" sem er samfélaginu að kenna. Bú hú.
![]() |
Drake opnar sig um spilafíkn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mergur málsins
14.6.2025 | 23:58
Lukasz Pawlowski, sem stýrir stefnumótunardeild pólska utanríkisráðuneytisins, segir:
Það sem ógnar valdhöfunum [í Rússlandi] er heimur þar sem land eins og Úkraína sem þeir kalla tilbúning gæti stefnt að lýðræðislegum hugsjónum og endað betur statt en Rússland.
Það er það sem Kreml óttast: að venjulegir Rússar gætu séð það og áttað sig á að betra líf án keisara er mögulegt.
Þetta er mergur málsins og lúmskt hjá honum að kalla Pútín "keisara." Á keisaratímanum var Úkraína oft kölluð Litla-Rússland og það er skoðun Pútíns þegar kemur að Úkraínu. Það mætti kannski segja að hann líti á Úkraínu eins og flestir Íslendingar líta á Vestmannaeyjar.
![]() |
Stærsta landið vill meira land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 15.6.2025 kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Líf og lífskjör
14.6.2025 | 19:36
Hressileg og mannleg umfjöllun. Kannski "Mannleg, of mannleg," eins og Nietzsche gamli sagði. Í greininni stendur:
Óeirðir geisa í Los Angeles og það blasir ekki endilega við með hvorri fylkingunni á að halda.
Annars vegar höfum við lögregluna, þjóðvarðliðið og Trump, og þau sjónarmið að það sé öllum samfélögum mikilvægt að farið sé eftir lögum og leikreglum, og að það sé eðlilegt og æskilegt að mæta því af fullri hörku þegar mótmæli snúast upp í ofbeldi og eignaspjöll.
Ég er svolítið hissa á því að greinarhöfundur, sem er frjálshyggjumaður ef mér skjátlast ekki, geri ekki meira úr eignarréttinum. Eru eignaspjöll í góðu lagi? Er ekki eignarrétturinn ein af undirstöðum frelsis og velmegunar? Þar að auki, ef það er valkvætt í frjálslyndu lýðræðissamfélagi hvort fólk fari eftir lögunum er það samfélagið komið í miklar ógöngur.
![]() |
Fréttaskýring: Að fá að bæta lífskjör sín í friði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Friðflytjandinn mikli
14.6.2025 | 07:28
Pútín er auðvitað mjög diplómatískur og mikill friðflytandi eins og sagan hefur sýnt.
![]() |
Pútín vill leysa átökin með diplómatískum leiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um styrki
12.6.2025 | 15:21
Í greininni er vitnað í Gunnar Smára, sem segir: "Á sameiginlegum fundi framkvæmda- og málefnastjórna Sósíalistaflokksins 1. ágúst 2021 var samþykkt tilboð til kjósenda sem kallað var Burt með elítustjórnmál þar sem kom fram að styrkir til Sósíalistaflokksins yrðu ekki notaðir til að byggja upp flokkinn heldur Samstöðina og hreyfingar hinnar fátæku."
Ég skil ekki hvernig flokknum leyfist að styrkir sem hann fær frá Reykjavíkurborg og ríkinu, það er að segja, skattborgurum, séu notaðir til "að efla hagsmunabaráttu fátækra hópa og byggja upp fjölmiðlun." Gilda engar reglur um notkun styrkja til stjórnmálaflokka?
![]() |
Gunnar Smári svarar ruglukollum fullum hálsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Endurkoma Lilla apa
5.6.2025 | 03:49
Þetta er frábærar fréttir! Lilli api er hluti af íslenskri nútímamenningu og er orðinn klassískur en samt síungur. Hann er alltaf fimm ára. Við getum lært af honum.
![]() |
Tekur við Brúðubílnum af ömmu sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einföld lausn
3.6.2025 | 23:01
Í greininni stendur: "Þingflokkur Flokks fólksins lagði fram þingsályktunartillögu í kjölfar sambærilegra launahækkana árið 2023 þar sem lagt var til að launahækkanir til æðstu ráðamanna yrði frestað." Liggur þá ekki beinast við að Flokkur fólksins leggi fram þingsályktunartillögina aftur?"
![]() |
Þingmaður segir launahækkunina til skammar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)