Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2016

Bannon og Cromwell

Steve Bannon líkir sér við Thomas Cromwell, sem starfaði fyrir Hinrik 8, Englandskonung. Til gamans má geta þess að Cromwell var tekinn af lífi fyrir landráð.


mbl.is „Við munum ríkja í 50 ár“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitík

Trump kallaði Romney „lúser" og Romney kallaði Trump „svikahrapp". Ef Romney verður utanríkisráðherra þá mun lúserinn vinna fyrir svikahrappinn. Maður fer að líta til Bush-áranna með nostalgíu. En þetta gæti verið verra. Trump gæti útnefnt Söru Palin sem utanríkisráðherra. Vont getur lengi versnað.

Hér er eins og Trump hrópi „Lúser!" á eftir Romney, en hann hrópaði reyndar, „Þetta gekk æðislega vel!"

Trump og Romney


mbl.is Verður Romney utanríkisráðherra?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mennt og máttur

Nú er að bíða og sjá hvort Trump rekur Bandaríkin eins og háskólann sinn. Ef hann setur Bandaríkin á hausinn eins og fyrirtækin sín getur hann kannski fengið skattaafslátt út á það. Lögmenn Trumps munu væntanlega segja að kjósendur Trumps geti engum kennt um nema sjálfum sér og það væri svolítið til í því.


mbl.is Trump semur vegna Trump University
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins

Loksins einhver með bein í nefinu.


mbl.is Clapper ætlar ekki að vinna fyrir Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hanskar

Maður segir að taka upp hanskann fyrir hana, ekki satt? 


mbl.is Melania Trump náði markmiði sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Priebus og Bannon

Reince Priebus hefur unnið hörðum höndum fyrir Trump og Repúblikanaflokkinn, sem er ekki auðvelt því hagsmunir Trumps og flokksins fara alls ekki alltaf saman. Priebus virðist vera slyngur sáttasemjari.

Steve Bannon er aftur á móti harðsvíraður og ófyrirleitinn, svona Game of Thrones gæi. Hann er yfirlýstur óvinur hins valdamikla Repúblikana Pauls Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Ef Trump ætlar að sætta þjóðina, eins og hann lofaði nýlega á Twittersíðu sinni, er þetta ekki leiðin, því með þessu æsir hann upp ekki bara þjóðina heldur allan Repúblikanaflokkinn, sem er sennilega planið. 

Ballið er rétt að byrja, sýnist mér. 


mbl.is Trump skipar í fyrstu stöðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leon Russell

Enginn öskraði "Whoo hoo!" eins og Leon Russell. Hér er hann með George Harrison, Eric Clapton, Ringo Starr og fleirum.

http://www.dailymotion.com/video/x1cpfdk_11-medley-jumpin-jack-flash-young-blood-the-concert-for-bangladesh-1971_music

Leon Russell


mbl.is Leon Russell látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Appelsínuguli forsetinn

Það er mikið til í þessu. John Foot skrifaði ágæta grein um viðfangsefnið fyrir The Guardian 20. október síðastlíðinn. Sjá hér: https://www.theguardian.com/commentisfree/2016/oct/20/donald-trump-silvio-berlusconi-italy-prime-minister

Hér er smá innsýn inn í hugarheim appelsínugula forsetans.

 

 


mbl.is Segir líkindin við Trump „augljós“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn íslenski Cohen

Hér er hinn íslenski Leonard Cohen. Not a lot of people know that, eins og Michael Caine sagði aldrei.


mbl.is Leonard Cohen látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árin og ræðarinn

Ég hélt að Clinton myndi merja sigur, en svo var ekki. Donald Trump, hinn ameríski Berlusconi, vann. Það má finna ýmsar skýringar á ósigri Clintons, en það er of einfalt að kenna bara Comey um. Ég held til dæmis að flírulegt glott hennar og karisma við frostmark hafi haft meiri áhrif en Comey. 


mbl.is Kennir Comey um ósigurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband